Jörð - 01.12.1931, Side 212
282
EINSTAKLINGSEÐU
[Jörð
Einstaklingseðli.
PERSÓNULEGT frelsi o. þ. h. er lausnarorð og
hugsjón flestra nú á dögum, þeirra, sem ekki eru einveld-
issinnaðir (kommúnistar, fascistar o. s. frv.). Þeirra,
hinna síðartöldu, hugsjón er aftur á móti samfélagið, sem
einstaklingurinn sé (ósjálfstæður) liður í. Fer hér sem
oftar, að báðir hafa nokkuð til síns máls — og ef að num-
ið væri í ljósi fagnaðarerindisins, myndu einlægir menn
af beggja hálfu finnast í sameiginlegri hugsjón.
Hvert er hið sanna einstaklingseðli, hvað er persónu-
legt frelsi? Hið sanna einstaklingseðli er ekki það, sem
greinir menn sundur. Það er þvert á móti almenn, mann-
leg náttúra hvers eins, og ræktun einstalclingseðlisins er
ræktun hinnar almennu, mannlegu náttúru, líkamlegrar,
sálarlegrar, andlegrar, hvers einstaks manns. Einföld
látlaus, alhuga ræktun almennrar, mannlegrar náttúru
manns, gerir þann hinn sama að mannskapsmanni, skap-
ar hæfileikum hans frjálsan og fullan þroska. Ræktun
almennra einkenna, er greina mann frá öðrum, skapar
ekki sannan persónuleika, heldur montinn sérvitring —
og skal því engan veginn neitað, að þess háttar uppskafn-
ingur getur hæglega notið virðingar og aðdáunar í aldar-
anda þeim, sem syngur lof einstaklingseðli og persónu-
legu frelsi undir taktvöl tízkunnar.
Þegar almennt verður viðurkennt, að almenn, mannleg
náttúra, eins og hún er ásköpuð hverjum einum, eigi ó-
skerðandi rétt á að þroskast einfalt, látlaust samkvæmt
þeirri sameiginlegu hugsjón, sem í eðli hvers manns er
fólgin; eftir því sem henni er lagið í þeim og þeim, þá
er persónulegt frelsi orðið ríkjandi.
Þá einmitt mun samfélagshugsjón hinna hljóta sína
einu eðlilegu uppfyllingu. Því að náttúrlegum hætti »er-
um vér hver annars limir« og einstaklingseðlið fær ein-
mitt ekki notið sín nema í samvinnu við aðra — jafnvel
í fórn fyrir þá.
En um það skal ekki við hafa mörg orð að svo stöddu.