Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 26
17(5
BÚNAÐARRIT
lokræsi eru of grunn, svo að túnin eru meira og
minna vatnssjúk. Nú er í ráði að dýpka affallið og
aðalframræslukerfið til þess að bæta úr þessum göll-
um. Eg vona að „Síbería“ geti orðið fyrirmynd um
það, hvernig eigi að þurrka Flóann, svo að reglulega
gott land fáist til túnræktar.
Yrirleitt hafa menn haft horn í síðu þessa fyrir-
tækis í Kaldaðarnesmýrinni. Ýmsir hafa talið það
óráð að bera þar niður. Jafnvel menn, sem mjög
framarlega standa í ræktunarmálum, og bera gott
skynbragð á þá hluti, hafa talið þetta liálfgert
feigðarflan. Að mínum dómi er þetta hinn mesli mis-
skiiningur.
Flóinn er eilt víðáttumesta mýrlendi hérlendis.
Þótt þurrkun ,,Síberíu“ gerði ekkert annað, en gefa
allverulegar bendingar um það, á hvern hátt eigi að
framkvæma þurrkun Flóans, þá mundi það eitt
l)orga að fullu ])að fé, sem til „Síberíu" hefur gengið.
Þvi að þrátt fyrir Flóaáveituna og það gagn, sem hún
gerir í bili, þarf enginn að ætla, að ekki verði að hugsa
um túnrækt þar. Og framtíðartakmarkið verður að-
eins eitt í þessum efnum: það er með tíð og tírna að
fullþurrka allan Flóann. Þurrkun „Síberíu" er fyrsta
spor i þá ált, að fá vitneskju um, hvernig beri að
framkvæma það verk.
Ýmsir spyrja: Hvers vegna er ekki farið að taka
„Síberiu“ til ræktunar? Og ég hef orðið var við þann
ótta hjá mörgum, að af því að landið liggi þannig
nokkur ár, þá hljóti verkið að vcra að meslu ieyti
ónýtt og því fé á glæ kastað, sem til þess hefur verið
varið. Hér kemur greinilega í ljós vanþekkingin á því,
hvernig á að framkvæma mýraræktun. Sú skyndi-
ræktun, sem við, illu heilli, höfum neyðzt til þess að
hafa að undanförnu, hefur svo mjög ruglað hugi
flestra, að þeir telja allt að því hættulegt, ef þurrkað
land fær að standa nokkur ár áður en það er tekið til