Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 115
BÚNAÐARRIT
205
Dilksnesættinni, Svaðastaðaættinni og Hindisvíkur-
ætlinni. Það þarf að flétta þessar ættir saman, með
ströngu úrvali og vísindalegri nákvæmni og vand-
virkni. Þá eru Geitaskarðs-, Kirkjubæjar- og Þorkels-
hólsættirnar ágætur grundvöllur fyrir ræktun dráttar-
hesta, einnig mætti til mikilla bóta flétta þætti úr
öllum hinum ættunum í vinnuhestastofn, sérstaklega
frá Nasa-, Árnanes- og Svaðastaðaættunum. Dilksnes-
og Hindisvíkurættin eiga þar síðnr heima. Dilksnes-
ættin fyrir það, að hennar ríkjandi kostur er fínleiki
í hreyfingunum, en vantar kjark og taugastyrkleika.
Hindisvíkurættin sökum þess, að hún er yfirleitt of'
létt- og fínbyggð og lundin ekki nógu róleg. Hin
hverfula lund fjörhrossins er þar svo ríkjandi. Þó
liefur Kári l'rá Grímslungu 194, ágæta dráttarhests-
eiginleika, sem hann hefur frá móðurinni.
Þá mætti einnig skapa nijög skemmtilega keyrslu-
hesta fyrir léttiakstur, sem hér er lítið notað, en
líðkast víða erlendis, bæði til gagns Qg skemmtunar.
Nasa- og Svaðastaðaættin hefðu þar mest skilyrði,
einnig vissir stofnar Hindisvíkurættarinnar.
Til þess að lcoma þessum málum í gott horf, þarf
hetri skipulagningu og ákveðnari starfsaðferðir.
Ræktun reiðhestsins þarf að fela þeim mönnum og
samtökum þeirra manna, sem hafa sérstakan áhuga
fyrir því. Þar á ég við hestamannafélögin. Þau eru
til víða á landinu og þurfa að vera til í hverri sýslu.
Þau eiga að mynda með sér samband, með því mark-
miði að rækta og gangast fyrir kynhótum reiðhesta.
Þau eiga að halda stóðhesta, og sýningar fyrir hryss-
ur af reiðliestakynjum. Þannig þurfa þau að starfa í
sambandi við Búnaðarfélag Islands, og ríkisvaldið á
að styrkja þessa starfsemi eins og aðrar kynhætur
islenzka bústofnsins. Þetta eru tillögur mínar í þessu
máli, og hestamannamótið á Þingvöllum, síðaslliðið
17