Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 22
22 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR Unnið er að algjörri endur- skoðun reglna um Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga. Til- lögurnar gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður sveitar- félaga sé metinn og úthlut- að úr sjóðnum til jöfnunar eftir því. Lagt er til að önn- ur verkefni sem sjóðurinn sinnir fari annað. Framlög sjóðsins eru forsenda rekst- urs smærri sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, Kristján L. Möller, hefur hug á að endurskoða úthlutun- arreglur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Nefnd sem hann hefur skipað skilar til- lögum sínum á næstunni og er í þeim að finna róttæka upp- stokkun á því kerfi sem nú er við lýði. Meðal þess sem lagt er til er að þau verkefni sjóðsins sem ekki lúta beinlínis að jöfnun sveitarfélaga, færist annað. Þá er gert ráð fyrir að meiri tekjur renni til sjóðsins. Flosi Eiríksson er í forsvari fyrir nefndina. Hann segir að í raun hafi skort á að skýra hver er tilgangur sjóðsins og spyr hvort hann eigi að jafna hag sveitarfélaga eða íbú- anna. Það þurfi ekki endilega að fara saman. Nefndin hefur í vinnu sinni hugsað þessi mál eftir nýjum leiðum. Útgjaldaþörfin metin Flosi segir að raunveruleg jöfnun sé í raun afgangsstærð hjá sjóðn- um í dag. Stór hluti framlaga hans sé bundinn; til Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka, Lánasjóðs sveitarfélaga, Inn- heimtustofnunar og fleira. Þá sé kveðið á um sérstök framlög vegna ákveðinn aðstæðna; sameiningar, fjárhagserfiðleika, breytinga á fasteignaskatti og húsaleigubótum, svo eitthvað sé nefnt. „Jöfnunarframlög eru tvenns konar; annars vegar er um tekju- jöfnun að ræða, þá er reynt að hífa öll sveitarfélög upp í ákveðið miklar tekjur og hitt eru útgjalda- jöfnunarframlög, þar sem útgjöld sveitarfélaga eru jöfnuð. Það er síðasta stærðin í framlögum sjóðsins, í raun afgangurinn.“ Flosi segir nefndina ganga út frá þveröfugri röð, enda sé mun eðli- legra að skoða hvernig rétt sé að jafna útgjöld. „Við viljum reikna út hver sé útgjaldaþörf sveitarfélagsins, hvað kosti að reka sveitarfélag. Síðan verði komið til móts við sveitarfélög með úthlutun úr Jöfn- unarsjóði. Við getum tekið dæmi. Segjum að meðalkostnaður við að hafa barn í skóla sé einhver ein- ing, 100 til dæmis. Ef kostar 250 að hafa barn í skóla á Hólmavík þá jöfnum við þann mismun.“ Flosi segir eðlilegast að reikna út sannanleg útgjöld sveitarfélaga í eitt ár. „Síðan reiknum við út hvað sveitarfélagið getur haft í tekjur með fullu útsvari og fullum fasteignasköttum. Mismunurinn er það sem þarf að jafna. Það er síðan ákvörðun um hvort það er jafnað að fullu eða ekki.“ Losna við verkefni Á Norðurlöndunum hafa menn gengið skrefinu lengra og metið hvað kostar að reka sveitarfélag. Almenn samstaða er um hvað ákveðin þjónusta kostar. Nokk- uð vantar upp á úrvinnslu gagna hér til að hægt sé að fara þá leið og því er miðað við ársreikninga, raunkostnaðinn. Flosi telur mjög mikilvægt að frá upphafi sé skil- greint hve mikið af framlögum inn í sjóðinn eigi að fara til jöfnunar, það verði ekki afgangsstærð. „Við ætlum að reyna að losna við þau verkefni sjóðsins sem við teljum að séu ekki hrein jöfnunar- framlög, að ýta þeim frá honum. Eftir stæðu tvær deildir; jöfnunar- deildin, þar sem væru meginverk- efni hans, og síðan ýmis verkefni sem sjóðnum hefur verið falið að sinna, til dæmis endurgreiðsla húsaleigubóta. Það snýst í raun bara um umsýslu, ríkið leggur inn í sjóð- inn og svo er greitt úr honum. Þetta hefur ekkert með jöfnuð að gera, en er alveg hægt að sinna því. Önnur verkefni ætti að færa frá sjóðnum og gera jöfnunarhlut- verkið að meginhlutverki.“ Innheimtustofnun sveitarfélaga sér um innheimtu meðlaga, meðal annars. Hallinn á þeirri stofn- un hefur aukist mikið, úr rúmum 600 milljónum í rúman milljarð á nokkrum árum. Eitt hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að greiða þennan halla. Flosi segir mikilvægt að breyta því kerfi, enda hafi það ekkert með jöfnuð að gera. Annað verkefni, þó smátt sé, er að greiða út stofnframlög vegna vatnsveitu á lögbýlum. Auka fé eða fækka verkefnum Tekjur sjóðsins nema ákveðnu hlut- falli af skatttekjum ríkisins. Þær sveiflast því með hagsveiflunni, eru miklar í þenslu en minni í hall- æri. Flosi segir það ekki heppilegt út frá hagfræðilegu sjónarmiði. Þá greiðir sjóðurinn ákveðið hlut- fall tekna til Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem er í takt við þær sveiflur. Að mati nefndarinn- ar er skynsamlegra að breyta því framlagi í fasta krónutölu. Nefndin hefur ferðast um land- ið og rætt við sveitarstjórnarfólk. Hún mun skila af sér tillögum um mánaðamót og þá er framhaldið á hendi ráðherra. Flosi ítrekar að hvert sem það verður, sé lykilat- riði að auka þurfi tekjur eða fækka verkefnum. „Það skiptir engu hvernig þú breytir Jöfnunarsjóði, á hvaða enda eða kanta, ef það koma ekki til nýir tekjustofnar eða verkefn- um fækkar þá skiptir engu máli hvernig reglunum er breytt. Þá ertu bara að færa peninga frá einu sveitarfélagi til annars.“ Styðja þarf millistóru sveitarfélögin FLOSI EIRÍKSSON FRAMLAG SJÓÐS SEM HLUTI TEKNA Fjöldi Íbúar Framlög sjóðsins innan við 20,2 tekna 25 269.061 Framlög sjóðsins 20,8% til 34,7% tekna 26 38.069 Framlög sjóðsins 35,1% tekna eða meira 26 12.573 FRÉTTASKÝRING: HVERNIG VERÐUR JÖFNUNARSJÓÐI BREYTT? KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is ENN 77 SVEITARFÉLÖG Sveitarfélög- um landsins hefur fækkað mikið undanfarin ár, úr 204 árið 1990 í 77. Ekki þykir hins vegar nóg að gert og nú er verið að vinna að nýjum hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga. Framlög úr Jöfnunarsjóði eru hluti af mörkuðum tekjustofnum sveitarfélaga. Litlu sveitarfélögin fá meira frá sjóðnum og þau stærstu ekki neitt. Flosi segir að millistóru sveitarfélögin hafi borið skarðan hlut frá borði í núverandi kerfi. Það sé nokkuð sem nefndin vilji taka á. Tekjur sjóðsins samanstanda af: a) Framlagi úr ríkissjóði sem nemur 2,12% af innheimtum skatttekjum. b) Árlegu framlagi úr ríkissjóði sem nemur 0,264% af álagning- arstofni útsvars næstliðins árs. c) Hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga er nemur 0,77% af álagningarstofni útsvars ár hvert. d) Vaxtatekjum. HLUTI TEKJU- STOFNA Húsgögn fyrir hagsýna Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Tilboð 49.900,- Fullt verð 66.900,- Tilboð 15.500,- Fullt verð 20.300,- kr. 18.800,- Beyki, Hvítt Hvítt, Hlynur, Kirsuber Bókahillur í úrvali Einkarekin í 17 ár! Tilboð 79.900,- Fullt verð 108.600,- Tilb oð Coffee Kirsuber Tilb oð Tilb oð Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.