Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 81
aðalbJörg maría ólafsdóttir
Aðalnámskrá grunnskóla
Áhrifa af stefnumörkun stjórnvalda gætti fyrst í aðalnámskrám grunnskóla 1999. Við
skipulag skólastarfs ber skólum að hafa markmið og áherslur aðalnámskrár að leið-
arljósi en það er síðan í höndum hvers skóla að útfæra þær nánar í skóla námskrá með
tilliti til þeirra kennsluhátta sem hver skóli aðhyllist og kennurum ber að starfa eftir
(Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti, 1999). Aðalnámskrá er þannig leiðarljós
kennara í starfi og kennurum ber að fara eftir henni eins og kostur er (Andri Ísaksson,
1983).
Nokkur áherslubreyting varð á námskrá í myndlistarkennslu með útkomu aðal-
námskrár 1999, sem byggist að verulegu leyti á hugmyndafræði fagmiðaðrar mynd-
listarkennslu (e. Discipline Based Art Education, eða DBAE). Sú hugmyndafræði er
upprunnin í Kaliforníu í Bandaríkjunum í byrjun níunda áratugarins og hefur fyrir
tilstuðlan Getty-stofnunarinnar verið útfærð og þróuð af fræðimönnum í menntun
og listum, meðal annarra Elliot Eisner og Stephen Mark Dobbs (Dobbs, 1998; Eisner,
2002; The Getty, 2006). Listnámið á samkvæmt þessari hugmyndafræði að vera eins
konar verkfæri til að kenna og þróa lausn vandamála, þjálfa á rökhugsun, verksvit
og tjáningu á tungumáli listarinnar, með myndrænni tjáningu. Við þetta er tölvu- og
upplýsingatækni ætlað stórt hlutverk í DBAE, því að með tækni ólíkra miðla og fjöl-
breyttri notkun tækninnar öðlast listkennslan aukið og nýtt hlutverk (Dobbs, 1998).
Það er nokkuð í anda hugmynda fræði DBAE að inntaks þáttum í aðalnámskrá grunn-
skóla í myndlistarkennslu var skipt í þrennt; lögmál og aðferðir, sögulegt og félagslegt
samhengi og fagurfræði og rýni. Stjórnvöld ætluðu í upphafi þrjú ár til aðlögunar að-
alnámskrár grunnskóla 1999 að skólastarfi.
Námskrár fyrir myndlistarkennslu
Í námskrá fyrir myndlistarkennslu eru lagðar til áherslubreytingar á grundvelli upp-
lýsingasamfélagsins og talið er mikilvægt að nemendur noti tölvur og upplýsingatækni
og þjálfist í að beita henni til að auka þekkingu sína um leið og þeir öðlist og þjálfi
færni til að efla skilning sinn á viðfangsefninu listum (Aðalnámskrá grunnskóla. List-
greinar, 1999). Samkvæmt aðalnámskrá á að samþætta inntak myndlistar kennsl unnar
þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir tölvunotkun í grunnskóla, upplýsinga mennt
og nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Það er talið mikilvægt að kennarar velji leiðir
að markmiðum einstakra greina með það í huga að um leið og nemendur öðlast færni
og þekkingu á viðkomandi námssviði öðlist þeir einnig reynslu og færni í þeim vinnu-
brögðum sem best þykja hverju sinni (Aðalnámskrá grunnskóla. Listgreinar, 1999).
Tölvunotkun í grunnskóla er ekki ætlaður sérstakur tími í stundaskrá. Þau mark-
mið sem koma fram í aðalnámskránni mynda ekki ramma um eina tiltekna námsgrein
heldur er nauðsynlegt að þeim sé fléttað inn í kennslu og nám í öðrum námsgreinum
(Aðal námskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt, 1999). Ætlast er til að kenn-
arar allra náms greina noti tölvur og upplýsingatækni sem verkfæri í sinni fag grein.
Myndlistar kenn urum ber að sjá til þess að nemendur noti tæknina í myndlistar-
námi sínu. Samkvæmt því á að samþætta markmið tölvunotkunar í grunnskóla og
myndlistar kennslu.