Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 76
226
BÚ NAÐARRIT
er lika sveltifóður, og engin von um, að þær kýr sýni
nokkurn arð. Af því geta kýrnar ekki myndað meiri
mjólk en J)að, að viðhaldsfóðrið fáist nokkurn veg-
inn borgað. Það verður því að teljast sök hændanna
sjálfra, sem þessar kýr eiga, að Jieir hafa lítinn eða
engan arð af kúabúum sínum. Bændur hafa ekki
gel'ið kúnum möguleika til að sýna hvað J>ær gælu,
ekki iálið þær hafa efni til að vinna úr, og meðan
svo er, gela þeir ekki ásakað lcýrnar, heldur sjálfa sig.
En á nokkrum verri bæjunum er lcúnum gefið svo
mikið, að ætla mætti, að þær gætu mjólkað meira en
J>ær gera. Svo er því varið um nr. 4, 5, 14, 16, 23 og
þó sérstaklega 24 þar sem meðalkýrin fær í innifóðr-
inu, efni í meiri mjólk, en hún mjólkar allt árið. Þar
er einhverju öðru til að dreifa en J)ví að kýrnar liafi
ekki efni til að mynda mjólk. Þar getur annað komið
til greina. Skal ég fyrst benda á það, að kýrnar sjálfar
hafi ekki starfsgetu til að umsetja meira. Það er mjög
liklegt að því sé þannig varið með kýrnar bæði á
nr. 23 og 24. En þar getur lika komið annað til sög-
unnar. Á bæ nr. 5, sem er einn af þeim þar sem
kýrnar mjólka óeðliiega lílið miðað við vetrargjöf-
ina, mun ástæðan að verulegu leyti liggja í aðbúð-
inni sem kýrnar eiga við að húa. Árið 1940 var fimm
sinnum skipt um fjósamann. Það má mikið vera ef
það er ekki meginástæðan til J)ess live lítinn arð
meðalkýrin sýnir á þeim bæ. Því að auk J>ess, sem
kýrnar þurfa að hafa næg efni til mjólkurinyndunar,
J)á Jnirfa Jiær líka að starfa við þau skilyrði, að Jiær
séu glaðar i slarfi sínu. Það þarf milli kúnna og liirð-
isins að myndast sem nánust vinátta, svo að kýrin
leggi sig fram til að gera sem bezt og mest. Með J>ví
verða afköstin meiri og vinnan kúnni eðlilegri og
Jéttari. En þar sem stöðugt er skipt um hirði, eins
og var 1940 á bæ nr. 5 af verri bæjunum, er Jiess
aldrei að vænta að vináttusamband myndist milli