Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 69
BÚNAÐARRIT 219
kosli eklcert. Það sé því leiðin til að hafa sem mest
gagn af kúnum, að hafa þær sem flestar að vetrinum
á sem minnstum heyjum, svo að þær að sumrinu séu
nægilega margar til að nota hagana, og vinna mjólk
úr grasinu, sem þær sækja þangað. Ég er oft búinn
að reyna að sýna mönnum fram á það áður, að þessi
skoðun er röng. Sýnilega hefur mér ekki tekizt enn
að sannfæra alla. En reynslan á þessum bæjum ætti
að geta ojtnað augu þeirra, sem enn lifa í þessari trú,
og skal ég koma betur að því síðar.
Þá koma þrír dálkar þar sem ég her saman arð
kúnna. Við þann samanburð hef ég reiknað fituein-
ingu á 9 aura, en það er sem næst það verð, sem
bændur á Verðjöfnunarsvæði Reykjavikur og Hafnar-
fjarðar fengu fyrir liana 1940. Reiknað töðukíló-
gramm lief ég verðlagt á 20 aura, og mun það líka
vera sem næst því sem gangverð var á töðu að
minnsta kosti framan af árinu. Meðalkýrin á betri
bæjunum skilar kr. 042,5(5 meira fyrir mjólkina en
nam fóðurkostnaði, en á verri bæjunum er það að-
eins 124,09, og er það ekki nema fyrir hirðingu. Kýrn-
ar á þeim hafa því raunverulega engan arð gefið. Og
á sumum bæjunum eins og nr. 2, 3, 4, og 23, nægir
verð mjólkurinnar ekki einu sinni til að'borga fóður-
kostnaðinn. Kýrnar þar eru ómagar á búinu.
Það má líka gera þetta upp á annan hátt. Hyggnari
bændurnir hafa kr. 518,47 meira fyrir fóðurkostnað-
inn en liinir. Ef báðir hefðu ált að vera jafnvel
haldnir með sín kúabú eða fá jafnan arð eftir þau,
þá liefðu óhyggnari bændurnir þurft að fá 518,47:
1964 eða 26 aurum meira lyrir hvern mjólkurlítra
sem þeir lengu en hinir. Á sama hátl hefðu þeir þurft
518,47:6761 eða 7,7 aurum meira fyrir hverja lituein-
ingu. Kannski sýnir þelta betur en flest annað, hver
niunur er á meðalkúnum á þessum tveim hópum
heimila, og live eðlilegt það getur verið, að einn