Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 33
B ÚNAÐARRIT
183
Þá myndu félög bænda, hreppabúnaðarfélög eða
sérstök ræktunarfélög, standa að starfrækslu sumra
skurðgrafanna. í flestum sveitum landsins eru verk-
efni óþrjótandi. Alls staðar bíða mýrarnar eftir því
að hafist sé handa um þurrkun þeirra. Fúnir og
fúlir mýraflóar geta á fáum árum breytzt í ilmandi
akra, ef rétt er að farið.
Það er nokkur.t álitamál, hvernig eignaryfirráð á
vélunum ættu að vera. Vel má hugsa sér það fyrir-
komulag, að rikið eigi slturðgröfurnar og leigi þær
síðan félögum bænda eða annarra jarðyrkjumanna.
Ég tel þó eklci líklegt, að þessi leið verði farin. Það er
alltaf óheppilegt, að annar eigi hlutinn en sá, sem notar
hann. Vill þá oft við brenna, að ekki sé jafn vel hirt
um hann og annars mundi gert. Einkum er hætta
á, að þegar ríkissjóður er eigandi, verði gerðar hóf-
lausar kröfur til hans um hitt og annað, varðandi
viðhald skurðgrafanna. Ég tel þess vegna miklu
heppilegra að þessu verði komið í það horf, að fram-
ræslufélögin sjálf eigi skurðgröfurnar, þótt ríkis-
sjóður verði að sjálfsögðu að leggja fram allmikinn
hluta af kaupverði þeirra. Ég tel þvi að ríkið eigi
ekki að eiga aðrar skurðgröfur en þær, sem það
lætur sjálft satrfrækja. En annars myndi bæjarfélög,
búnaðarfélög eða sérstök framræslufélög eiga gröf-
urnar og starfrækja þær.
Fari svo á næstu árum, að k'eypt verði eitthvað af
skurðgröfum, sem heppilegar reynast við túnrækt,
þarf að breyta jarðrælctarlögunum, með tilliti til
hinnar nýju starfsaðferðar í ræktunarmálum. Það
þarf að koma nýr kafli í lögin um framvæslu með
skurðgröfum. Þar þarf að vera ákveðið um skipulag
og starfshætti félaga, sem réttindi fá til þess að
starfrækja skurðgröfur. Þá þarf þar að ákveða,
hversu mikinn hluta af stofnkostnaði vélanna ríkis-
sjóður greiði. Sömuleiðis þarf að sjá félögum fyrir