Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 32
182
BÚNAÐARRIT
Ef svo skyldi fara, sem miklar vonir standa tiJ,
að skurðgröfur af þessari gerð, eða svipaðri, reyn-
ist vel hér hjá okkur, þá verður strax á næsta ári
að útvega fleiri gröfur. Ekkert getur breytt okkar
jarðrækt eins snögglega og það, að fá hentug vél-
knúin tælci til framræslu. Framræsla verður aldrei
innt af hendi, svo vel fari, með handverkfærum ein-
um. Það er því frumskilyrði þess, að við getum
endurbætt ræktun okkar eins og þarf að vera og
ráðist í það stórvirki, að þurrka inýrarnar, sumpart
til fullrar ræktunar, en sumpart til þess að fá gott
beitiland, að heppileg vélknúin tæki fáist til fram-
ræslunnar. Ég tel svo miklar líkur til þess, að þetta
heppnist nú, að tímabært sé að fara að bollaleggja
um það, livernig slíkar gröfur skuli starfræktar.
Reynist þær skurðgröfur, sem væntanlega verða
reyndar hér á þessu ári, eins og vonir standa til, þá
verðum við að fá márgar gröfur til landsins —
sennilega svo tugum skiptir — á næstu árum. Ríkið
myndi sjálft starfrækja nokkrar þeirra. Þær yrðu
notaðar til þess að vinna að framræslu á landi, sem
tekið verður til ræktunar samkvæmt lögum um land-
nám ríkisins. En samkvæmt þeim lögum á ríkið að
undirhúa land til ræktunar og fullrækta að nokkru
leyti — og síðan á að stofna þar hyggðahverfi eftir
ákveðnu skipulagi. Undirbúið laefur verið að hefja
framkvæmdir á þennan hátt á mýrunum í Ölfusi.
Hafa nokkrar jarðir verið keyptar í því skyni og land-
ið kortlagt. Nú er aðeins beðið cflir heppileguin skurð-
gröfum til þess að byrja á framræslu mýranna þar.
Bæjarfélög myndu ciga og starfrækja eitthvað af
skurðgröfum, þar sem víðáttumiklar mýrar eru í
nánd við bæina, er hin mesta nauðsyn að hefjast
lianda um þurrkun þeirra. Sumpart til þess að fá
beitiland fyrir kýr og annan búpening, og sumpart
til þess að undirbúa land til fullrar ræktunar.