Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 117
BÚNAÐARRIT
267
4. Hrossaræktarfélög, eða þar sem þau eru ekki,
hreppabúnaðarfélög, sem útvega sýningarstaði
fyrir sveitasýningar, eftir fyrirmælum búnaðar-
sambandanna, og tilnefna tvo menn í dómnefnd
á þær.
Ríkissjóður veitir búnaðarsamböndunum styrk til
að standast kostnað af sveitasýningunum, er nemur
kr. 0,50 á hver sýnt hross.
Til verðlauna á liverja héraðssýningu leggur ríkis-
sjóður 10 aura fyrir hvert framtalið liross í sýn-
ingarumdæminu, en þó aldrei minna en kr. 250,00 til
liverrar sýningar, enda séu þær ekki fleiri en ein í
hverri sýslu, gegn jöfnu framlagi frá hlutaðeigandi
sýslusjóði, eða sjóðum. Auk þess greiðir ríkissjóður
kr. 20,00 til viðbótar hverju 1. verðl. hrossi. Sú kvöð
fylgir 1. verðlaunum á stóðhesta, að þeir skuli not-
aðir til undaneldis næstu 3 ár eftir að verðlaunin
voru giæidd. Heimilt er að verja allt að kr. 200,00 af
ríkissjóðsfé til hverrar héraðssýningar, til verðlauna
á hrossum, sem frain úr skara við þolprófun. Dóm-
nefndarmönnum greiðist þóknun fyrir starf sitt úr
sýslusjóði. Búnaðarfélag íslands setur nánari reglur
um framkvæmd þessara sýninga,
41. gr. Landbúnaðarráðherra er heimilt að veita
búnaðarsambönduin leyfi til að reka veðmálastarf-
semi í sambandi við kappreiðar og þolprófun sýndra
lirossa á héraðssýningum, með skilyrðum, er ákveðin
vcfða í reglugerð, sem ráðherra setur. Áskilja skal i
reglugerðinni, að % hlutar veðfjárins skuli endur-
greiðast vinnendum, en Vo þess skal varið til verð-
launa á þeim hrossum, sem standa sig bezt í keppn-
inni. Vu fjárins fær búnaðarsambandið til að standast
kostnað af sýningunum, og verði afgangur af því fé,
skal honum varið til hrossaræktarstarfsemi sain-
bandsins.
Þá skal þess einnig getið að sú nýung hefur verið