Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 95
BÚNAÐARRIT
245
isl lítið út. Svo mér sé kunnugt eru aðeins þessir
stóðhestar notaðir út af honum.
1. Þróttur, f. 1934. Eigandi: Hrossaræktarfél. Holta-
hrepps, Rangárvallasýslu. Hann er sonarsonur
Skúms, undan Stjarna frá Bakkakoti og Flugu
frá s. st. Hann er leirljós, 135—149—17,5—6,0.
Þróttur er frekar smár hestur og fingerður, en
fríður er hann og létt yfir honum. Hann hlaut
2. verðlaun 1940 að Djúpadal.
2. Léttir, f. 1936. Eigandi: ísleifur Pálsson, Ekru.
Brúnn, 141—178—19,5—6,6. Léttir íekk 3. verð-
laun vorið 1940 að Djúpadal, en svo sá ég hann
aftur á afkvæmasýningu við Odda urn haustið,
og hafði hann þá tekið miklum breytingum og
þroskast yfir sumarið.
3. Glói, f. 1937. Eigandi: Tilraunabú Búnaðarfél.
fsl. á Sámsstöðum. Hann kom þriggja vetra á af-
kvæmasýninguna við Odda, og virtist mér hann
afar efnilegur, en þá átti Elías Steinsson í Odd-
hól hami. Hann er rauður og glófextur og mál
hans á afkvæmasýningunni voru 139—-170—18
—6,5. Glóa tel ég beztan þessara frænda og tengi
miklar vonir við hann. Þótt hann sé ekki not-
aður í neinu hrossaræktarfélagi, vonast ég til,
að hann verði hagnýttur vel, enda veit ég, að
Klemens á Sámsstöðum er fús til að leyfa ná-
grönnunum að nota hann.
Eg hyg'g, að Skúmur hafi verið einhver bezti slóð-
bestur, sem notaður hefur verið í Rangárvallasýslu
undanfarin ár, og sökum þess live afkvæmi lians eru
dugleg að bjarga sér, eru lioldsöm og ná miklura
þroska við liarða aðhúð, mun þessi stofn eiga mjög
vel við Rangárvallasýslu. Að ýmsu leyti er likt með
afkvæmum Skúms og Nasa frá Skarði, og ég hef trú
á, að það mætti flétta saman þessa tvo stofna með