Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 64
48 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Guðjón L. Sigurðsson,
formaður dómaranefndar HSÍ,
skilur ekkert í því af hverju Fram
kærði dómgæsluna í Evrópuleik
félagsins gegn Tatran Presov
sem tapaðist 38-17. Framarar
vildu meina að dómgæslan hefði
verið skelfileg og sökuðu dómara
um mútuþægni. Þeirri kæru var
vísað frá.
„Ég og Kjartan Steinbach [fyrr-
verandi formaður dómaranefnd-
ar IHF., innsk. blm.] fórum í gegn-
um þennan leik hvor í sínu lagi og
svo ræddum við saman. Okkar
sameiginlega niðurstaða var sú
að dómgæslan var 40-60, Fram í
hag,“ segir Guðjón L. við Frétta-
blaðið.
Framarar fóru mikinn í kjölfar
þessa taps og fannst gróflega brot-
ið á sér. Á heimasíðu Fram birt-
ist ansi grimmur pistill sem síðar
var fjarlægður. Þar stóð meðal
annars:
„Í kvöld klukkan sex að staðar-
tíma í Slóvakíu urðum við Fram-
strákar vitni að einhverjum þeim
versta viðbjóði sem handbolta-
sagan geymir, og vonandi á dvd-
myndband eftir að sýna fleirum
þarna úti hvað gerðist! Ef ykkur
finnst ég harðorður þá er bara
eitt að gera – fá dvd-disk frá sló-
vakíska sjónvarpinu og horfa á
þennan hrylling í 60 mínútur,“
segir meðal annars í greininni og
síðan voru dómararnir sakaðir um
mútuþægni í pistlinum.
„Enginn maður dæmir svona
nema hafa fengið miklar fúlgur
fjár fyrir og gott fólk, ekki einu
sinni reyna að fordæma mig fyrir
þessu sterku orð.“
Viggó Sigurðsson, þáverandi
þjálfari liðsins, lét einnig til sín
taka í þessu máli og sagði við
þýskan fjölmiðil, ZDF, að hann
hefði séð dómarana, sem voru
frá Slóveníu, sitja að sumbli með
fulltrúa Tatran Presov og ung-
verskum fulltrúa Evrópska hand-
knattleikssambandsins á hótelbar
kvöldið fyrir leik.
„Það var mikið magn af víni
sem flæddi þar,“ lýsti Viggó.
„Og síðar komu tvær laglegar
ungar konur og settust hjá þeim.
Þær fóru síðan á sama tíma og
dómararnir.“ Fréttamaður ZDF
spurði þá Viggó hvort þetta hefðu
verið vændiskonur. „Þannig leit
þetta út,“ svaraði hann.
Framarar fengu meðal annars
að líta þrjú rauð spjöld í þessum
fræga leik en Guðjón L. segir það
allt eiga sínar eðlilegu skýringar.
„Framararnir misstu algjörlega
hausinn. Það er alveg augljóst á
þessum myndum. Þeir áttu ákaf-
lega dapran dag og áttu í rauninni
ekki annað skilið en þessi úrslit.
Svo var ákveðin framkoma og
framferði í leiknum sem kostaði
þá þessar ákvarðanir sem voru
fyllilega réttmætar. Menn hög-
uðu sér ákaflega barnalega og
sérstaklega undir lok leiksins,“
segir Guðjón L. en af hverju held-
ur hann að Fram hafi kært fyrst
ekki var hægt að setja út á dóm-
gæsluna?
„Ég veit það ekki. Ég átta mig
engan veginn á því. Það hefði
verið skynsamlegt fyrir þá að vera
ekkert að minnast á þennan leik
og bara gleyma honum sem fyrst.
Evrópusambandið hefur rannsak-
að þetta mál og telur ekkert hæft
í ásökunum Framara. Ég er sam-
mála því mati.“ henry@frettabladid.is
Framarar misstu hausinn
og áttu ekki annað skilið
Formaður dómaranefndar HSÍ skilur ekki af hverju Fram kærði dómgæsluna
í Evrópuleik liðsins gegn Tatran Presov. Hann segir dómgæsluna í leiknum
frekar hafa verið Fram í hag og að leikmenn liðsins hafi hagað sér barnalega.
GRÓFAR ÁSAKANIR Viggó Sigurðsson, þáverandi þjálfari Fram, var með alvarlegar
ásakanir í garð dómaranna eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kristján Guðmundsson tók við þjálfun Færeyjameistara HB eftir
síðasta tímabil og líkar vel. „Aðbúnaðurinn er fínn og ég hef
það gott. Það er allt gert fyrir mann hérna. Ég er á flottum og
skemmtilegum stað,“ segir Kristján en fjölskylda hans býr þó
ekki með honum sem stendur.
„Stelpurnar mínar koma hérna á föstudaginn og verða yfir
páskana. Svo koma þær aftur í sumar og framhaldið verður
svo rætt á fjölskyldufundi. Ég vildi ekki taka þær úr skólan-
um þessa önn.“
HB vann titilinn meistarar meistaranna á dögunum en þó
hefur undirbúningstímabilið ekki gengið snurðulaust fyrir
sig. „Við höfum ekki náð að spila eins marga leiki og við
ætluðum. Það kom svakalegur vetur og margra sentimetra
lag af snjó yfir öllu í hálfan mánuð. Við höfum hvorki
knattspyrnuhöll né upphitað gervigras svo við gátum ekk-
ert æft fótbolta. Það var aðeins hlaupið í snjónum meðan
hann var eins og púður en svo voru það styrktaræfingar innanhúss,“
segir Kristján.
Fyrsti deildarleikur HB er eftir viku en tímabilið hefst með
bikarleik gegn erkifjendunum í B36 á laugardag. „Eins og sást á
færeyska landsliðinu í Kórnum á sunnudag þá vantar leikæfing-
una. Mér finnst óþægilegt að vera að fara í mótið og vita að
liðið er ekki alveg tilbúið. Það gæti vel verið svipuð staða
með hitt liðið.“
Kristján segir hóp sinn nokkuð góðan. Hann fékk
Simun Samuelsen frá Keflavík og einnig Þórð Steinar
Hreiðarsson frá Þrótti. Þórður finnur sig vel í Fær-
eyjum. „Ég held að hann rokki feitt hérna. Ég held
að hann sé í gírnum og líki þetta mjög vel. Hann
þrammar fram og til baka um Þórshöfn með skeggið
sitt,“ segir Kristján, sem stefnir á að vinna alla titla
með liðinu og standa sig vel í Evrópukeppninni.
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON: TÍMABILIÐ HEFST HJÁ HB MEÐ BIKARLEIK GEGN B36 Á LAUGARDAG
Ég er á skemmtilegum stað og hef það gott
FÓTBOLTI Argentínumaðurinn
Lionel Messi er búinn að moka
David Beckham úr efsta sætinu
yfir þá knattspyrnumenn sem
hafa hæstar tekjur.
Messi fær tæplega 30 milljónir
punda í tekjur á ári en í þeirri
tölu eru laun, bónus og aðrar tekj-
ur utan vallar. Beckham og Ron-
aldo koma rétt á eftir en þessir
þrír eru í algjörum sérflokki á
tekjulistanum.
Það var bónus upp á 3,6 millj-
ónir punda sem lyfti Messi yfir
Beckham á listanum þetta árið.
Messi er í fjórða sæti yfir
tekjuhæstu íþróttamenn heims.
Hann er þar á eftir Tiger Woods,
Phil Mickelson og LeBron James.
- hbg
Tekjulistinn í fótboltanum:
Messi græðir
meira en Becks
Á TOPPNUM Stór Meistaradeildarbónus
skaut Messi á toppinn.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
RÍKASTIR Í BOLTANUM
Leikmenn – tekjur í millj. punda
Lionel Messi 29,6
David Beckham 27,3
Cristiano Ronaldo 27
Kaká 16,9
Thierry Henry 16,1
Ronaldinho 15,5
Carlos Tevez 13,8
Zlatan Ibrahimovic 13
Frank Lampard 12,8
Samuel Eto´o 12,4
Þjálfarar – tekjur í millj. punda
José Mourinho 11,7
Roberto Mancini 10,8
Luiz Felipe Scolari 8,5
Jürgen Klinsmann 8,1
Fabio Capello 7,5
Guus Hiddink 7,1
Sir Alex Ferguson 6,5
Pep Guardiola 5,8
Arsene Wenger 5,7
Louis Van Gaal 5,4
> Danir koma í júní
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í
gær að íslenska landsliðið í handknattleik mætir Dönum
í tveimur vináttulandsleikjum hér á landi í júní. Danir eru
að undirbúa sig fyrir umspilsleiki til
að komast á HM en Ísland er þegar
komið þar inn, þökk sé frábærum
árangri á EM í Austurríki. Leikirnir í
sumar eru aftur á móti eina tækifæri
Íslands til þess að spila einhverja
leiki áður en liðið fer
að berjast fyrir þátt-
tökurétti á næsta
EM. Þeir leikir verða í október.
FÓTBOLTI Franski vængmaðurinn
hjá FC Bayern, Franck Ribery,
segir að ekki komi til greina að
fara frá félaginu yfir til Englands.
Ribery segist eingöngu vilja
fara til Barcelona eða Real Madr-
id ef hann á annað borð fer frá
Bayern.
„Ég er ekki búinn að taka
ákvörðun um framtíðina. Ég veit
ekki enn hvað er best fyrir mig
að gera. Ef ég aftur á móti fer frá
Bayern þá fer ég til Spánar,“ sagði
Ribery. - hbg
Ribery óviss um framtíðina:
Fer ekki til
Englands
HANDBOLTI Heil umferð fer fram í
N1-deild karla í kvöld þar sem hæst
ber slag Íslandsmeistara Hauka
og Vals. Haukar eru á toppnum
en Valur fyrir utan úrslitakeppn-
ina sem stendur og þarf sárlega á
sigri að halda.
Valsliðið hefur reyndar jafn-
mörg stig og liðið í fjórða sæti,
FH, og er aðeins stigi á eftir liðinu
í þriðja sæti, HK. FH á einnig erf-
itt verkefni fyrir höndum er Grótta
kemur í heimsókn en Seltirningar
gerðu sér lítið fyrir og lögðu FH-
inga er þeir komu síðast í Krikann.
Gróttumenn eru í hörðum botnslag
og þurfa því á stigunum að halda
rétt eins og FH.
Akureyri missteig sig gegn
Gróttu í síðustu umferð og fær
Fram í heimsókn í kvöld en Fram
hafði verið á mikilli siglingu þar
til liðið lá fyrir Haukum í síðustu
umferð. Fram er á botninum og
þarf mjög á sigri að halda en Akur-
eyri er í öðru sæti deildarinnar.
Að lokum mætast Stjarnan og
HK í Mýrinni. Stjarnan vann
óvæntan sigur á FH í síðasta
leik og reif sig þar með upp úr
botnsætinu. - hbg
Fjórir leikir í N1-deild karla:
Stórleikur að
Ásvöllum
DARRAÐARDANS Þau verða eflaust
mörg skrautleg tilþrifin á Ásvöllum í
kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM