Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 63
BÚNAÐARRIT
213
í Ivletti, ællaður frá Ivollabúðum. Sú hrútur er af-
burðagóð liind.
Hringur í Kvígyndisfirði er og mjög góð kind.
f Reykhólahreppi voru hrútarnir í léttara lagi, en
þeir voru margir mjög þéttvaxnir og holdgóðir, enda
hefur fé þar, verið kynbætt mikið með Gottorpsfé og
Kleifafé.
í Geiradalshreppi sá ég einhverja þá fallegustu
hrúta af Ivleifakyni, sem ég hef séð. Einkum voru
])eir ullarprúðari en víða annars staðar.
Dalasýsla.
Tafla E. sýnir, livaða hrútar hlutu I. verðlaun i
Dalasýslu.
Þar voru sýningarnar því miður ekki eins vel
sóttar eins og ú Vestfjörðum.enda orðið áliðið liausts.
Þó komu margir ágælir hrútar á sýningarnar, eink-
um í Saurbænum. Hrútarnir í Saurbæjarhreppi, voru
óvehju holdmiklar kindur. Stórholtshrútarnir báru
af hinum að ýmsu leyti.
Fífill í Ólafsdal er með óvenjulega gott bak og
góðar herðar, en hefur ekki nógu djúpa og breiða
bringu.
Það er Ólafsdalsfénu, og áður fyrr fénu frá Ivleif-
um, ínest að þakka, live lioldgott fé er í Saurbæn-
um. Þó er vert að geta þess, að fjárrækt Saurbæinga
beið ómetanlegan hnekki við það, að drepnir voru i
hóp, haustið 1937, á annan tug fullorðinna hrúta,
flestri I. verðlauna kindur, frá Ólafsdal, Stórholti og
víðar, vegna mæðiveikiráðstafana, sem því miður
reyndust síðar óþarfar.
Voru þar drepnir allir hrútarnir frá Stórholti og
ólafsdal, þeim bæjunum, sem þá áttu einhverja
beztu hrúta af Kleifakyni á landinu.
í öðrum hreppum Dalasýslu, voru og margir á-