Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 62
212
BÚNAÐARRIT
Bczti hrúturinn í Vestur-ísafjarðarsýslu, er Prúð-
ur Ágústs Guðmundssonar á Sæbóli á Ingjaldssandi.
Hann er ættaður frá Jóhannesi Davíðssyni í N.-
Hjarðardal í Dýrafirði, áhugasömum fjárræktar-
manni. Prúður þessi er með lýtaminnstu hrútum,
sem völ er á, bæði þolslegur, vel vaxinn, holdgóður,
og þó sérstaklega ullarmikill og ullin bæði þelgóð,
togmikil og sterk.
Féð í V.-ísafjarðarsýslu er flest hyrnt, Kleifa-
blendingar eru þó til. Þingeyskt fé liefur ekki náð
þar mikilli útbreiðslu, en flest féð líkist mest hún-
vetnsku og skagfirzku fé í útliti.
Barðastrandarsijsla.
Tafla D. gefur lil kynna, livaða hrútar fengu I.
verðlaun í Barðastrandarsýslu.
í Ketildala- og Tálknafjarðarhreppum, og á Rauða-
sandi, er féð vænt. Þar voru sumir I. verðlaunahrút-
arnir ágætar kindur.'v
Fé þarna er yfirleilt hyrnt en allsundurleitt á svip,
enda hafa kynbótahrútar verið fengnir víða að, t. d.
af þingeysku fé, Gottorpsfé og fleiri stofnum.
í Barðastrandarhreppi eru hrútar mjög lélegir.
Fullorðnu hrútarnir þar, voru 10 kg léttari að meðal-
tali, en hrútar í hreppunum þar fyrir vestan. Ekki
vantaði þó, að þeir væru stórir. Má með sanni segja,
að í þessari sveit séu mjög fáir nothæfir hrýtar, sakir
holdþynnltu og slánalegs vaxtarlags. Þyrflu Barð-
strendingar að hefjast handa hið allra fyrsta með
kynbætur á fé sínu, samfara bætlri fóðrun.
í Austur-Barðastrandarsýslu komu allmargir góðir
lirútar á sýningarnar, einkum báru jþeir þó af í Geira-
dalshreppi, en nokkru lakari í Reykhólahreppi.
í Múla- og Gufudalshreppum eru hrútarnir yfir-
leitt of hrikalegir og holdþunnir, en þó voru I. verð-
launahrútarnir þar ágætar kindur, einkum þó Kollur