Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 58
BÚNAÐARRIT
208
Kleifafé, þá er mikill hluti af því aðeins blendingar
af því kyni og hyrndu fé, seni þar var fyrir. Fer þessi
blöndun enn fram og kollótta féð ryður sér smám
saman meira og meira til rúms og Kleifablóðið í stofn-
inum fer vaxandi.
Kleifakynið hel'ur breiðst út frá Kleifum i Gils-
firði. Dreifðist það fyrst út um Gilsfjörðinn og' Bæjar-
hreppinn, þar einkum lit frá fjárbúi Sverresens sýslu-
manns í Bæ. Norður eftir Strandasýslunni barst það
siðar.
1 fjárræktarbúinu á Tindi í Kirkjubólshreppi var
ræktað Kleifafé. Það bú slarfaði ekki lengi, var lagt
niður 1911, en þegar jiað var selt keypti Gunnlaugur
Magnússon, bóndi á Ósi í Steingrímsfirði, nokkrar
kindur úr lniinu og þar á meðal einn hrút, sem talinn
er vera forfaðir yfirgnæfandi meiri hluta af hinu
kollótta fé í Steingrímsfirðinum, sein svo hefur
breiðst þaðan víðs vegar um landið.
Þessi umræddi hrúlur liefur verið afburða góð
kind og kynhreinn, því að fé Gunnlaugs bóndi á Ósi
hélzt mjög lengi ágætlega vænt án nokkurrar blönd-
unar, en nú síðari árin hefur þar samt komið fram
nokkur lirkynjun, sem orsakast óefað af náinni skyld-
leikarækt áratugum saman.
Fjárræktinni liefur lengi verið nokkur sóini sýndur
í Strandasýslu, enda hefur bændum þar orðið mikið
ágengt í starfi sinu. Vænleiki dilka á Borðeyri og
Hólmavík er og hefur verið um skeið mefri en á nokkr-
uin öðrum stöðum á landinu. Þar fylgisl líka að góður
fjárstofn, sem bændur leggja sig fram með að rækta,
góðir landkostir ásamt nokkurri fjörubeit á fjölda
jarða og síðast en ekki sízt ahnennur skilningur á því
að fóðra þurfi féð vel, lil þess að það geti gefið mikinn
arð. Fóðurbirgðafélögin munu hin síðari árin hafa
ált mjög drjúgan þátt í því að auka afurðir fjárins,
einkum í Kirkjubóls- og Hrófbergshreppuin, enda eru