Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 14
164
BÚNAÐARRIT
varðandi ræktun siðaslliðin 15 árin. Hér mun ekki
verða gefið neitt heildaryfirlit um jarðabætur og
húsabætur, sein styrks njóta samkvæmt jarðræktar-
lögunuin. Tveir meginþættir snertandi ræktunarrúálin
eru þess eðlis, að þeir sýna nokkurn veginn greini-
lega heildarmynd af ræktunarmenningu okkar, það
er túnstærðin og túngæðin annars vegar og hirðing
áburðarins hins vegar.
Hér mun þess vegna verða gefið yfirlit um tún-
stærð, túnasléttur og byggingu áburðargeymslna frá
aldamótum.
Skýrsla þessi þarf nokkurra skýringa við og skal
þetta tekið fram í því sambandi:
Árið 1900 eru öll tún á landinu talin 16943 ha., en
árið 1910 er stærð þeirra talin vera 18591 ha., eða
rúml. 1600 lia. meiri. Nýrækt og túnasléttur eru
taldar sainan og nema þær til 1910 2468 ha. Sam-
kvæmt þessu hefðu túnaslétturnar þetta 10 ára tíma-
hil aðeins átt að hafa numið rúnium 800 ha., en ný-
ræktin rúmum 1600 ha. I>etta getur ekki verið rétt.
Þessi ár liefur áreiðanlega einkum verið unnið að
túnasléttun, en mjög lítið að nýrækt. Túnstærðin
hlýtur þess vegna að hafa verið meiri um aldamót,
en skýrslur telja. í landshagsskýrslum eru og færð
rök að því, að svo muni vera. Með því að taka meðal-
tal af túnslærð áranna 1900 til 1910, eins og hún er
talin vera í landshagsskýrslum, mun komizt nálægt
réttri túnslærð um aldamót. Sé þetta gert, fæst talan
17827. Þessi tala er látin tákna stærð túnanna um
aldamótin. Svo eru túnasléttur hvers árs réiknaðar i
hundraðshlutum af túnstærðinni 1900. Frá 1900 til
1940 eru túnasléttur alls 9924,6 ha. eða 55,6% af
lieildarstærð túnanna um aldamót. Samkvæmt þess-
um útreikningi ætti hartnær helmingur af túnum
landsins, sem til voru um aldamót, að vera óhreyfð
ennþá.