Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 20
170
BÚNAÐARRIT
unaraðferðin. Það er ódýr skyndiræktun, sem einungis
á tilverurélt þar, sem jarðrækt er á frumstigi. Full-
komin túnrækt er það eitt, að sá grasfræi þegar
jörðin hefur verið hæfilega undirbúin til þess. Til-
raunastöðvar okkar og einstakir búnaðarfrömuðir
hafa sannað það ótvírætt, að ræktun með sáningu
grasfræs er sjálfsögð — og það má bæta því við —, að
hér eftir er það eina túnræktaraðferðin, sem á að
nota.
Við liöfum í 40 ár verið að fálma okkur áfram,
höfum verið að þreifa fyrir okkur um það, hvernig
við ættum að nota grasfræ við ræktun túns hér á
landi. Nú er ísinn brotinn. Nú vitum við hvernig á
að fara að til þess að rælcta tún, sem er öruggt á
hverju ári að gefa 50—00 hesta af ha. En það er eitt,
sem lieldur niðri meðaleftirtekju af túnum okkar,
hversu lítið sáðsléttuaðferð hefir enn verið notuð við
túnrækt.
Áburðarskortur er mjög algengur, einkum líður
nýræktin víða vegna þess. Tilbúinn áburður er dýr
og kynoka bændur sér við að kaupa eins mikið af
honum og túnræktin heimtar. En þess æltu þeir að
vera minnugir, að taka aldrei stærra land til rækt-
unar en svo, að þeir geti borið vel í það. Að hafa stórt
tún svellifóðrað er álíka skynsamlegt og að hafa 20
kýr í fjósi illa fóðraðar, sem gefa ekki meiri mjólk
en 10 kýr vel fóðraðar og rétt með farnar gætu gefið.
Hér hefur verið bent á nokkur atriði, sem valda
því, að meðaleftirtekja íslenzkra túna er enn innan við
40 hesta af ha. Með vilja hef ég geymt að drepa á
veigamesta atriðið, það atriðið, sem mestu veldur
um rýra eftirtekju. Og skal nú farið um það nokkr-
um orðum.
Vönlun á framræslu er án efa veigamesta ástæðan
og mestur galli á túnrækt okkar. Eins lengi og hægt
var, forðuðust bændur að talca mýrar til túnrælctar.