Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 48
32 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggva-
dóttur
Strippdans hefur verið bannaður á Íslandi. Þetta eru stórtíðindi út af fyrir
sig en áður höfðu kaup á vændi verið bönn-
uð. Ferskir vindar kynjajafnréttis blása um
Alþingi, var haft eftir þingmanni í blaðinu
í gær. Ég hlýt að gleðjast yfir þessum
áfanga, kvenremban sem ég er. Mér
hefur alltaf verið illa við útgerð á nöktum
stúlkum.
FÓLK hefur á þessu misjafnar skoðanir.
ræðir þetta sín á milli á kaffistofum eins
og gengur. Kynsystur mínar gleðjast flest-
ar og einhverjir karlmenn líka. Ekki eru
þó allir sáttir. Alltaf eru einhverjir sem
trúa því að nektardansmeyjar séu ham-
ingjusamar og stundi nektardans eins
og hverja aðra vinnu, til dæmis til
að safna fyrir háskólanámi! Þá segja
sumir nektardans tiltölulega saklaust
fyrirbæri, skemmtun sem óþarfi sé að
setja lög og reglur um. Líklega myndi
þeim hinum sömu þó ekki hugn-
ast að dætur þeirra, mæður
eða systur væru gerðar út á
þennan hátt til afþreyingar
karlmönnum.
MIG grunar að fæstir þeir
sem heimsækja nektardans-
staði velti fyrir sér á hvaða
forsendum stúlkan á sviðinu
sé þarna stödd eða hvað fer í
gegnum huga hennar meðan á
sýningu stendur. Hvort henni finnist hún
niðurlægð eða henni ógnað. Eins vita allir,
þó það hafi ekki alltaf verið opinberlega
viðurkennt, að nektardansstöðum getur
fylgt önnur útgerð; vændi.
VÆNDI eru flestir sammála um að sé vont.
Fáir halda því fram að vændi sé eftirsókn-
arverð starfsgrein sem hamingjusamar
stúlkur flykkist í. Menn viðurkenna ekki
opinberlega að þeir kaupi sér kynlíf reglu-
lega eða tala um það á kaffistofunni rétt
eins og þeir hafi farið í klippingu. Vændið
tilheyrir dökkum heimi sem enginn vill
láta bendla sig við.
Á ÍSLANDI fer fram vændi þó ólöglegt
sé. Og á kaffistofunum heyrast nú raddir
sem segja að með nýjum lögum um bann á
nektardansi hafi verið lokað eina opinbera
vettvanginum þar sem hægt var að fylgjast
með vændisstarfsemi og annarri útgerð á
stúlkum. Enda ólíklegt að starfsemin detti
upp fyrir þó búið sé að setja lög. Eftir-
spurnin verður áfram fyrir hendi.
ÉG GET þó ekki annað en verið fylgjandi
banninu. Við megum ekki sætta okkur við
að nektardans stúlkna og vændi sé sjálf-
sagður hlutur sem ekki verði hróflað við.
Það er eitthvað öfugsnúið við að leyfilegt
sé að gera dætur, systur og mæður út á
þennan hátt feðrum, bræðrum og sonum til
skemmtunar. Það er bannað.
Nú er það bannað
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum
skeytum. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu.
Leik lýkur 6. apríl kl. 23:59 2010. 149 kr/skeytið.
Vinningar eru afhentir í ELKO Lindum. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
AÐAVINN
INGUR!
PALLADI
NE
47”
FLATSKJ
ÁR
FRUMSÝND 19. MARS
palla
dine 4
7”
sjónv
arp
Full H
D
VILTU VINNA
SJÓNVARP?
10.
HV
ER
VIN
NU
R!
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Frábært.
Rómverjarnir
verða
ánægðir að
heyra að...
... þú hafir
klárað Turninn
í Pisa á undan
áætlun og
undir kostn-
aðaráætlun.
Stóri-Stígur! Pondus!
Ánægjulegt!
Rautt spjald
áður en
leikurinn
byrjaði? Er
það met?
Nei! Ég
straujaði
línuvörð í
búningsklef-
anum einu
sinni í yngri
flokkunum!
Það fyrsta sem
maður gerir er að
flokka fötin eftir
litum...
... hvítt, dökkt og
litir sitt í hverju
lagi.
Eða í þínu tilfelli,
sjúskað, slitið og
upplitað.
Ég mun kannski geta
ákveðið litinn á nokkrum
bolunum mínum þegar
það er búið að
þvo þá.
Hvað
ertu að
gera?
Gæta Lóu.
Ég er stóri bróðir hennar
svo það er mitt hlutverk að
gæta þess að ekkert hendi
hana...
Ég skal gefa þér tíkall ef
þú reynir að klípa hana.