Fréttablaðið - 13.02.2010, Page 34

Fréttablaðið - 13.02.2010, Page 34
4 fjölskyldan TUNGUMÁLIN SEM FLESTIR TALA Samkvæmt wikipediu eru þau tungumál sem flestir tala í heiminum þessi; kínverska, spænska, enska, hindí/urdu, arabíska, bengalska, portúgalska, rússneska og japanska. Gátu ekki skipt yfir í íslensku Á heimili Judith Þorbergsson, Sig- urðar Þorbergssonar og þriggja barna þeirra, Matthíasar, Hönnu og Alexanders hafa tvö tungumál verið notuð jöfnum höndum í tut- tugu ár, íslenska og enska. „Við Sigurður tölum alltaf einhverja íslensku og enskublöndu okkar á milli, það er svona slæm venja sem við höfum en við höfum alltaf talað okkar móðurmál við krakk- ana,“ segir Judith sem segist hafa þurft talsverða þrjósku til að halda því til streitu að tala allt- af við börnin á sínu máli, og ekki síður að fá þau til þess að svara sér á ensku. „Það sem var svolítið erfitt hjá þeim var þegar þau voru að koma heim með vini sína fyrst, þau þurftu að venjast því að hér væri töluð íslenska og enska,“ segir Judith sem segir börnunum svo tamt að tala við hana á ensku að þau skipti alltaf yfir þó að íslensk- an sé ráðandi í samræðunum. „Fyrir nokkrum árum þegar við vorum í fríi úti í Portúgal þá ætluð- um við að skipta öll yfir í íslensku til að losna við ágang sá yngsti gat hreinlega ekki skipt yfir og talað íslensku við mig, honum fannst það bara of erfitt,“ segir Judith og hlær við en hún talar íslensku alveg reiprennandi. Hún segir það hafa skipt miklu máli fyrir sig að börnin sín gætu talað við vini og ættingja úti á Englandi „Þau fengu svo öll að prófa að vera dag og dag í enskum skóla þegar við vorum í fríi þar, það var mjög gagnlegt og skemmtilegt,“ segir Judith sem segir krakkana ætíð hafa talað íslensku sín á milli, nema þá helst þegar þau hafa verið stödd úti á Englandi, þá hafi þau stundum skipt yfir í ensku. Gleymi stundum að tala íslensku Fífa Ketilsdóttir býr úti í grennd við Udine í Norðausturhluta Ítalíu með ítölskum eiginmanni sínum, fjórum börnum og tengdaföður. Hún hefur búið úti í fjórtán ár, flutti út þegar elsta dóttirin var nokkurra mánaða. „Ég var heima- vinnandi fyrstu þrjú árin og tal- aði þá alltaf íslensku við hana, það skilar sér í því að hún talar íslensku og er alltaf fljót að kom- ast á skrið þegar við komum til Íslands,“ segir Fífa. Drengirnir hennar þeir Benedikt, sjö ára, Ket- ill, fimm ára og Kristófer þriggja ára, hafa hins vegar ekki heyrt jafn mikla íslensku. „Ég reyni að tala íslensku en það er erfitt að mörgu leyti bara að muna það, enda er ég í ítölsku málumhverfi allan daginn.“ segir Fífa sem er óspart hvött af manni sínum að halda sig við íslenskuna. Hún segir strákana þó búa að íslenskunni, það komi til dæmis í ljós í fríum hér á landi. „Svo finn ég líka mun eftir jólafrí og jafnvel helgarfrí, þá er ég afslappaðri að tala við þá á íslensku og gef mér tíma til að segja hlutina bæði á íslensku og svo á ítölsku til að vera viss um að þeir skilji,“ segir Fífa og bætir við að hún noti ítölskuna heldur þegar hún vill vera alveg viss um að þeir skilji hana. „Þetta er í rauninni síbreytilegt en ég reyni að halda mig sem mest við íslenskuna, þannig að börnin búi að henni í framtíðinni.“ Þess má geta að í Friuli-héraði þar sem fjölskyldan býr er töluð mállýska sem er svo ólík ítölsku að heimamenn kalla hana sértungu- mál, þannig má segja að fjölskyldan lifi í þriggja tungumála veruleika. FRAMHALD AF FORSÍÐU Ensk/íslensk í Mosfellsbænum Sigurður, Judith og Alexander sitja en Matthías stendur fyrir aftan þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslensk/ítölsk á Ítalíu Benedikt, Kristófer, Alma Sól og Immanuel Ketill. Móðurmál er félag um móðurmálskennslu tvítyngdra barna. Meginmarkmið félagsins er að gefa tvítyngdum börnum tækifæri til að læra og viðhalda eigin móðurmáli og menningu. Rannsóknir hafa enda sýnt fram á að börn sem fá að læra tungumál foreldra sinna eiga auðveldara með að læra nýtt tungumál, í þessu tilfelli íslensku. Móðurmál leitast við að styðja kennara félagsins, afla þekkingar á tvítyngi og hvetja foreldra sem eiga tvítyngd börn til að veita börnum sínum tækifæri til að kynnast eigin móðurmáli og menningu. Móðurmálskennsla eða leiðbeiningar fyrir tvítyngd börn hafa verið í boði hér á Íslandi síðan árið 1994 en félagið Móðurmál var formlega stofnað árið 2001. Tilgangur félagsins var og er að þróa tungumálanám með skýrum markmiðum og námskrá. Námið er fjármagnað með skólagjöldum og styrkjum. Námskeiðin sem haldin eru hjá Móðurmáli eru sérstaklega ætluð þeim börnum sem búa við tvö eða fleiri tungumál á sínu heimili. Móðurmál hefur boðið upp á námskeið í ensku, litháísku, rússnesku, spænsku, japönsku, arabísku, kínversku, pólsku og taílensku. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.modurmal.com. Kennsla fyrir tvítyngd börn Þegar talað er um tvítyngi er átt við fólk sem hefur tvö tungu- mál jafn vel á færi sínu. Í raunveruleikanum er þó yfirleitt annað tungumálið sterkara hinu, það tungumál sem er ráðandi í umhverfinu. Börn eru yfirleitt tvítyngd vegna þess að foreldrar þeirra tala hvort sitt tungumálið, en þau geta einnig verið tvítyngd vegna þess að þau búa í öðru landi en í upprunalandi foreldra sinna. Þá heyra þau eitt tungumál heima hjá sér en annað í skóla og umhverfi. Svo er til í dæminu, þótt það hafi ekki þekkst hér á landi, að börn séu send í til dæmis enskan skóla þar sem enska er ekki móðurmál til að gera þau tvítyngd og auka þar með framamöguleika þeirra. Ýmsar kenningar eru til um tvítyngi og hvernig börn takast á við það, segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmáls- fræði við Háskóla Íslands. Hún segir eina kenninguna ganga út á að rugla ekki börnin, foreldrar tali ávallt sama tungumálið við börnin. Hún segir mjög algengt að börn sem búi við tvítyngi séu passíf í öðru málinu, svari kannski alltaf á því máli sem er ráðandi í umhverfinu. Rannveig bendir á að börn séu mishæfileikarík er kemur að því að læra tungumál, þó að þau eigi kannski yfirleitt auðveldara með að læra tungumál en fullorðnir þá sé það ekkert náttúru- lögmál að börn geti kunnað tvö tungumál jafn vel. Viðhorf til tvítyngis fer nokkuð eftir því um hvaða tungumál sé verið að tala, segir Rannveig. Hún segir viðhorfið yfirleitt mjög jákvætt þegar um er að ræða tungumál sem eru útbreidd, til dæmis ensku eða spænsku. Hins vegar sé ekki álitið jafn sjálf- sagt að hlúa að tvítyngi þegar tungumálin eru ekki jafn gagnleg, ef svo má segja. Ólík viðhorf til tvítyngi Rannveig Sverris- dóttir. reykjavikjazz.is málið tölum og hlustum ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.