Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 2
2 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Málningarslettu- maðurinn sem lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók í janúar er hinn sami og gengið hefur undir dulnefninu Skap-Ofsi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Máln- ingarslettunum linnti eftir handtöku mannsins. Rannsókn lögreglu á tölvubúnaði mannsins, tölvum, myndavélum og minniskubbum hefur leitt í ljós að þaðan var meðal annars sent mynd- band á vefinn YouTube, þar sem sýnd voru hús auðmanna eftir að skvett hafði verið á þau rauðri máln- ingu. Tónlistin sem maðurinn valdi við myndbandið er lag eftir Johann Sebastian Bach, Slá þú hjartans hörpustrengi, sem oft er leikið við jarðarfarir. Maðurinn sem um ræðir var handtekinn í kjölfar þess að rauðri málningu hafði verið slett á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaup- þings, Hreiðars Más Sigurðssonar. Það var síðari hluta janúarmánaðar. Þá hafði rauðri málningu verið slett á hús Bjarna Ármannssonar, Birnu Einarsdóttur, Hannesar Smárason- ar, Björgólfs Guðmundssonar og húseignir Karls og Steingríms Wern- erssona. Loks var heimili Lárusar Welding atað málningu í miðjum gleðskap á föstudagskvöldi. Maðurinn var í haldi lögreglu nóttina eftir að hann var handtek- inn. Auk tölvubúnaðarins fannst á heimili hans eitthvað af málningu. Hann var yfirheyrður daginn eftir og sleppt að því loknu. Nýverið var hann svo aftur kallaður til yfir- heyrslu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður. jss@frettabladid.is Lögregla hafði hend- ur í hári Skap-Ofsa Rannsókn á tölvubúnaði manns sem handtekinn var á dögunum, grunaður um að hafa slett málningu á hús auðkýfinga, hefur leitt í ljós að þar er sjálfur Skap- Ofsi kominn í leitirnar. Slettumyndband var sent úr tölvu mannsins á YouTube. HÚS HANNESAR SMÁRASONAR Þrifið og málað eftir að rauðri málningu hafði verið slett á það. HUMMER Jeppi Björgólfs Thors Björgólfssonar var málaður rauður. HÚS KARLS WERNERSSONAR Ekki var einungis slett á hús hans, heldur voru tröppurnar málaðar rauðar. Ataði hús og bíla málningu Ágúst, eru KR-ingar ókleifur Hamar? „Nei, við hömrum járnið meðan það er heitt.“ Kvennalið Hamars í körfubolta tryggði sér sæti í lokaúrslitum Iceland Express-deild- arinnar á móti KR. Ágúst Björgvinsson er þjálfari Hamars. NÁTTÚRUHAMFARIR Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Icelandair. Gosið í Eyjafjallajökli hefur fengið miklar umfjöllun í erlend- um fjölmiðlum. Guðjón segir það góða auglýsingu fyrir landið sem muni skila sér þegar fram í sækir. - jab Ferðamennska og eldgosið: Ferðamenn vilja sjá náttúru BANDARÍKIN, AP Vísindamenn í Karlsruhe í Þýskalandi eru skrefi nær að búa til huliðsskikkju, á borð við þær sem finnast í ævin- týrum. Þeim tókst að hylja dæld í gullstöng þannig hún var vart sýnileg á innrauðri tíðni. Huliðsskikjan samanstendur af kristöllum með loftögnum á milli. Hann virkar eins og viðarstafli sem getur beygt ljós og þannig falið dældina í gullinu undir. Dældin var svo smá að hún sást aðeins í smásjá. Vísindamennirnir segja að sömu tækni megi nota til að fela stærri hluti, en það væri vandasamt að byggja nógu stór- an búnað. Huliðsskikkjur eru því ekki á leið í búðarhillur á næstunni. - bs Þýskir vísindamenn: Eru skrefinu nær að búa til huliðsskikkju FÓLK „Mér fannst vanta skóla í flóruna þar sem kennd væri bæði hönnun og saumur,“ segir Berglind Sigurðardóttir fatahönnuður sem hefur feng- ið leyfi mennta- málaráðuneyt- is og LÍN til að stofna fyrsta fatahönnunar- skóla landsins. Skólinn verð- ur til húsa í Bankastræti 5 og hefst að öllum líkindum í haust. Berglind segir að á Íslandi sé aðeins hægt að læra annaðhvort hönnun í LHÍ eða klæðskera- og kjólasaum í Iðnskólanum, en ekki hvort tveggja í senn. Skólinn hennar muni hins vegar leggja áherslu á báða þættina. - sg / sjá ALLT Nýr skóli tekur til starfa: Fyrsti fatahönn- unarskólinn BERGLIND SIGURÐARDÓTITR DÓMSMÁL Fjármálaeftirlitið hefur höfðað mál á hendur þrotabúi gamla Landsbankans til að freista þess að fá tæplega 120 milljóna króna kostnað við rekstur skila- nefndar bankans endurgreiddan. Fjármálaeftirlitið bar kostnað- inn við skilanefndir bankanna frá því að þær voru settar á laggirn- ar í október 2008 og fram í apríl 2009. Eftir það féll kostnaðurinn á þrotabúin. - sh FME í mál gegn þrotabúi: FME vill skila- nefndarkostnað endurgreiddan VIÐSKIPTI Byr sparisjóður hefur sett þrettán prósenta hlut sinn í MP banka í söluferli. Það er Arion banki sem sér um söluna. Sparisjóðurinn er annar stærsti einstaki eigandi MP banka á eftir Margeiri Péturssyni stjórnarformanni og tengdum aðilum. Eftir því sem næst verður komist er salan liður í fjár- hagslegri endurskipulagningu sparisjóðsins sem hefur verið í höndum fjármálaráðuneyt- is, Fjármálaeftirlits og Seðla- bankans síðan í fyrrasumar. Að lokinni endurskipulagningu má sparisjóðurinn vænta þess að eiginfjárframlag sem hann ósk- aði eftir í fyrravor skili sér. - jab Byr selur hlut í MP banka: Einn af lyklum að ríkisframlagi 200 erlendir þátttakendur Rúmlega fjögur hundruð þátttak- endur voru á alþjóðlegu frumkvöðla- ráðstefnu MIT-háskólans í Boston í Bandaríkjunum, Háskólans í Reykjavík og frumkvöðlasetursins Innovit, sem hófst í gær. Erlendir gestir eru um helmingur þátttakenda. FRUMKVÖÐLARÁÐSTEFNA FLÓTTAMENN Útlendingastofnun hefur ákveðið að veita keníska flóttamanninum Paul Ramses, konu hans Rosemary Atieno og syni þeirra Fídel Smára dvalarleyfi á Íslandi. Þetta er gert á grundvelli þess að þau gætu sótt ofsóknum í heimalandinu. Þannig lýkur tveggja ára ferli þeirra í kerfinu, en Paul var sendur til Ítalíu á grundvelli Dyfl- innar-reglugerðarinnar í júlí 2008. Þau sóttu fyrst um hæli á Íslandi í febrúar sama ár. Brottför Pauls vakti mikla athygli, sérstaklega þar sem kona hans og barn urðu eftir á Íslandi. Hann var að vonum kátur í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég hafi farið fram og til baka til tunglsins. Ég er yfir mig ánægður. Þetta gjörbreytir framtíð okkar, nú veit ég að ég get séð um fjölskyldu mína, alið upp börnin og gert áætlanir,“ segir Paul. Í þessi tvö ár hefur fjölskyldan verið utan kerf- is á vissan hátt. Fídel fékk ekki að fara á leik- skóla og Rosemary fékk ekki að taka bílpróf svo eitthvað sé nefnt. Þau Paul og Rosemary fengu þó bæði að vinna meðan á biðinni stóð. - kóþ Útlendingastofnun tekur ákvörðun eftir tveggja ára umhugsun: Ramses-fjölskyldan fær leyfi HEIMA Á HVERFISGÖTUNNI Aðstæður Ramses-fjölskyldunnar og hælisleitenda yfirleitt komust í hámæli snemma í júlí 2008 þegar Paul var sendur til Ítalíu en Rosemary og Fídel ekki. Eftir skipulögð mótmæli og mikla fjölmiðlaumfjöllun fékk hann að snúa aftur í lok ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HJÁLPARSTARF Við þurfum að koma jafnt fram við alla og megum ekki fara þá leið að finnast að innfæddir Íslendingar eigi að njóta forgangs umfram aðra sem hér búa, þótt kreppa sé skollin á. Þetta segir Jórunn Frímanns- dóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, spurð um þau tíðindi að Fjölskylduhjálp Reykja- víkur setji Íslendinga í forgang við matarúthlutanir. Velferðarráð styrkir Fjölskyldu- hjálpina árlega og Jórunn segir að farið verði yfir þetta vinnulag Fjöl- skylduhjálparinnar til að fá útskýr- ingar á því hvers vegna þessi leið sé farin. „En þessar fréttir koma mér á óvart. Útlendingarnir sem eru hérna hafa flestir verið að vinna erfiðisvinnu í góðærinu, vinnu sem Íslendingar sinntu ekki. Það má ekki segja sem svo að þeir eigi að hafa minni réttindi en við hin, þegar gefur á bátinn,“ segir Jórunn. Það sé þekkt í kreppum víða um heim að umburðar- ly nd i mi n nk i gagnvart minnihlutahópum og sér- staklega útlendingum. Þetta virðist einnig vera að gerast hér á landi. „Við verðum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að þetta verði raunin á Íslandi,“segir Jórunn. - kóþ Formaður velferðarráðs Reykjavíkur uggandi yfir skorti á umburðarlyndi í kreppu: Megum ekki fara þessa leið JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR Formaður velferðarráðs segir Íslendinga verða að sýna minnihlutahópum umburðarlyndi, þótt kreppa sé skollin á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.