Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 6
156
BÚNAÐARRIT
lient — og afleiðingarnar urðu einnig geigvænlegar.
Hungur og harðrétti fylgdi í kjölfarið. Jafnótt og
jarðræktinni linignaði, varð þjóðin fátækari og aiira-"
ari. Búféð féll í hrönnum í öllum meðalvetrum og
þaðan af verri. Fólk féll og iðulega úr hungri. Þannig
var ástandið í atvinnumálum þjóðarinnar i lok 19.
aldar. Þess var ekki að vænta, að þjóð, sem þannig
var stödd, gerði mikil átök í andlegum eða verkleg-
um viðfengsefnum.
II.
Endurreisnarmenn þjóðarinnar á 18. öld. höfðu
augun opin fyrir þessu. Tillögur þeirra miðuðu mjög
að því, að kenna bændum að rækta jörðina. Þeir sáu
strax, að eitt helzta frumskilyrði þess, að þjóðin gæti
inannazt í verklegum efnum var það, að bændur
lærðu að rækta jörðina. Næðu tölcum á þvi að nota
verkfæri við jarðvinnslu. Lærðu aftur, það sem glat-
azt hafði á mestu niðurlægingarlímum þjóðarinnar:
að ná tökum á jarðræktinni.
Starf allra þeirra, sem barizt hafa fyrir ræktunar-
menningu þjóðarinnar, allt lil þessa dags, hefur
stefnt að því sama. Það hefur verið viðleitni til þess
að kenna þjóðinni aftur að rækta jörðina. En slíkt
verður ekki kennt lil lilítar á fáum árum — og eklci
einu sinni á heilli öld. Þjóð, sem hefur tapað svo
mikilvægum þælti lir menningu sinni, verður að líða
lengi fyrir það, ef hún þá bíður þess nokkru sinni
bætur.
Það er ekki ællun mín að slcrifa sögu ræktunar-
máls okkar frá þeim tíma, að fyrslu almennu við-
leitni verður vart í þá átt, á síðari hluta 18. aldar, að
efla jarðræktina. Þó skal aðeins bent á örfá atriði.
Á síðari hluta 18. aldar hefja nolckrir menn um-
bótaslörf í jarðrækt. Það eru því nær undantekn-
ingarlaust embættismenn, sem þar lial'a forgöngu.
Embætlismenn, sem jafnhliða embættisstörfum sín-