Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 84
Fjöldi lirossa Fjöldi hrossa Fjölgun
1939 1934 i heilcl i pCt
A.-Skaftafellssýsla .. 774 750 24 3,2
Múlaxýslur 2613 2571 42 1,6
Eyjafjarðarsýsla .... 1854 1667 187 11,2
Skagafjarðarsýsla ... 6211 5223 988 18,9
Húnavatnssj'slur .... 9751 6661 3090 46,4
Samtals 36280 29922 6358 21,2
Orsökina fyrir þessari mihnkun hrossanna sýnir
tafla 2 sennilega að miklu leyti. Það mun vera hin
geysilega fjölgun, sem hefur verið á siðustu fimm ár-
um. Með svona stórstígri fjölgun verður ekki hjá því
komizt, að láta hryssurnar fyljast mjög ungar' og á
liverju ári. En það dregur mjög úr þroska þeirra
sjálfra og afkvæma þeirra. Þá er einnig líldegt að
sums staðar verði hagarnir of setnir og fóðrunin og
umhirðan minni.
Næsti hluti töflu I er yfirlit yfir stóðhestana. Það
cr eftirtektarvert, hve sýslurnar hagnýta þá misjafn-
lega. Ef teknar eru þær sýslur, þar sem dálílil fjölgun
liefur verið, og athugað hve margar hryssur, 4 vetra
og eldri, koma á hvern sýndan stóðhest, þá hefur
Rangárvallasýsla ............ 43,6
Húnavatnssýsla .............. 21,4
Árnessýsla ................. 104,0
Skagafjarðarsýsla ........... 36,4
Eyjafjarðarsýsla............ 120,0
Hinar sýslurnar tek ég ekki með í samanburðinn,
vegna jæss að þær eru ekki veruleg hrossaræktar-
héruð, og fjölgunin og viðhaldið hjá þeim, er fengið
að nokkruleyti með aðkeyptum hrossum. Mismunur-
inn hér, getur legið að einhverju leyti í því, að sýn-
ingarnar eru misjafnlega vel sóttar, en 4. dálkur í
töflu I dregur þó úr þeirri grunsemd, nema hvað
Rangárvallasýslu snertir. Á þessu sviði er Árnes-