Fréttablaðið - 13.02.2010, Síða 64

Fréttablaðið - 13.02.2010, Síða 64
 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Húsdýragarðurinn er skemmtileg- ur staður fyrir fjölskylduna að heim- sækja um helgar. Þangað hafa fjöl- skyldur sótt í bráðum tuttugu ár. Tilefni er til að fara í fjölskyldu- ferð í Húsdýragarðinn um helgina því í lok janúar fæddist þar fyrsti geit- hafur ársins og er þetta í fyrsta sinn sem geitburður hefst svo snemma árs. Kiðlingurinn hefur hlotið nafnið Guð- mundur, í höfuðið á þjálfara íslenska handboltalandsliðsins. Að auki fædd- ust tveir fallegir kálfar fyrir jól sem hlotið hafa nöfnin Huppa og Skjöldur. Einnig er árskortshöfum boðið að taka þátt í sérstökum vinamorgnum sem fram fara í febrúar. Takmarkað- ur fjöldi þátttakenda er hvern morg- un og því er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Börnum og foreldrum er boðið að fylgjast með og taka þátt í þeim verkum sem sinnt er í fjárhúsum og tekur það um eina og hálfa klukku- stund. Unnur Sigurþórsdóttir, deildar- stjóri fræðsludeildar Húsdýragarðs- ins, segir vinamorgnana hafa lukkast mjög vel og að einhverjir hafi þegar bókað sig á allar þær helgar sem vina- morgnarnir eru í boði. Húsdýragarð- urinn bauð einnig upp á vinamorgna í fyrra en í ár eru þeir einungis ætlaðir árskortshöfum. „Krakkarnir vinna í hesthúsinu, fjárhúsinu og fjósi og fá að sinna hefðbundnum störfum líka eins og að moka undan dýrunum og almenn þrif. Flestum finnst þetta mjög gaman, en sumir hafa pælt í því hvort þeir fái ekki eitthvað að launum fyrir erfiðið. Þetta þýðir líka að krakkarnir upplifa meiri nálægð við dýrin og ég held að það geri hverju barni gott.“ Foreldrar fá að fylgja börnunum í húsin og geta aðstoðað þau allra yngstu við verkin, en Unnur tekur fram að börnin eigi að sjá um vinnuna enda séu vinamorgn- arnir fyrst og fremst ætlaðir þeim. „Þetta er aðeins öðruvísi fjölskyldu- skemmtun en hinn hefðbundni ísbíltúr og það eru eflaust margir þreyttir litl- ir kroppar sem koma heim eftir heim- sóknina,“ segir Unnur. Þeir sem ekki eru árskortshafar geta lagt leið sína í Húsdýragarðinn og heimsótt kiðlinginn Guðmund sem er til sýnis alla daga. „Geitungurinn, eins og hann er kallaður, braggast rosa- lega vel þrátt fyrir að móðirin sé ekki nema eins árs gömul sjálf og það er afskaplega gaman að fylgjast með þeim báðum,“ segir Unnur að lokum. - sm HÚSDÝRAGARÐURINN: AFMÆLISÁRIÐ BYRJAR VEL Skemmtilegra en ísbíltúrinn GUÐMUNDUR Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Húsdýragarðsins, segir gaman að fylgjast með nýja kiðlingnum, Guðmundi, sem braggast vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ Þegar Steingerður Steinars- dóttir blaðamaður fer til spá- kvenna þykjast þær oft sjá lágvaxna gamla konu í peysu- fötum sem beri sama nafn og Steingerður. Staðreyndin er hins vegar sú að Steingerður er nefnd í höfuðið á söguper- sónu, Steingerði í Kormáks sögu sem er ein af Íslend- ingasögunum. „Líklega halda spákonurn- ar að það leiki sér enginn að því að gefa barninu sínu svo svakalegt nafn og ein- hver ættingi hafi snúið upp á handlegginn á mömmu. Mamma hins vegar heillað- ist af nafninu þegar hún las Kormáks sögu en þar segir frá Kormáki Ögmundarsyni skáldi sem varð svo ástfang- inn af Steingerði að hann heillaðist strax og hann sá ökklana á henni. Um hana Steingerði sína yrkir hann svo ofboðslega fallegar og skemmtilegar vísur. Mamma lofaði sjálfri sér að ef hún myndi eignast dóttur yrði hún nefnd Steingerður.“ Mörgum þykir nafnið benda til þess að Steingerður sé mikilúðleg og grimmlynd kona að sögn hennar sjálfrar en faðir hennar heitir Steinar og Steingerður Steinarsdótt- ir þykir sumum hart nafn. „Ég sjálf er ofboðslega sátt við nafnið mitt í dag þótt ég hafi ekki þolað það þegar ég var barn. Þá þráði ég það heit- ast að heita einhverju róm- antísku og mjúku nafni eins og Sóley eða Rósa. En í dag nýt ég þeirra forréttinda að það muna allir eftir mér út af nafninu.“ - jma NAFNIÐ MITT: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR Stundum talin grimmlynd LANGAÐI AÐ HEITA RÓSA Þótt Steingerður Steinarsdóttir blaðamaður sé hæstánægð með nafnið sitt í dag langaði hana sem barn að heita mýkra nafni. Ísland örum skorið er yfir- skrift erindis sem Andr- és Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu Íslands, flyt- ur á málstofu í Keldnaholti á mánudaginn. Málstofan er haldin á vegum Land- búnaðarháskóla Íslands en erindi Andrésar mun fjalla um landakort á villigötum, nýjar slóðir og vaxandi akst- ur utan vega. Andrés segir vega- og slóðakerfi hér á landi vera tvískipt. Annars vegar eru þær leiðir sem eru á skrá Vegagerðarinnar og hins vegar er urmull slóða utan hins opinbera kerfis. Hann segir þann síðarnefnda vera mun stærri og hefur hann að mestu orðið til utan skipulags. Nýjar slóðir séu stöðugt að myndast en lög og reglur til aðhalds séu ófull- nægjandi. Málstofan hefst klukkan 15.15. Kort á villigötum AKSTUR UTAN VEGAR Nýjar slóðir eru stöðugt að myndast. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Gunnar Benediktsson tannlæknir, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, mánudaginn 8. febrúar sl. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Halldóra Ingimarsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Ásgeir Sverrisson Helga Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, Ingi Jón Jóhannesson lést sunnudaginn 7. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Birna Kristín Ómarsdóttir Haraldur Smári Björn Ómar Valgerður Jóhannesdóttir Valgeir Birgisson Íris Valberg Trausti Guðlaugsson Anna Björg Samúelsdóttir Bjarni Danival Bjarnason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sesselja Ásmundsdóttir Hjúkrunarheimilinu EIR, áður Melabraut 65, Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 30. janúar sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á EIR. Sólrún Valsdóttir Eggert Ólafsson Helga Valsdóttir Þórir Jensen Sigurður Valsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Ingigerðar Eiríksdóttur Skipum, Stokkseyrarhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Kumbaravogs. Guð blessi ykkur öll. Gísli V. Jónsson Herdís J. Hermannsdóttir Móeiður Jónsdóttir Ólafur Benediktsson Ragnheiður Jónsdóttir Vilhjálmur Vilmundarson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg sambýliskona, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Soffía Sveinbjörnsdóttir sem lést laugardaginn 6. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Hálfdán Jensen Björn Einarsson Margrét Árnadóttir Lúðvík Baldursson Þórey Aspelund Ásgeir Baldursson Hansína Steingrímsdóttir Grétar Gunnarsson Halla Hansen barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Margrét Guðmundsdóttir frá Hóli, Önundarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 11. febrúar. Minningarathöfn verður í Digraneskirkju, Kópavogi, fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður frá Holtskirkju í Önundarfirði mánudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópavogi njóta þess. Aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Lárusar Þórarinssonar fyrrv. flugumferðarstjóra, Hverafold 19, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Ásthildur Lárusdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Þórðarson bifreiðasmiður, Boðagranda 2a, Reykjavík, lést á deild 13E Landspítalanum við Hringbraut þann 11. febrúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. febrúar klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. María Áslaug Guðmundsdóttir Þórður Haraldsson Þórdís Harðardóttir Áslaug Haraldsdóttir Matthew Berge Stefán Haraldsson Guðrún Indriðadóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.