Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 30

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 30
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200930 landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt flytur á braut en heldur áfram að byggja sjálfsvitund sína að talsverðu leyti á bernsku- slóðunum og minningum um þær. Kerr skapar þannig og þróar ákveðna ímynd af Paisley, ímynd sem þarf ekki að vera sú sama og í hugum annarra sem svipað var ástatt um. Jafnhliða samsamar hann sig þessari ímynd, hún hefur áhrif á hann sjálfan og sjálfsmynd hans. Um það segir Catriona Macdonald: Svæðisvitund er hvoru tveggja í senn afsprengi og frumþáttur „rýmis“ og um hana gildir, rétt eins og um „rýmið“, að á hana ber að líta fremur sem stöðugt mótunarferli en sem fullunnið sögulegt eða félagslegt fyrirbæri. Hún mótast og endurmótast á mörkum „rýmis“ og „tíma“ og hefur sjálf áhrif á þá útbreiðslu og þær móttökur sem nýir félags- legir, pólitískir og menningarlegir hættir hljóta með því að vísa til hefða og fyrri for- dæma (Macdonald, 1998, bls. 179).14 Að þessu gefnu má segja að samvitund íbúanna í Paisley hafi mótast bæði af því hvernig þeir litu á sjálfa sig og hvernig aðrir litu á þá. Einnig skiptir miklu hverju er sleppt, hvað það er sem vantar í álit beggja hópanna á því hvað einkenndi bæjarbúa fyrir hundrað árum. Þá ber ennfremur að hafa hugfast að upp úr innri togstreitu í bænum sjálfum spratt ákveðin samkennd sem nýttist bæði til að takast á við aðra og skilgreina sig frá þeim. Svæðisvitundin varð huglæg og ákveðið samfélag í sjálfri sér. – Danskur sagnfræðiprófessor, Uffe Østergård, hittir sennilega naglann á höfuðið um það hvernig samvitund fólks mótast með svipuðum hætti í lýsingu á eigin þjóð: „Við höfum yndi af því að gagnrýna allt sjálfir en dragi útlendingur í efa ágæti nokk- urs þess sem danskt er snúumst við umsvifalaust til varnar“ (Østergård, 1996, bls. 198).15 Það er auðvelt að sjá líkinguna með umfjöllun Catrionu Macdonald og hugmynd- um Benedicts Anderson um hið ímyndaða samfélag. Hún gengur hins vegar lengra en hann í að tengja vitundina ákveðnu landssvæði og þannig ber henni að mörgu leyti saman við skoðanir Manuels Castell um viðnámsvitund. Rúmið skipar ríkan sess í umfjöllun Macdonald og hún lýsir því hvernig samspil margra og ólíkra þátta verður til að þróa samvitund íbúanna, meðvitað og ómeðvitað, um alla tíð. að lokum: mEnningarlEg samVitund – ímyndun Eða raunVErulEiki? Hér skal staðar numið í umfjöllun um skoðanir innlendra sem erlendra fræðimanna á sjálfsvitund og samvitund einstaklinga sem þjóðfélagshópa. Skrif fræðinganna eru 14 Á frummálinu: „Like ‘space’ – and emerging from and constitutive of it – local identity is thus less an historical or social artefact than a process which is in a perpetual state of ‘becoming.’ It forms and reforms at the point of intersection of ‘space’ and ‘time’ and in turn influences the transmiss- ion and reception of new social, political and cultural forms through appeals to precedent and tradition.“ 15 Í frumtexta: „We love to criticize everything ourselves but go on the defensive as soon as a for- eigner finds a fault with anything Danish.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.