Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 85
BUNAÐARRIT
235
sýsla fyrirmyndin. Hún hefur fáa, en yfirleitt góða
stóðhesta, og lnin hefur mörg lirossaræktarfélög og
nærfellt allir stóðhestarnir eru innan þeirra vébanda.
Með því að hafa aðeins einn stóðhest á hverjar 100
hryssur, hefur hún saml fengið fjölgun, sem nemur
nálega 16 pct á 5 árum. Til ofurlítillar málsbótar, ef
málsbót skyldi kalla, fyrir sýslurnar þrjár, Hún.,
Rang. og Skag., er rétt að taka það með í reikninginn,
að í raun og veru er viðkoman meiri en fjölgunin
gefur til ltynna, þar sem er árlega mikil slátrun á
ungum hrossum.
Næsti hluli töflunnar, dálkar 16, 17 og 18, er
frekar óábyggilegur. Tölurnar um fjölda folalda eru
teknar úr búnaðarskýrslum, en þær eru teknar á
fardögum, en þá er talsvert af folöldum ófætt. En i
stórum dráttum ættu tölurnar að sýna hlutföllin
milli sýslnanna. Húnavatnssýsla hel'ur aðeins um 10
folöld á hvern sýndan stóðhest. Það er óhagsýni, og
þar sem hún hefur það mikið af góðum stóðhestum,
að það koma aðeins um 38 folöld á hvern 1. verðl.
hest, þá væri Húnvetningum óhætt og rétt að vana
talsverðan hluta af lakari endanum. Rangárvalla-
sýsla þarf að bæta stóðhestastofn sinn, þar sem um
120 folöld koma á hvern 1. verðl. stóðhest. Nokkuö
svipað gildir fyrir Skagafjarðarsýslu.
Næst Iýsi ég ættum og einstökum stóðheslum.
Skarðs-Nasaætt.
Um Nasa 88, vil ég vísa til þess, sem um hann er
áður ritað, m. a. í Búnaðarriíinu 1938 hls. 72, og i
„Hestar“ bls. 101, ásamt mynd nr. 110.
Nasi er fæddur Matthíasi Jónssyni frá Skarði, var
seldur Hrossaræktarfél. Gnúpverja árið 1928, og var
felldur haustið 1940.
Sökum þess að Nasi er einhver liinn merkilegasti