Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 110
260
BÚNAÐARRIT
ættstofnar eru til á svæðinu og hefur Theódór Arn-
hjörnsson lýst þeim í Búnaðarritinu 1938, og vísast
að mestu leyti til þess. Þar lýsir hann Stokkhólma-
ættinni J)ls. 92. Af þeim stofni álít ég beztan Jarp
152, sem Hrossaræktarfél. Svínavanshrepps á. Það er
mjög vel vaxinn liestur á sérstaklega góðum fótum,
en harðlyndur er hann og var um sig. Hann hefur
mikla Jeynfestu og afkvæmin erfa bæði leosti lians og
lesli. Móri Stoklthólma 135, Slcjöldur Eyhildarholti
174 og Glaður Rútsstöðum eru allir full grannbyggðir
hestar og nokkuð veigalitlir. Einn stóðhestur hefur
hætzt í hópinn af þessum stofni, en það er,
Blesi 217, f. 1934. Eigandi: Páll Sigfússon, Hvít-
eyrum, Skagafjarðarsýslu.
F.: Jarpur 152.
M.: Rauðka, Auðkúlu.
Stokkhólma 1941. Rauðblesóttur, vagl li. auga.
Full djúpur háls. Hlutfallsgóður. 139—154—30
—6,3.
Ég álít að til blöndunar við þennan stofn væri bezt
að fá hesla af Svaðastaðaættinni og Þorkelshólsætt-
inni.
Af Heiðarættinni komu á sýningar Gylfi, Vallanesi
149, og Rauður, Ennni 175. Glyl'i er afar fríður og
fínn hestur en nokkuð lítill. Hann er kynfastur og
hefur gefið ágæt afkvæmi og eru þau vaxtarmeiri
en hann sjálfur, enda fékk hann 1. verðlaun fyrir
afkvæmi 1938. Rauður er nokkuð grófgerður hestur,
með of stuttan og grófan háls, en hinn mestu þrek-
hestur.
Af Krossanesættinni voru sýndir þeir sömu og
áður, Skolur 147 og Jarpskjóni 188. Þeir eru talsvert
likir, eru vel byggðir aftan við herðakamb, en mjög
grófir að framan. Margir kostir eru í kyninu, t. d. er
Skolur mikill gæðingur, og það þarf að vernda kosti
hans, en la inn í stofninn hetri frambyggingu. Til þess