Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 97
BÚNAÐARRIT
247
Móðurkyn Bráins er ágætt, og móðir hans var
einstakt reiðhross, en föðurkynið er mikið lak-
ara. Faðir hans, Rauður frá Hoffelli, er nú vinnu-
hestur á Flatey á Mýrum og fer fremur lílið orð
af honum.
Bráinn var lengst notaður í Hornafirðinuin
og nærsveitum þar, eða árin 1930—1938, en þá
var hann sendur til Hrunamannahrepps í Árnes-
sýslu og eiga þeir liann nú. Hann fékk 1. verð-
laun fyrir afkvæmi 1937. Þá voru sýnd 11 af-
kvæmi hans, eins lil tveggja vetra, og var meðal-
tal af máluin þeirra 128,4—135,8—15,6, en af
afkvæmum hans þriggja vetra og eldri voru
sýnd 21 og var meðallal af málum þeirra: 136
—152,6—16,4. Eftir dálítilli kynningu og sögu-
sögnum virðast mér áfkvæmi Bráins yfirleitt
vera lipur og fíngerð hross, en ekki stór. Fjörið
er ekki öruggt, en sé það fyrir hendi slcortir ekki
aðra kosli reiðhestsins. Hvað Jundarfar snertir
virðast þau ekki vera reglulega taugasterk og
her dálítið á sjónhræðslu, og mikið vantar þau
til að liafa þann kjark og tilþrif, sem afkvæmi
frænda hans, Blakks 129, liafa til brunns að
bera.
2. Fífill, Dilksnesi 200, f. 1937, Jóni Björnssyni,
Dilksnesi. Eigandi: Hrossaræktarfél. Hornfirð-
inga. Sýndur 1937 að Meðalfellsrétt: Bleikur,
fríður, fínlegur og frekar fjörugur. Vel horinn,
frekar djúpur háls. Fætur freniur grannir og
nokkuð réttir. 144—160—17,5—6,1.
Ætt:
F.: Bráinn 144.
M.: Perla Dilksnesi 446.
Mf.: Bleikur frá Hólum.
Mm.: Rauðlca, Dilksnesi, undan Óðu-Rauðku 2.
Bleikur er mikið meiri hestur en faðir hans