Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 45

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 45
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 45 kolbrÚn Þ. pálsdóttir samstarf frístundahEimila og skóla Sú staðreynd að frístundaheimilin eru flest staðsett í skólahúsnæðinu og sinna nem- endum skólans kallar á gott samstarf milli starfsmanna beggja stofnana; börnin dvelja í skólahúsnæðinu um það bil tvo þriðju hluta dagsins á ábyrgð skólans en þriðjung dagsins á ábyrgð ÍTR. Núverandi fyrirkomulag á samstarfi frístundaheimila og skóla útskýrir enn betur hvers vegna staða frístundaheimila sem sjálfstæðra uppeldisstofn- ana er veik í samfélaginu. Skýrsla um húsnæðismál frístundaheimila vakti mikla athygli haustið 2008, en í henni kom fram að víða væri aðstaðan ófullnægjandi og að á stöku stað væru öryggiskröfur ekki uppfylltar (Hlynur Orri Stefánsson, 2008; Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar, 2008). Þá má færa rök fyrir því að ekki hafi farið fram samræða á milli frístundaheimila og skóla um sameiginleg gildi og að hugmyndafræði frístundastarfsins virðist standa höllum fæti gagnvart hefðbundnum gildum skólastarfsins. Hér verður í fyrsta lagi fjallað um húsnæðismál frístundaheim- ila, og í öðru lagi um þann skort sem er á samræðu milli skóla og frístundaheimila um sameiginleg markmið og gildi starfseminnar. Þá verða færð rök fyrir því að hug- myndafræði frístundaheimila eigi mikið erindi inn í starfsemi skólanna og að lang- ur vinnudagur barna kalli á breyttar áherslur og fjölbreyttari starfsmannahóp innan grunnskólans. Húsnæði frístundaheimila Eins og hér hefur komið fram var rekstur frístundaheimila um hríð á ábyrgð skólanna sjálfra undir öðru nafni, þ.e. lengd viðvera eða skóladagvist. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir að skólahúsnæðið sé nýtt fyrir þjónustuna. Hópur sem skilaði skýrslu árið 1997 vegna einsetningar skólanna taldi að gera þyrfti ráð fyrir sérstöku rými fyrir lengda viðveru, „einskonar notalegri heimaaðstöðu”, sem hægt væri að nýta við sér- kennslu eða hópkennslu af ýmsu tagi á skólatíma. Jafnframt er tekið fram í umræðu um húsnæðismál skólans: „Sérstofur séu fyrir: Handmennt, myndmennt, smíðar, tónlist, tölvuver, heimilisfræði, líffræði og eðlis- og efnafræði. [...] Þessar sérstofur eru einnig notaðar síðdegis fyrir tómstundastarf og frjálst starf nemenda“ (Fræðsluráð Reykjavíkur, 1997, bls. 25). Sú hefur þó ekki orðið raunin nema að litlu leyti. Húsnæð- is- og rekstrarsamningur milli Menntasviðs og ÍTR um rekstur frístundaheimila var undirritaður árið 2006. Jafnframt hafa rýmisþarfir frístundaheimila verið skilgreindar í skjali sem samþykkt var af báðum sviðsstjórum. Gert er ráð fyrir að hvert frístunda- heimili hafi sérstaka aðstöðu að lágmarki 60 m², svokallað hjarta, ásamt því að nýta sameiginleg svæði innan skólans, svo sem kennslustofur og sérgreinastofur (Rým- isþörf frístundaheimila, 2006). Þá er tilgreint í húsnæðis- og rekstrarsamningnum að skólastjóri og forstöðumaður frístundamiðstöðvar skuli gera samning um nýtingu og umgengni á sameiginlegum svæðum, og einnig að sömu aðilar skuli ávallt „leitast við að finna hagkvæmustu lausnir á þjónustu við nemendur og hafa með sér samráð um nýtingu á húsnæði“ (3. grein). Í mörgum skólum hefur aðgengi að rými eftir að hefðbundnum skóladegi lýk- ur ekki verið sem skyldi, og hvorki sérgreinastofur né önnur kennslurými staðið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.