Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 18
168
BÚNAÐARRIT
Frá aldamótum hefur töðufallið gert allmildu
meira en tvöfaldazt. Frá setningu jarðrælttarlaganna
hefur það fyllilega tvöfaldazt. Uppskera af hverjum
ha. virðist vera nokkru meiri nú en var um 1924,
sennilega 7—8 hestum meiri.
Þelta er hinn sýnilegi árangur jarðræktarlaganna,
600—'700 þús. hesta töðuauki. Þess vegna hafa
bændur getað hætt að nytja mikið af lélegustu út-
engjaslægjum. Enda má fullyrða, að ræktun síðustu
ára, eða öllu heldur sú taða, er af nýræktinni hefur
fengizt, hafi bjargað mörgum sveitum og jafnvel heil-
um byggðarlögum frá því að fara í auðn.
VII.
Nú er eðlilegt að spurt sé: Eru túnin nægilega vcl
ræktuð með þeirri eftirtekju, sem nú er, 36—38 hest-
um af ha. Margir bændur, sem rækta tún sín vel,
hafa fengið ár eftir ár sem svarar 50—60 hestum af
ha. Hjá lilraunastöðvunum hefur fengizt uppskera,
sem nemur nokkuð á annað hundrað hestum af ha.
Ekki kemur að vísu til mála að gera kröfur til þess,
að tún séu almennt ræktuð svo, að sú uppskera fáist.
En til þess að hægt sé að segja, að tún séu í góðri
rækt, þurfa að fást af þeim 50—55 hestar af ha. Það
er sú lágmarkskrafa, sem hver hóndi á að gera til sín
og síns túns. Ef töðufallið er ekki nema 30 hestar, eða
ef til vill minna, þá er eitthvað verulega athugavert
við það, og sjálfsagt úr því að bæta áður en tekið er
til við nýrækt að nýju.
Ástæður til þess, að meðal töðufall af túnum okkar
er ekki meira en hér hefur verið nefnt, þrátt fyrir það,
þótt reynsla margra búnaðarfrömuða hafi ótvírætt
leilt í Ijós, að skilyrði, hæði livað jarðveg og veðráttu
snertir, lcyfa allmikið meira, eru án efa margar. Hér
skal aðeins lauslega drepið á þær helztu.
Hið fyrsta, sem nefna ber, er það, að allt að