Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 13
Af mörgum áhrifamiklum höfundum í þjóðernisumræðu síðustu ára skulu aðeins
tilgreindir þrír: enski félagsmannfræðingurinn Ernest Gellner, írsk-bandaríski stjórn-
málafræðingurinn Benedict Anderson og enski félagsfræðingurinn Anthony D. Smith.
Gellner og Anderson sendu báðir frá sér bækur árið 1983 sem sættu drjúgum tíðind-
um og mörkuðu í reynd upphaf þess sem kallað hefur verið módernismi í seinni tíma
umræðu um uppruna og eðli þjóðernis. Þeir halda því báðir fram að þjóðir séu hug-
arfóstur manna sem byggi á sameiginlegum siðvenjum. Með orðum Gellners: „Tveir
menn eru af sömu þjóð ef og aðeins ef þeir deila sömu menningu. … Tveir menn eru
af sömu þjóð ef og aðeins ef þeir viðurkenna hvor annan af þeirri sömu þjóð. … Þjóðir
eru hugarfóstur sannfæringar manna, hollustu þeirra og samstöðu“ (Gellner, 1983,
bls. 7).2 Og með orðum Andersons: „þjóð er ímyndað pólitískt samfélag“ (Anderson,
1983, bls. 6).3
Skrif Gellners og Andersons vöktu mikil viðbrögð og leystu þjóðernisumræðu á
margan hátt úr læðingi, erlendis sem hérlendis. Viðhlæjendur hafa verið margir en
öflugastur gagnrýnenda er áðurnefndur Smith sem telur upp nokkur skilyrði þess að
unnt sé að tala um þjóð. Að hans mati þarf slíkur mannsöfnuður að eiga sér sögulegt
heimaland, sameiginlegar goðsagnir og minningar, sameiginlega menningu, deila
sameiginlegum réttindum og skyldum og búa við sameiginlegt hagkerfi (Smith,
1991).
Á Íslandi hafa margir látið þessa umræðu til sín taka og þar hafa farið fremstir tveir
sagnfræðiprófessorar við Háskóla Íslands. Það eru þeir Guðmundur Hálfdanarson,
sem hefur orðið helsti kyndilberi módernismans í íslenskri sagnfræði, og Gunnar
Karlsson, sem hefur haldið sig meira við hefðbundnari skilgreiningar á þjóð og þjóð-
erni, jafnhliða því að þróa þær áfram. Hér verða skoðanaskipti þeirra félaga ekki rak-
in, aðeins skulu gripnar upp fáeinar tilvitnanir. Þannig sagði Guðmundur árið 1996
að hann teldi
útilokað annað en að líta á þjóðina sem félagslega ímyndun, og þá alls ekki í neikvæðri
merkingu þess orðs, heldur sem dæmi um ímyndunarafl mannsins og hæfileika hans
til frjórrar sköpunar. … Með þessu er ég ekki að afneita mikilvægi íslenskrar menning-
ar fyrir sjálfsvitund landsmanna, heldur aðeins að draga fram að samband hennar við
pólitískt skipulag á Íslandi er hvorki sjálfsagt né endanlega ákvarðað (1996, bls. 29).
Í neðanmálsgrein segist Guðmundur taka undir með Benedict Anderson í fyrri hluta
ívitnunarinnar, enda er orðanotkun þeirra tveggja nánast sú hin sama. Í einkar mód-
ernískum ályktunarorðum segir Guðmundur að ekki sé „ólíklegt að á sama hátt og
bragi gUðmUndsson
2 Í heild er tilvitnaður texti svohljóðandi: 1. Two men are of the same nation if and only if they
share the same culture, where culture in turn means a system of ideas and signs and associations
and ways of behaving and communicating. 2. Two men are of the same nation if and only if they
recognize each other as belonging to the same nation. In other words, nations make the man; nations
are the artefacts of men’s convictions and loyalties and solidarities.
3 Í heild er tilvitnaður texti svohljóðandi: In an anthropological spirit, then, I propose the following
definition of the nation: it is an imagined political community – and imagined as both inherently
limited and sovereign.