Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 66

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 66
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200966 „látUm ÞÚsUnd blóm blómstra“ vegi fyrir aukinni náms- og félagslegri þátttöku allra nemenda í almenna skólakerfinu og litið svo á að fjölbreyttar þarfir nemenda séu af hinu góða og hafi fyrst og fremst þau áhrif að auðga skólastarfið og fjölga námstækifærum allra nemenda. Þessar hug- myndir eru í samræmi við ný lög og nýja aðalnámskrá grunnskóla. Ríki og sveitarfélög hér á landi styrkja kennslu fatlaðra nemenda og nemenda með sérþarfir. Ef fjármagn á að fást þarf að fara fram mat á þörfum einstaklinga eða grein- ing. Greiningar byggjast oft á því sem nemendur geta ekki eða eiga erfitt með og hafa þær tilhneigingu til að vinna gegn skóla án aðgreiningar (Ingólfur Ásgeir Jóhann- esson, 2001). Einnig hefur fötlun nemandans oft verið í brennidepli en litið fram hjá einstaklingnum sjálfum, barninu eða unglingnum (Booth, Nes og Strømstad, 2003; Florian, 2005). Einstaklingsmiðuð kennsla (e. differentiated instruction) er ein af þeim leiðum sem margir hafa valið þegar þeir skipuleggja nám og kennslu í skóla án aðgreiningar. Þá er lögð áhersla á að skipuleggja nám og kennslu út frá nemandanum, námsumhverf- inu, kennsluháttum og viðfangsefnum, en einnig út frá meginmarkmiðum aðalnám- skrár og þeim árangri sem stefnt er að. Þessi nálgun krefst fjölbreyttra kennsluhátta og kennsluaðferða sem gefa svigrúm til ábyrgðar og virkni nemenda í eigin námi. Hún gefur kost á margs konar leiðum í námi og að nemendur læri að vinna saman. Áhersla er á námsferli og aðferðir sem tryggja árangursríkt nám fyrir ólíka nemend- ur. En kennsla snýst einnig um það hvað er kennt og hvernig námið er metið, um það hvaða skilning nemendur leggja í það sem þeir læra (McTighe og Wiggins, 2004; Wiggins og McTighe, 2005). Forysta og stuðningur ríkisstjórna, skólayfirvalda og samfélags skiptir miklu máli við stefnumörkun menntunar án aðgreiningar. Stefna stjórnvalda skilar sér ekki í bætt- um námsárangri nemenda ef ekki er fullnægjandi fjárhagslegur stuðningur við fag- mennsku kennara, þróun námsumhverfis, bætta kennslu og námsmat (Meijer, 2003). Kennslu- og uppeldisfræðileg forysta stjórnenda skóla skiptir miklu máli og þátt- taka þeirra í þróun skólanámskrár og mótun skipulags náms og kennslu getur skipt sköpum í ferlinu. Niðurstöður Salisbury (2006) benda til þess að með góðum stuðningi og skuldbindingu stjórnenda sé fleiri nemendum gert kleift að stunda nám í almenn- um grunnskóla. Þátttaka þeirra í skólastarfinu eykst og þeir eiga frekar hlutdeild í bekkjarstarfi eða starfi í nemendahópi. Niðurstöður rannsóknar sem Idol (2006) vann að benda til þess að skólastjórnendur séu hlynntir skóla án aðgreiningar, en Janney og Snell (2008) telja nauðsynlegt að þeir vinni með gildi, viðhorf og skilning starfs- fólks. Skólastjórn sem stuðlar að faglegri umræðu í kennarasamfélaginu, þróar skýra stefnu og skapar tíma og aðstæður fyrir samvinnu, hefur afgerandi áhrif á skipulag og þróun skólastarfs sem byggir upp fagmennsku og færni innan frá (Hafdís Guð- jónsdóttir, 2000; Ryan, 2006). Skólastjórnendur, kennarar og starfsfólk skipta miklu máli í skólaþróun og nýta þarf þann mikla auð sem fjölbreyttur starfsmannahópur býr yfir með stöðugri ígrundun, opnum huga gagnvart nýjungum og vilja til að vaxa og þróast (Fullan, 2003; Lingard og Ladwig, 2001; Lumby og Coleman, 2007). Þegar námskrá er samin og aðlöguð er kennslufræði og nám nemenda í brennidepli. Ábyrgðin er sameiginleg í skólasamfélaginu og áhersla lögð á að þróa námssamfélag sem byggt er á styrkleikum nemenda. Með aukinni samvinnu og með því að nýta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.