Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 9
BÚNAÐARRIT
159
stuðlaði að meiri vandvirkni og efldi á þann hátt
sem bezta ræktun.
Þeir, sem séð liafa ofsjónum yfir því fé, sem til
jarðræktarinnar hefur gengið, hampa þvi mjög, hve
illa gerðar jarðabæturnar séu. Það hefur jafnvel verið
gengið svo langt af mönnum, sem þó vilja láta taka
mark á orðuin sínum, að þeir halda því fram, og að
því er virðist í fullri alvöru, að allar jarðræktarfram-
kvæmdir í sveitum séu ónýtar og einskis virði. Þótt
það í sjálfu sér taki varla að svara annarri eins vit-
leysu og þetta er, þá tel ég þó rétt að draga saman i
eins stuttu máli og unnt er, hvað unnið hefur verið
síðan jarðræktarlögin öðluðust gildi, og hvaða árang-
ur hefur af því orðið.
Þegar jarðræktarlögin voru sett 1923, munu sumir
hafa haldið að þau vektu enn róttækari ræktunar-
öldu en orðið hefur. Ég minnist þess, að húnvetnslcur
hóndi sagði við mig 1924, að nú hlyti hver einasti
bóndi á landinu að taka til starfa. En hann óttaðist
mest að útgjöldin, vegna laganna, mundu sprengja
ríkissjóðinn. Hvorugt hefur rætzt. Enn eru allmargir
bændur, sem engar ræktunarbætur hafa gert. Sam-
kvæint lauslegri athugun um einn fimmti til einn
sjötti hluti allra bænda. Útgjöld ríkissjóðs hafa
aldrei orðið nema rúmlega hálf milljón króna árlega.
Má fullyrða, að engu fé úr ríkissjóði hafi verið varið á
betri hátt, og jafnmikill árangur ekki sézt af neinum
fjárveitingum úr ríkissjóði og þessum.
Þess er ekki að vænta, að jarðræktarmenning
okkar sé komin á hátt stig enn. Það er tæplega öld
síðan að bændur hófu ræktunarstörf að nýju. Og í
fyrstu var aðeins um litla viðleitni fárra manna að
ræða. Aðeins síðustu 2 áratugina hefur meiri liluti
bænda fylkt liði til þess að berjast við þúfurnar og
sigra þær. Þeir, sem þar hafa varðað veginn, eiga al-
þjóðar þöltk slcilið.