Jörð - 01.12.1931, Síða 216
BÓKMENNTANÝJUNG
NÝ BRAUT Í ÞJÓÐFRÆÐUM,
VESTIR-SKAFTAFELLSSYSLA
og íbúar hönnar.
Drög til lýsingar á íslenzku þjóðlífi mótuðu af skaft-
fellskri náttúru, sett fram í ritgerðum af 40 fulltrúum
skaftfellskrar alþýðu.
BJÖRN O. BJÖRNSSON
bjó undir prentun og gaf út.
Vegna þess að bók þessi er ekki til sölu hjá bóksölum, er enn
unnt að fá hana keypta, þó að upplagið hafi verið mjög tak-
markað. Er að sumu leyti að líta á hana sem skaftfellskt minn-
ingarrit í tilefni alþingishátíðarinnar, en að öðru leyti sem upp-
hafsbók í nýrri tegund bókmennta og þjóðfræða. Sýnir náttúru
landsins, útilíf þjóðarinnar og mál það sem alþýðan notar
raunverulega um þessi efni — auðlegð íslenzlcrar tungu.
Bókin er um 250 bls. á stærð í 4to broti (stjórnartíðindabrot),
öll á myndapappír; myndirnar um 60, sumar heilsíða og lit-
prentaðar; bókinni fylgir vandaður sýsluuppdráttur, gerður
sérstáklega hennar vegna; er og fleiru sérstaklega til kostað, að
bókin sómi sér vel sem hátíðlegt minningarrit.
Söluupplag var aðeins rúm 500 eintök og verður bókin ekki
endurprentuð. Bókin er til sölu bæði heft og í bandi. Verð: 15
kr. heft; 20 kr. í bandi. Bókin fæst á skrifstofu ísafoldarprent-
smiðju h. f.(< Reylcjavík og í Bókaverzlun E. P. Briem Austur-
stræti, Reykjavík, og verður send þaðan hvert á land sem vill
gegn póstkröfu á kostnað kaupanda.
Er hér að ræða um bók, sem getur orðið fá-
gœt og vaxið verulega að verðmœti, bókasafns-
lega sem peningalega innan langs tima.
TJmmæli málsmetandi manna, utan sýslu og innan:
Dr. Bjami Sæmundsson (í einkabréfi til útg.): ». Gaman
væri að eiga slíka bók um allar sýslur landsins. hefi haft
óblandaða ánægju af ýmsum köflum, sömdum á ómengaðri og
hispurslausri Skaftfellsku. Það eru líka í henni ýmsar góðar
upplýsingar náttúrufræðilegs efnis. Ritið er hið skemmti-
legasta og yður Vestur-Skaftfellingum til sóma«.
Síra Magnús Bjamarson, prófastur á Prestsbakka; Skaft-
fellingur og því nákunnugur efninu (í einkabréfi til útg.):
»Bókin er prýðilega úr garði gerð og þér og sýslubúum til
sóma«.
Prentmeistari (í einkabréfi til útg.) : »Ég er hræddur um, að
bókin sé allt of 6 D Ý J?«.