Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 87
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 87
aðalbJörg maría ólafsdóttir
að rannsókninni. Með því var greint á hvern hátt þeir notuðu tæknina, sem stuðning
við nám, útvíkkun náms eða til umbreytingar á innihaldi eða vinnuferli námsins.
niðurstöður og umræður
Kennararnir sex sem tóku þátt í rannsókninni voru almennt mjög jákvæðir varðandi
notkun tölvu- og upplýsingatækninnar í myndlist og myndlistarkennslu. Skoðun
þeirra allra var að tæknin væri spennandi miðill og gæfi marga möguleika og út-
færslur í kennslunni sem önnur verkfæri gætu ekki gefið. Þess ber þó að geta að rann-
sóknin er byggð á viðtölum við sex myndlistarkennara og niðurstöður hennar geta á
engan hátt gilt um kennslu annarra kennara sem kenna myndlist. Hér verða nokkur
atriði úr niðurstöðum rannsóknarinnar rakin.
Aðstæður til notkunar upplýsingatækni í myndlistarkennslu
Það var sameiginlegt skólunum sex að ein nettengd tölva var í myndlistarstofunum. Í
sumum þeirra var einnig fjölbreyttari tækjakostur til notkunar tölvu- og upplýsinga-
tækni í kennslu, svo sem prentari, skanni, skjávarpi, stafræn myndavél, og fleiri áhöld
sem ekki tengjast tækninni sérstaklega, eins og myndvarpi og ljósritunarvél. Skipulag
kennslunnar almennt byggðist á notkun tölvuvera og einnig voru dæmi um að tölvur
væru á bókasöfnum skólanna til afnota fyrir nemendur.
Kennarar eru flestir sammála um það að tölvuver henti ekki vel í myndlistar kennslu
því panta þurfi tíma, oft með miklum fyrirvara, til að komast þar að. Kennarar geta
því ekki farið með nemendur í tölvuver þegar það hentar í kennslunni vegna þess að
hver bekkur hefur ákveðna tíma á stundaskrá í myndlist og sá tími er ekki endilega
laus í tölvuveri. Sama skipulag virðist gilda um tölvurnar á bókasafni skólanna þar
sem það á við. Einn kennarinn telur þetta vera eina af ástæðum þess að hann hafi
hingað til ekki haft neina aðstöðu til að láta nemendur vinna í tölvum þó að hann geti
alveg hugsað sér að gera það stundum. Allir myndlistarkennararnir eru sammála um
að það sé æskilegt að hafa tölvur inni í stofunni til afnota fyrir nemendur og sumir
þeirra telja að notkun upplýsingatækni í myndlistarkennslu standi í raun og falli með
því. En þeir eru ekki sammála um hve margar tölvurnar þyrftu að vera og nefna allt
frá einni upp í nokkrar.
Í myndlistarkennslunni er því ekki sérlega gott aðgengi að tækninni. Prater (2001)
telur þetta atriði vera eina af helstu ástæðunum fyrir því að illa gangi að innleiða
tæknina í myndlistarkennslu. Ein tölva í kennslustofu sé ekki líkleg til að skapa við-
unandi aðgengi að tækninni, slíkt leiði ekki til markvissrar notkunar nemenda (Norris
og Soloway, 2003). Þetta kemur heim og saman við niðurstöður fleiri rannsókna á
notkun tækninnar í kennslu (Davies, Franks, Loveless, Mosdell og Wheeler, 2003).
Slæmt aðgengi að tölvum getur því augljóslega haft áhrif á notkun tækninnar í mynd-
listarkennslu (Norris o.fl., 2003). En fjöldi tölva þarf á hinn bóginn ekki að vera ráðandi
um það hvort tæknin er notuð í kennslustundum því að ekki er víst að markviss notkun
tækninnar væri meiri þó að fleiri tölvur væru í kennslustofunni (Prater, 2001).