Fréttablaðið - 13.02.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 13.02.2010, Síða 10
10 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR SNÆVI ÞAKINN NAUTGRIPUR Þetta naut virðist nú bara nokkuð sátt við hlutskipti sitt þar sem það nartar í gras í gegnum snjóinn í Pennsylvaníu með snjóklepra í feldinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ekki byggðir fyrir árið 2001. Verða að vera á eignarlóð. Ekki lengri keyrsla en rúm 1 klst frá Reykjavík. Verða að vera með rúmgóðri verönd og heitum pott. Ekki undir 80 fm. Eingöngu glæsilegir og vel búnir bústaðir koma til greina. Áhugasamir sendi upplýsingar um staðsetningu, verðhugmynd og myndir á villas.europe@gmail.com eða hafi samband í síma 897 8266 Hjörtur Jónasson, Námufélagi í háskóla La us n: N em an d i Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 BANDARÍKIN, AP Síðasti fulltrúi Kennedy-ættarinnar, Patrick Kennedy, hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri á Bandaríkjaþing í kosningum í haust. Þessi fræga ætt hefur átt full- trúa á þinginu í meira en sextíu ár, og yfirleitt hafa völd þeirra verið mikil. Patrick Kennedy er 42 ára og hefur verið á þingi samfleytt í níu kjörtímabil. Hann er sonur Edwards Kennedy, sem lést á síð- asta ári úr krabbameini, og segir að lát föður síns hafi haft áhrif á þessa ákvörðun. Hann hefur þurft að fara nokkr- um sinnum í meðferð vegna áfeng- is- og fíkniefnaneyslu eftir að hann lenti í árekstri árið 2006. Þrátt fyrir það hefur hann náð endur- kjöri tvisvar sinnum síðan þá. - gb Síðasti fulltrúi Kennedy-ættarinnar hættir á þingi: Fer ekki í framboð PATRICK KENNEDY Níunda kjörtímabil hans rennur út í byrjun næsta árs. Núpur aflahæstur línubáta Núpur BA var með mestan afla línubáta yfir landið í janúar, að því er fram kemur á vef Fiskvinnslunnar Odda á Patreksfirði. Afli skipsins í janúar var um 350 tonn miðað við óslægðan fisk en næsti bátur á eftir var með tæp 310 tonn. SJÁVARÚTVEGUR Parhús á 4,5 milljónir Parhús í eigu Hveragerðisbæjar verður selt á tæpar 4,7 milljónir króna sem var hæsta tilboðið af níu sem bárust. Parhúsið, sem stendur við Borgarheiði, er 76 fermetrar og var byggt árið 1974. Bærinn eignaðist húsið í september síðastliðnum. Fasteignamat hússins er tæpar 15 milljónir. HVERAGERÐI ATVINNUMÁL Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og stjórnarmaður í Arkitektafélagi Íslands, segir að kröfur í forvali í arkitektasamkeppni fyrir nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut útiloki íslenska arkitekta. Hann telur kröf- urnar benda til að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að beina verkefninu út fyrir landsteinana. Formaður forvalsnefndar segir þetta alfarið rangt. Forvalið snýr að hönnunarsamkeppni um skipulag lóðar Landspítala og Háskóla Íslands við Hringbraut og frumhönnunar nýbygg- ingar Landspítalans. Þar er leitað að teym- um sem þurfa að hafa samtals að lágmarki hundrað háskólamenntaða sérfræðinga á sviði mannvirkjagerðar í vinnu og ábyrgðaraðili skal hafa að lágmarki þrjátíu starfsmenn sem uppfylla sömu kröfur. Hilmar Þór, sem bloggaði um málið á Eyj- unni í gær, segir að til þess að meta reynslu teymanna í hönnun sjúkrahúsbygginga sé gerð krafa um að umsækjandi hafi teiknað minnst 100 rúma sjúkrahús til að fá stig í for- valinu og til að fá fullt hús stiga þarf teymið að hafa hannað minnst þrjá 500 sjúkrarúma spítala á síðustu tíu árum. Engar íslenskar stofur hafi hannað svo stórt sjúkrahús og því sé ekki hægt að skilja þessa kröfu í forvals- gögnum öðruvísi en að verkefnastjórnin óski eftir að leitað verði út fyrir landsteinana með arkitektaþjónustu. Ingólfur Þórisson, formaður forvalsnefnd- ar, segir það einfaldlega rangt að reynt hafi verið að útiloka Íslendinga. Þvert á móti sýni krafa um talað og ritað íslenskt mál í for- valinu að sérstaklega sé óskað eftir kröftum íslenskra arkitekta. „Það er verið að leita að breiðum hópi hönnuða til að koma að þessu verki.“ Hann segir að menn verði að gera sér grein fyrir umfangi og flækjustigi verk- efnisins og nauðsynlegt sé að umsækjendur hafi aðgang að sérfræðingum sem tekið hafa að sér hönnun með viðlíka umfang og nýtt háskólasjúkrahús. Það gæti þýtt að íslensk stofa myndi styðjast við þekkingu og reynslu erlendra sérfræðinga. Áður hafði Arkitektafélag Íslands bent á að vegna mannfæðar gæti engin íslensk stofa verið ábyrgðaraðili. Fór félagið fram á að verkefnið yrði brotið upp í minni verkhluta og haldnar sérstakar samkeppnir um hvern þeirra. Þessu var hafnað af verkefnisstjórn- inni. Frestur til að skila forvalsgögnum rennur út á mánudag. svavar@frettabladid.is Telur erlendum arkitektum hyglað í forvali Landspítala Kröfur í forvali fyrir hönnun nýs sjúkrahúss beina verkefninu út fyrir landsteinana, segir stjórnarmaður í Arkitektafélaginu. Kröfur um íslenskt mál í forvalinu sannar hið gagnstæða, segir formaður forvalsnefndar. EIN HUGMYND AF MÖRGUM Mikið og flókið verk er að hanna nýtt háskólasjúkrahús og arkitektar gagnrýna hvernig valið er til þess. N O R D IC PH O TO S/A FP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.