Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200962
„látUm ÞÚsUnd blóm blómstra“
því að skoða stefnuskjöl fjölmennustu sveitarfélaga landsins á heimasíðum þeirra og í
greiningu gagna á heimasíðum 68 grunnskóla hér á landi. Markmið greinarinnar er að
fjalla um stöðu menntunar án aðgreiningar í stefnu sveitarfélaga og grunnskóla út frá
alþjóðlegum samþykktum, íslenskum lögum um grunnskóla og aðalnámskrá grunn-
skóla. Kannað er hvernig stefna skóla um menntun án aðgreiningar birtist í stefnu-
skjölum sveitarfélaga og skóla og hvernig skólar ætla að framfylgja stefnu yfirvalda
og alþjóðlegum samþykktum í þessum efnum. Með þessu viljum við vekja athygli á
stöðu þessara mála hér á landi og hvetja til umræðu um málaflokkinn.
Greinin hefst á umfjöllun um alþjóðlegar samþykktir og áhrif þeirra á stefnumótun
skólamála á Íslandi í nýsamþykktum lögum og aðalnámskrá grunnskóla. Þá er fjallað
um hugtakið skóli án aðgreiningar eins og það birtist í innlendum og erlendum fræðum
og rannsóknum. Aðferðin við rannsóknina er útskýrð og greint er frá niðurstöðum
athugunar á heimasíðum sveitarfélaga og skóla og þær ræddar í ljósi nýrra rannsókna
á þessu sviði.
alþjóðlEgar samþykktir og íslEnsk stEfnumótun
Skóli fyrir alla eða skóli án aðgreiningar (e. inclusive school), þar sem allir nemend-
ur fá náms- og félagslegum þörfum sínum mætt í almenna skólakerfinu, er dæmi
um skólastefnu sem hefur haft áhrif á skólastarf í löndum víða um heim síðustu ár. Í
þessum kafla drögum við saman það helsta úr alþjóðlegum samþykktum, íslenskum
lögum, reglugerðum og aðalnámskrá grunnskóla.
Stefna og samþykktir Sameinuðu þjóðanna
Árið 1994 komu saman, í borginni Salamanca á Spáni, fulltrúar 92 ríkisstjórna og 25
alþjóðlegra samtaka á ráðstefnu um menntun nemenda með sérþarfir. Á ráðstefnunni
var samþykkt yfirlýsing um jöfn tækifæri til menntunar fyrir alla og mikilvægi þess að
sú menntun fari fram innan almenna skólakerfisins. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla
á að skólar ættu að taka við öllum börnum, hver sem líkamleg, félagsleg eða námsleg
staða þeirra væri. Skorað var á stjórnvöld allra landa að „leiða í lög eða taka upp sem
yfirlýsta stefnu þá meginreglu að öll börn sæki almenna skóla nema knýjandi ástæður
séu til annars …“ (Menntamálaráðuneytið, 1995, 3. grein).
Áréttað var að börn eru ólík hvað varðar áhuga, hæfileika og þarfir og taka þarf
mið af því við skipulag kennslu. Lagt var til að menntakerfi hvers lands yrði bætt svo
að það gæti sinnt öllum börnum án sérstakrar aðgreiningar (Menntamálaráðuneytið,
1995). Yfirlýsingunni fylgdi rammaáætlun sem skyldi vera almennur leiðarvísir um
aðgerðir í málefnum nemenda með sérþarfir. Þar var bent á að þeir tækju mestum
framförum og lærðu best ef þeir fengju réttan stuðning og tækifæri til að læra með
öðrum (Menntamálaráðuneytið, 1995).
Salamanca-yfirlýsingin, sem nú er orðin 15 ára gömul, hefur haft áhrif á lagasetn-
ingu og reglugerðir stjórnvalda víða um heim í þá veru að börn og ungmenni með
sérþarfir eigi að mennta án aðgreiningar og út frá því skipulagi sem flest börn búa við