Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 81

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 81 aðalbJörg maría ólafsdóttir Aðalnámskrá grunnskóla Áhrifa af stefnumörkun stjórnvalda gætti fyrst í aðalnámskrám grunnskóla 1999. Við skipulag skólastarfs ber skólum að hafa markmið og áherslur aðalnámskrár að leið- arljósi en það er síðan í höndum hvers skóla að útfæra þær nánar í skóla námskrá með tilliti til þeirra kennsluhátta sem hver skóli aðhyllist og kennurum ber að starfa eftir (Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti, 1999). Aðalnámskrá er þannig leiðarljós kennara í starfi og kennurum ber að fara eftir henni eins og kostur er (Andri Ísaksson, 1983). Nokkur áherslubreyting varð á námskrá í myndlistarkennslu með útkomu aðal- námskrár 1999, sem byggist að verulegu leyti á hugmyndafræði fagmiðaðrar mynd- listarkennslu (e. Discipline Based Art Education, eða DBAE). Sú hugmyndafræði er upprunnin í Kaliforníu í Bandaríkjunum í byrjun níunda áratugarins og hefur fyrir tilstuðlan Getty-stofnunarinnar verið útfærð og þróuð af fræðimönnum í menntun og listum, meðal annarra Elliot Eisner og Stephen Mark Dobbs (Dobbs, 1998; Eisner, 2002; The Getty, 2006). Listnámið á samkvæmt þessari hugmyndafræði að vera eins konar verkfæri til að kenna og þróa lausn vandamála, þjálfa á rökhugsun, verksvit og tjáningu á tungumáli listarinnar, með myndrænni tjáningu. Við þetta er tölvu- og upplýsingatækni ætlað stórt hlutverk í DBAE, því að með tækni ólíkra miðla og fjöl- breyttri notkun tækninnar öðlast listkennslan aukið og nýtt hlutverk (Dobbs, 1998). Það er nokkuð í anda hugmynda fræði DBAE að inntaks þáttum í aðalnámskrá grunn- skóla í myndlistarkennslu var skipt í þrennt; lögmál og aðferðir, sögulegt og félagslegt samhengi og fagurfræði og rýni. Stjórnvöld ætluðu í upphafi þrjú ár til aðlögunar að- alnámskrár grunnskóla 1999 að skólastarfi. Námskrár fyrir myndlistarkennslu Í námskrá fyrir myndlistarkennslu eru lagðar til áherslubreytingar á grundvelli upp- lýsingasamfélagsins og talið er mikilvægt að nemendur noti tölvur og upplýsingatækni og þjálfist í að beita henni til að auka þekkingu sína um leið og þeir öðlist og þjálfi færni til að efla skilning sinn á viðfangsefninu listum (Aðalnámskrá grunnskóla. List- greinar, 1999). Samkvæmt aðalnámskrá á að samþætta inntak myndlistar kennsl unnar þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir tölvunotkun í grunnskóla, upplýsinga mennt og nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Það er talið mikilvægt að kennarar velji leiðir að markmiðum einstakra greina með það í huga að um leið og nemendur öðlast færni og þekkingu á viðkomandi námssviði öðlist þeir einnig reynslu og færni í þeim vinnu- brögðum sem best þykja hverju sinni (Aðalnámskrá grunnskóla. Listgreinar, 1999). Tölvunotkun í grunnskóla er ekki ætlaður sérstakur tími í stundaskrá. Þau mark- mið sem koma fram í aðalnámskránni mynda ekki ramma um eina tiltekna námsgrein heldur er nauðsynlegt að þeim sé fléttað inn í kennslu og nám í öðrum námsgreinum (Aðal námskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt, 1999). Ætlast er til að kenn- arar allra náms greina noti tölvur og upplýsingatækni sem verkfæri í sinni fag grein. Myndlistar kenn urum ber að sjá til þess að nemendur noti tæknina í myndlistar- námi sínu. Samkvæmt því á að samþætta markmið tölvunotkunar í grunnskóla og myndlistar kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.