Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 19
165)
BÚNAÐARRIT
hluta túnanna er enn þýfður, eða þá slétlaður fyrir
svo löngu síðan, að þeirrar vinnslu gætir næsta lítið.
Þessi hluti túnanna getur tæpast talizt ræktaður, þótt
hreytt hafi verið á þýl'ið áburði, um allt að þúsund
ár. Yfirleitt spretta þýfðu túnin verr en þau, sem
jilægð hafa verið, og draga því meðaltöðufallið niður.
Jarðvinnslu þess lands, sem ræktað hefur verið, er
oft ábótavant. íslenzkur jarðvegur er yfirleitt erfiður
í vinnslu. Oft hefur orðið að notazt við léleg verkfæri
og hraða jarðvinnslunni sem mest. Er j)á að vonum,
að nýræktin hefur oft verið unnin of illa og of
grunnt. Iðulega hefur því verið lokið á einu ári, sem
eftir eðlilegum hætti hefði ált að standa yfir 2—3 ár.
Þannig hefur allmjög tíðkazt, að sá grasfræi sama ár
og jörðin var plægð í fyrstu. Þess er ekki að vænta,
að tún, sem ræktuð eru á þennan hátt, gcfi jafngóða
raun og þar sem nieiri vandvirkni er gætt.
Skyndiræktun sú, er hér hefur tíðkazt, er afsakan-
leg, skoðað frá því sjónarmiði einu, hvílik nauðsyn
har til að hraða ræktunarframkvæmdum sem mest.
Yfirleitt er talin óhæfa að sá grasl'ræi fyrr en jörðin
hefur verið forræktuð eitt til þrjú ár áður. íslenzkir
bændur gátu ekki beðið svo lengi eftir því, að aulca
töðufallið. Ress vegna tel ég þá skyndiræktun, sem
einkennt hefur jarðrækt okkar undanfarið, afsakan-
lega og jafnvel réttmæta. Hitt er jafn víst, að við
verðum að taka upp aðra ræktunarhætti. Sömu rækt-
unarhætti og tíðkast hjá nágranna- og frændþjóðuin
okkar. En þær standa flestum þjóðum framar í öll-
uin ræktunarmálum. En þar er jörð, sem á að gera að
túni, ræktuð á þann hátt einan, að grasfræi er ekki sáð
i landið i’yrr en korntegundir, kartöflur eða rótar-
ávextir hafa verið ræktaðir nokkur ár áður.
Lengi vel var þaksléttan eina ræktunaraðferð
okkar. Nú eru flestir að vonum hættir slíku. Þá tók
græðislétluaðferðin við, og er enn algengasta rækt-
n