Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 38
188
B ÚNAÐARRIT
í hverjum hreppi, sem þátt tóku í sýningum, og hve
margir þeirra hlutu I., II., III. eða engin verðlaun.
Meðalþungi hrútanna í hverjum verðlaunaflokki er
gefinn til kynna. Enn fremur er sýnd tala allra sýndra
lirúta í hverri sýslu, og hvernig þeir skiptust í verð-
launaflokka.
Meðalþungi hrútanna í þessum sýslum er mjög svip-
aður, þó aðeins lægri í Vestur-ísafjarðar-, Austur-
Barðastrandar- og Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum
en í liinum sýslunum. Það sýnir samt sem áður alls
ekki, að lirútarnir séu mjög líkir að gæðum á öllu
þessu svæði. Munar t. d. mjög miklu á því, hve hrútar
i Strandasýslu eru miklu betri kindur en hrútar í
Vestur-Barðastrandar- eða Vestur-ísafjarðarsýslum.
í Strandasýslu er mjög mikið af kollóttum hrútum af
Kleifakyni, sem hafa mun hærri fallþunga miðað við
sama þunga á fæti en hyrndir lirútar af hinu fremur
lausholda fé í vestursýslunum.
Af tveggja vetra og eldri hrútum hlutu í Stranda-
sýslu 30% I. verðlaun en ekki nema 7,3% í Vestur-
ísafjarðarsýslu.
Fyrstu verðlauna hrútarnir.
Hér fara á eftir töl'lur, er sýna hvaða hrútar hlutu
I. verðlaun á sýningunum haustið 1940. Aldur þeirra
og þungi er gefinn, ásamt ætterni eða uppruna og hver
var eigandi þeirra, þegar þeir voru sýndir. Núna birti
ég einnig nokkur helztu mál af I. verðlaunahrútun-
mn. Nokkrir bændur hafa talið það hreylt til hins
vcrra lijá mér, að birta ekki skýrslu um málin á hrút-
unum eins og Páll Zóphóníasson gerði, en aðrir töldu
þær skýrslur ekki hafa mikið notagildi fyrir hændnr
almennt. Þær eru all rúmfrekar og tel ég því rétt að
hirta þær aðeins með noklcurra ára millihili. Hins
vegar er ágætt að sýna málin á I. verðlaunahrútunum,
hverjum fyrir sig, og mun ég gera það framvegis.