Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 211
Jorð] ÚTVARPIÐ OG MÚSÍKIN 281
setlar um koll að keyra; stundum heyrist stormurinn æða
í fjarska, en nálgast svo með feiknahraða og er skollinn
á fyr en varir. En svo er eins og sólin skíni, mildirík og
hlý, í hægum andvara. Það er seinna stefið og er söng-
rænna en hið fyrra. Bæði koma stefin fyrir aftur og aft-
ur og vefjast margvíslega saman. I lokin er fyrra stefið
oían á, en — er þá algerlega búið að beygja sig til auð-
sveipni við hið seinna; er orðið þreytt, ofsalaust, biðj-
andi. Umsvifamikilli mannsæfi lýkur; dramb mannsins
brotið á bak aftur af lífsreynslunni, í glímunni við hið
óviðráðanlega, lífslögmálin.
Þetta eru eins og tveir heimar, tvær hliðar á sögu
manns, sem sýndar eru til skiftanna: hið sýnilega með
ástríðum og girndum, veraldlegum umsvifum og árangri,
ósigri, þjáningu, dauða; hið ósýnilega hin himneska hand-
leiðsla, full af mildi, speki og ósigranleik.
Aðalfundur Prestafélags islands
V A R haldinn á Laugarvatni 22.—24. júní. Svohljóð-
andi ályktanir voru gerðar:
I. »Aðalfundur Prestafélags Islands óskar þess, að
samvinna megi vera milli prestastéttarinnar og þeirra,
sem vinna í þjóðmálum að bótum á kjörum fátækra
manna og bágstaddra og að jafnrétti allra. Kýs fundur-
inn fimm manna nefnd til þess nánar að athuga, hvernig
slíkri samvinnu geti orðið háttað í einstökum atriðum.
Leggi svo nefndin tillögur sínar fyrir næsta aðalfund
Prestafélagsins«.
II. »Aðalfundur Prestafélagsins skorar á alþingi að
setja þegar á næsta þingi lög, er tryggi öllum fiskimönn-
um og bifreiðarstjórum nægilegan svefntíma og setji
einnig lög um hvíldartíma þeirra á helgidögum þjóð-
kirkjunnar«.
f nefndina, sem getið er um i fyrri ályktuninni, voru
þessir kosnir: Ásmundur Guðmundsson docent, séra Ámi
Sigurðsson fríkirkjuprestur, séra Brynjólfur Magnússon,
sr. Eiríkur Albertsson og sr. Ingimar Jónsson skólastj.