Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 30
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200930
landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt
flytur á braut en heldur áfram að byggja sjálfsvitund sína að talsverðu leyti á bernsku-
slóðunum og minningum um þær. Kerr skapar þannig og þróar ákveðna ímynd af
Paisley, ímynd sem þarf ekki að vera sú sama og í hugum annarra sem svipað var
ástatt um. Jafnhliða samsamar hann sig þessari ímynd, hún hefur áhrif á hann sjálfan
og sjálfsmynd hans. Um það segir Catriona Macdonald:
Svæðisvitund er hvoru tveggja í senn afsprengi og frumþáttur „rýmis“ og um hana
gildir, rétt eins og um „rýmið“, að á hana ber að líta fremur sem stöðugt mótunarferli en
sem fullunnið sögulegt eða félagslegt fyrirbæri. Hún mótast og endurmótast á mörkum
„rýmis“ og „tíma“ og hefur sjálf áhrif á þá útbreiðslu og þær móttökur sem nýir félags-
legir, pólitískir og menningarlegir hættir hljóta með því að vísa til hefða og fyrri for-
dæma (Macdonald, 1998, bls. 179).14
Að þessu gefnu má segja að samvitund íbúanna í Paisley hafi mótast bæði af því
hvernig þeir litu á sjálfa sig og hvernig aðrir litu á þá. Einnig skiptir miklu hverju er
sleppt, hvað það er sem vantar í álit beggja hópanna á því hvað einkenndi bæjarbúa
fyrir hundrað árum. Þá ber ennfremur að hafa hugfast að upp úr innri togstreitu í
bænum sjálfum spratt ákveðin samkennd sem nýttist bæði til að takast á við aðra
og skilgreina sig frá þeim. Svæðisvitundin varð huglæg og ákveðið samfélag í sjálfri
sér. – Danskur sagnfræðiprófessor, Uffe Østergård, hittir sennilega naglann á höfuðið
um það hvernig samvitund fólks mótast með svipuðum hætti í lýsingu á eigin þjóð:
„Við höfum yndi af því að gagnrýna allt sjálfir en dragi útlendingur í efa ágæti nokk-
urs þess sem danskt er snúumst við umsvifalaust til varnar“ (Østergård, 1996, bls.
198).15
Það er auðvelt að sjá líkinguna með umfjöllun Catrionu Macdonald og hugmynd-
um Benedicts Anderson um hið ímyndaða samfélag. Hún gengur hins vegar lengra
en hann í að tengja vitundina ákveðnu landssvæði og þannig ber henni að mörgu leyti
saman við skoðanir Manuels Castell um viðnámsvitund. Rúmið skipar ríkan sess í
umfjöllun Macdonald og hún lýsir því hvernig samspil margra og ólíkra þátta verður
til að þróa samvitund íbúanna, meðvitað og ómeðvitað, um alla tíð.
að lokum: mEnningarlEg samVitund –
ímyndun Eða raunVErulEiki?
Hér skal staðar numið í umfjöllun um skoðanir innlendra sem erlendra fræðimanna
á sjálfsvitund og samvitund einstaklinga sem þjóðfélagshópa. Skrif fræðinganna eru
14 Á frummálinu: „Like ‘space’ – and emerging from and constitutive of it – local identity is thus less
an historical or social artefact than a process which is in a perpetual state of ‘becoming.’ It forms
and reforms at the point of intersection of ‘space’ and ‘time’ and in turn influences the transmiss-
ion and reception of new social, political and cultural forms through appeals to precedent and
tradition.“
15 Í frumtexta: „We love to criticize everything ourselves but go on the defensive as soon as a for-
eigner finds a fault with anything Danish.“