Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 23
BÚNAÐARRIT
173
Hann hefur borið á það tilbúinn áburð öðru hvoru.
Gróðurfar landsins er nú gerbreytt. Heilgrös eru að
ryðja sér til rúms og munu von bráðar útrýma hálf-
grösum að mestu. Þarna var l)ezti bithagi fyrir kýr,
sem áður var lítils — eða einskis virði.
Nýmælið hjá Magnúsi er það, að láta landið liggja
óbylt svona Iengi et'tir að það var þurrkað að fullu.
Nú er þarna afbragðs túnstæði, sem mun, þegar búið
er að rækta það, geta gefið 70—80 hesta af töðu af
lia. Á þennan hátt eiga bændur að haga ræktun sinni
framvegis. Magnús er eini bóndinn, hérlendis, sejn ég
veit um að hafi þurrkað land í stórum slíl og notað
það síðan sem bithaga um alllangt árabil, áður en
það er fullræktað. Ég vil ráðleggja sem flestum
bændum að skoða mýrina hans Magnúsar. Gera
samanburð á óræktarmýrinni við hliðina á þurrkaða
landinu, sem nú er að breytast í eitt frjóasta harð-
velli, sem til er hér á landi. Slíkir sýnisreitir þyrftu að
vera í flestum byggðarlögum, svo að bændur gælu
séð að hverju beri að keppa varðandi mýraræktina.
IX.
Sumarið 1935 var sýnilegt, að mikið atvinnuleysi
var framundan. Fjárlög þess árs heimiluðu, að nokkr-
um hluta atvinnubótafjárins mætti verja til þess að
undirbúa land til nýbýla. Landbúnaðarráðherra fól
ínér í ágústmánuði 1935 að gera, svo að segja fyrir-
varalaust, tillögur um, hvar hafin skyldi vinna að
framræslu lands þá í næsta mánuði. Landið varð að
vera eign ríkissjóðs, þar sem tími leyfði ekki að fá
heimild Alþingis til landkaupa.
Tillögur mínar voru þær, að hafin skyldi fram-
ræsla á því landi, sem ríkið hafði eignazt lir Kald-
aðarnestbrfunni í Sandvikurhreppi. Land þetta er í
svonefndri Breiðumýri, og liggur að veginum frá Ölf-
usárbrú niður á Eyrarbakka. Óvildarmenn þessa