Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 4
4 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við fyrir- hugaða breytingu á eignarhaldi Bakkavarar og afskráningu félagsins úr Kauphöll, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stjórn Bakkavarar hefur boðað til hluthafafundar á morgun að frumkvæði kröfuhafa. Fundur- inn er liður í nauðasamningum, sem meirihluti kröfuhafa sam- þykkti í byrjun mánaðar. Gangi a l lt eftir á fundin- um munu kröfu- hafar eignast 27 prósenta hlut í Bakkavör og hlutur Bakka- vararbræðra, þeirra Ágústs og Lýðs Guðmunds- sona, þurrkast út. Þeir eru nú skráðir fyrir 30,8 prósenta hlut í Bakkavör í gegnum félagið B Food Invest. Í kjölfarið verður Bakkavör breytt úr almenningshlutafélagi í einkahlutafélag og hlutabréf þess síðan tekin úr viðskiptum í Kaup- höllinni. Bakkavör er eitt þeirra sex fyrirtækja sem mynda Úrvals- vísitölu Kauphallarinnar. Stjórn félagsins óskaði eftir afskráningu í ágúst í fyrra. Kauphallarreglur heimila ekki einkahlutafélögum að vera með skráð hlutabréf á markaði. Því verði fyrst að afskrá Bakka- vör áður en hægt verði að breyta félaginu í einkahlutafélag. Lög um skráð hlutafélög á markað eru Breytingin á Bakkavör til skoðunar hjá FME Kauphallarreglur banna einkahlutafélögum að vera skráð á hlutabréfamarkað. Svo kann að fara að yfirtaka kröfuhafa á Bakkavör fyrir afskráningu félagsins varði við lög. Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið gagnrýna fyrirhugað ferli. „Þegar félag er orðið einkahluta félag eru hlutir þess ekki lengur tækir til viðskipta í kauphöll. Því telur Kauphölllin að breyting Bakkavarar Group hf. úr hlutafélagi í einkahlutafélag geti ekki átt sér stað fyrr en að lokinni töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum í kauphöll. Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 110/2007 um kauphallir er það Kauphöllin sem ákveður hvort og þá hvenær hlutabréf útgefanda verða tekin úr viðskiptum, sbr. einnig grein 1.1.27 í reglum Kauphallarinar fyrir útgefendur fjármálagerninga.“ Úr athugasemd KauphallarinnarÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON FRÁ FUNDI BAKKAVARAR Útlit er fyrir að yfirtaka kröfuhafa á Bakkavör fyrir afskráningu félagsins varði við lög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA sérlög sem ganga framar almenn- um reglum laga um hlutafélög. Kauphöllin gagnrýndi breyting- una á mánudag. Gangi hún eftir bryti það í bága við lög og málið sent Fjármálaeftirlitinu. Þórður Friðjónsson sagði í sam- tali við Fréttablaðið á dögunum nokkur vafaatriði í fyrirhugaðri afskráningu Bakkavarar. Auk gagnrýni á eignarhaldsbreytingu félagsins virðist sem ekki sé gætt að hag minni hluthafa félagsins þar sem útlit sé fyrir að þeim bjóðist engar útgönguleiðir fyrir afskrán- ingu, svo sem með beinni sölu á eignarhlutum sínum eða greiðslu í öðru formi. „Þetta finnst okkur ekki hafa á sér góðan blæ né til þess fallið að efla trúverðugleika á markaði,“ sagði hann. jonab@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 24.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,6156 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,78 129,40 192,71 193,65 171,96 172,92 23,108 23,244 21,495 21,621 17,742 17,846 1,4111 1,4193 195,19 196,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í frétt um ókeypis Eurovision-mynd- band Heru Bjarkar var farið rangt með nafn framkvæmdastjóra Kvikmynda- skóla Íslands. Hún heitir Ragnhildur Bjarkardóttir. LEIÐRÉTTING OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI PRIME RIB 890kr. O lís e r l ey fi sh afi Q ui zn os á Ís la nd i P IP AR \T BW A \ S ÍA BÁTUR MÁNAÐARINS PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA DÓMSMÁL Ritstjóri Vikunnar, Guð- ríður Haraldsdóttir, hefur verið dæmd til að greiða feðginum sam- tals tvær milljónir króna í miska- bætur vegna meiðyrða sem birtust um þau í grein blaðsins í fyrra og brot á friðhelgi einkalífsins. Greinin var að uppistöðu til við- tal við móðurömmu þrettán ára stúlku, sem sakaði föður stúlkunn- ar um að beita hana ofbeldi. Í greininni var stúlkan kölluð öskubuska, með vísan til þess hve miklum húsverkum hún þurfti að sinna, sálarlíf hennar sagt í molum og að hún hefði íhugað sjálfsvíg. Með umfjölluninni voru birtar myndir af stúlkunni. Þá var faðir hennar sakaður um að hafa rænt henni, beitt hana and- legu og líkamlegu ofbeldi og átt barnaklám í tölvu sinni. Dómurinn kemst að því að gengið hafi verið of nærri einka- lífi stúlkunnar með umfjöllun- inni og að ummælin um föðurinn flokkist sem meiðyrði. Greinin var ekki merkt höfundi og því ber ritstjórinn ábyrgð á henni. Guðríður er dæmd til að greiða stúlkunni 1,1 milljón og föðurnum 900 þúsund, auk vaxta. 300 þúsundum af bótum hvors þeirra er ætlað að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá þarf hún að greiða alls 800 þúsund krónur í málskostnað. - sh Guðríður Haraldsdóttir dæmd til að greiða samtals tvær milljónir fyrir meiðyrði: Ritstjóri Vikunnar fær háar sektir VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 21° 18° 12° 18° 18° 11° 11° 20° 12° 20° 14° 27° 2° 16° 15° 2°Á MORGUN 8-13 m/s en 13-18 aust- antil. LAUGARDAGUR Stíf norðanátt allra austast, annars hægari. 8 7 7 6 2 2 1 2 1 2 4 8 7 8 12 9 7 5 7 13 5 9 5 5 1 0 0 -2 -2 -4 0 1 KÓLNANDI VEÐUR Það kólnar á land- inu til morguns með heldur stífri norðanátt og snjó- komu eða slyddu um norðan- og austanvert land- ið en það verður yfi rleitt bjartviðri suðvestan til. Helg- in lítur svipað út en þá kólnar enn frekar. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GUÐRÍÐUR HARALDS- DÓTTIR VIÐSKIPTI Olíufélagið N1 hagnað- ist um 277,4 milljónir króna á síð- asta ári samanborið við 1,1 millj- arðs króna tap árið 2008. Tekjur N1 námu tæpum 40 milljörðum króna í fyrra, sem jafngildir 8,4 prósenta lækkun á milli ára. Rekstrartap á sama tíma nam tæpum 1,6 milljörðum króna, sem er helmingi minna en árið á undan. Það er að mestu tilkomið vegna lægri fjármagns- gjalda en félagið greiddi talsvert niður af skuldum á árinu. Eigið fé N1 nam 6,6 milljörðum króna í lok árs sem er 277 millj- ónum meira en ári fyrr. - jab N1 hagnast um 277 milljónir: Greiddi niður skuldir á árinu ÞÝSKALAND Síðasta eintakið í einka- eign af lista Schindlers er til sölu. Ásett verð er yfir 270 milljónir króna. Listinn sem Oscar Schindler setti saman yfir gyðinga sem hann var að reyna að bjarga í síðari heims- styrjöldinni varð frægur í kvikmyndinni Listi Schindlers eftir Steven Spielberg. Á listanum eru nöfn átta hundruð og eins gyð- ings. Sjö eintök voru gerð af list- anum og hafa fimm varðveist. Eitt er í Helfararsafninu í Bandaríkj- unum, annað í þýska ríkisskjala- safninu í Koblenz og tvö í Helfar- arsafninu í Ísrael. Fimmta eintakið er í einkaeign sem fyrr segir og er nú til sölu. Listinn er dagsettur 18. apríl 1945 og er þrettán síður. - ót Fimm eintök hafa varðveist: Listi Schindlers boðinn til sölu ÓSKAR SCHINDLER Stal úr peningakassa Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Norður- lands vestra fyrir að stela 75 þúsund krónum úr peningakassa í verslun á Sauðárkróki. DÓMSTÓLAR SÉÐ YFIR BORGINA Styrkur svifryks fór til skamms tíma yfir heilsuverndarmörk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Styrkur svifryks fór aðeins yfir heilsuverndar- mörk við mælistöð umhverfis- og samgöngusviðs við Grensásveg í Reykjavík í um eina og hálfa klukkustund í fyrradag en var undir mörkum í gær. Heilsu- verndarmörkin eru 50 míkró- grömm á rúmmetra og hefur styrkurinn farið ellefu sinnum yfir mörkin á árinu. Búist var við hvössum vindi síðustu tvo daga en við það hefði svifryk þeyst upp af götum borg- arinnar. Lítillega rigndi síðdegis á þriðjudag og í gærmorgun og gekk spáin því ekki eftir, sam- kvæmt upplýsingum frá Heil- brigðiseftirlitinu. - jab Regn bætti andrúmsloftið: Minna svifryk en áætlað var LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarholti eftir hádegi í fyrra- dag. Við húsleit fundust rúmlega tuttugu kannabisplöntur. Einnig var lagt hald á allnokkra gróð- urhúsalampa og fleiri hluti sem tengjast starfseminni. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu. - jss Lögregla í höfuðborginni: Stöðvaði enn eina kannabis- ræktunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.