Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 59
BÚNAÐARRIT
209
þau svo vel starfrækt að önnur fóðurbirgðafélög taka
þeim eigi fram neina, ef vera kynni félag Bárðdæla.
Það má undanskilja Árneshreppinn. Þar er fremur
lélegt fé, yfirleitt lítið ræktað og sýnilega ver fóðrað
en fé sunnar í sýslunni.
Það afbrigði Kleifafjársins, sem myndazt hefur í
Strandasýslu, er að nokkru frábrugðið því afbrigði,
sem nú er í Ólafsdal og á sumum bæjum þar í grennd.
Strandasýslu féð er yfirleitt fótahærra, stærra, þyngra
og þess vegna þurftar meira en Ólafsdals afbrigðið.
Þetta mun einkum orsakast af því, að fé það á Strönd-
um, sem Kleifaféð blandaðist við, var að sögn stórt,
fremur holdþunnt og þurftarmikið en mjólkurlagið,
líkt því fé, sem nú er við líði á norðvesturhorni lands-
ins í Sléttuhreppi og Grunnavíkurhreppi
Strandaféð nú er mjög svo heppilegt fyrir sína átt-
haga. Lífsskilyrðin eru þar svo góð, að þetta stóra fé
nær að safna miklum holdum og gefur því bæði
miklar og góðar al'urðir. En til brottflutnings, til land-
rýrari héraða, þori ég' eklti að mæla eins með því
og Ólafsdalsfénu eða öðru fé af því afbrigði, enda
hefur reynslan sýnt það, að fé af Öskyninu hefur víða
ekki reynzt eins þolið og gengið fremur úr sér, en
le frá Ólafsdal og Kleifum.
Strandamenn, sem vilja eiga kollótta féð, eiga að
stefna að því, að útrýma sein mest þeim eiginleikum
úr fé sínu, sem minna á gamla hynda féð, svo sem
liníflum eða hornum, þunnum herðum og þunnum
holdum á baki, um bóga og í lærum.
Ullin á Strandafénu er tæplega cins mikil og góð
eins og ullin á Kleifafénu í Gilsfirði, og er þörf á að
bæta og auka ull á Strandafénu.
Norður-ísafíarðarsýsla.
Tafla B gefur til kynna, bvaða- hrútar lilutu I.
verðlaun í N.-ísafjarðarsýslu.