Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 24
24 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í DAG | Persaflóaríkin ÞORVALDUR GYLFASON Enginn er eyland. Þjóðir heimsins kaupa í síauknum mæli vörur og þjónustu hver af annarri. Að því marki eru eink- um tvær leiðir færar. Önnur leið- in er að flytja inn afurðir, sem útlendingar framleiða heima hjá sér. Hin leiðin er að flytja inn aðföng, bæði vélar og verkafólk og kaupa af því vörur og þjónustu til heimabrúks eða útflutnings. Flestar þjóðir gera hvort tveggja í ýmsum hlutföllum. Malbik í stað moldroks Þjóðirnar við sunnanverðan Persaflóa flytja inn vinnuafl í stórum stíl. Í Katar eru heima- menn sjálfir nú aðeins um fjórð- ungur mannfjöldans. Þrír af hverjum fjórum íbúum landsins eru aðfluttir verkamenn frá Fil- ippseyjum, Indlandi, Nepal og annars staðar að. Konur eru innan við fjórðungur lands- manna, þar eð farandverkamenn- irnir eru flestir karlar og skilja fjölskyldur sínar eftir heima. Hvers vegna hafa þjóðirnar við Persaflóa þennan háttinn á? Það stafar af því, að olíulindir þeirra gefa af sér mikinn arð til uppbyggingar, sem heimamenn anna ekki á eigin spýtur. Þeim liggur á. Þess vegna flytja þeir inn erlent vinnuafl í svo stórum stíl. Katar var fyrir fáeinum árum marflöt eyðimörk, en líkist nú Hong Kong, þar sem glitrandi háhýsin ber við blátt hafið. Kjaramunur Aðflutt vinnuafl í Þýzkalandi og á Norðurlöndum býr yfirleitt við áþekk launakjör og heimamenn. Lög og reglur kveða á um það líkt og annars staðar í Evrópu. Vinnuveitendum býðst því ekki nema að litlu leyti að undirbjóða innlent starfsfólk með innflutn- ingi ódýrs erlends vinnuafls. Við Persaflóa eru engin slík jafnrétt- islög við lýði. Þangað streymir því fólk víðs vegar að til að vinna við miklu lakari kjörum en tíðkast handa heimamönnum, en þó við mun skárri kjörum en aðflutta verkafólkið á að venjast heima fyrir. Innfæddir Arabar þurfa að keppa við aðflutta vinnuaflið og sætta sig ógjarnan eða alls ekki við þau kjör, sem útlendingarnir gera sér að góðu. Sums staðar leiðir þetta ástand til atvinnuleysis meðal innfæddra, en annars staðar, svo sem í Katar, ræður ríkið heima- menn í vinnu, ef vinnu skyldi kalla frekar en dulbúið atvinnu- leysi. Með þessu móti er heima- mönnum greidd hlutdeild í olíu- arðinum, en hún er minni en þeim ber, enda er olíuauðurinn sameign þjóðarinnar samkvæmt alþjóðasáttmálum og lögum. Konungsfjölskyldan ræður lögum og lofum í landinu. Katar er ásamt Sádi-Arabíu harðsvír- aðasta einræðisríki heims sam- kvæmt mælingum stjórnmála- fræðinga, og mega katarskar konur þó taka bílpróf. Önnur vís- bending um skárri kjör kvenna í Katar er, að konur þar eignast nú 2,4 börn að jafnaði á móti 3,4 í Sádi-Arabíu. Talan var sjö börn á hverja konu í báðum löndum 1960. Menntadeyfð Við aðstæður sem þessar slævist áhugi ungs fólks á að afla sér menntunar. Einkafyrirtæki kjósa heldur ódýrt vinnuafl frá öðrum löndum, bæði ófaglært verkafólk og arkitekta, iðnaðarmenn, lækna og verkfræðinga. Ríkið setur inn- fædda starfsmenn á launaskrá til að sporna gegn atvinnuleysi. Innan við tíundi hver karlmaður í Katar sækir háskóla borið saman við 68 prósent í Bandaríkjunum og 52 prósent hér heima. Röskur fjórðungur kvenna sækir háskóla í Katar, skólagangan er ókeypis. Flestar hverfa konurnar síðan til heimilisstarfa, án þess að skóla- gangan nýtist þeim eða þjóðfé- laginu við vinnu utan heimilis. Landsliðið í knattspyrnu er að mestu skipað útlendingum með innlent ríkisfang. Land, sem fer svo illa með helming innfædds vinnuafls, sættir sig við ýmsa aðra óhag- kvæmni. Bensín kostar aðeins 30 krónur lítrinn, þótt hægt væri að spara ógrynni fjár með því að selja bensín heldur á heimsmark- aðsverði. Leigubílar eru sjald- séðir, því að kóngurinn á einu leigubílastöðina og leyfir ekki samkeppni. Húsnæði er niður- greitt, og rafmagn er ókeypis. Konungsfjölskyldan kaupir sér með þessu móti frið til að ráðs- kast undir leyndarhjúp með arð- inn af olíulindunum. Fólkið gerir sér að góðu molana, sem hrjóta af borðum kóngafólksins. Eina umtalsverða samkeppnin í land- inu er erjur innan hirðarinnar. Aðrir þora yfirleitt ekki að láta á sér kræla, hvorki heimamenn né nýbúar. Hvað er til ráða? Ríkisstjórnin þarf að glæða áhuga ungs fólks á að afla sér fjölbreyttrar menntunar frekar en að flýja í skjól á skrifstofum ríkisins. Til þess þarf samkeppni, svo að ný fyrirtæki geti haslað sér völl við hlið olíuvinnslunn- ar. Konungsfjölskyldan þarf að losa tökin. Lýðræði myndi skipta sköpum. Við Persaflóa G rátkór íslenskra útvegsmanna hefur starfað hér á landi svo lengi sem elstu menn muna. Lengi naut kórasam- bandið þess skilnings hjá framkvæmdar- og löggjafar- valdi að hag landsmanna var stýrt með handafli eftir því hvernig stóð á í bókum stórra og smárra útgerða. Fiskverð og fjárfestingar útgerða réðu því hvað sokkapar kostaði iðnverkakonu og afgreiðslumann. Gengið var látið hoppa upp og niður eftir hag útgerðarinnar. Svo tók að rofa til: með samstilltu átaki var komið skipulagi á veiðar, úrelding flotans var mál dagsins, skikk komið á veiðarnar þó enn væru verndarsjónarmiðin ekki djúptæk, áfram haldið að skrapa botninn á miðunum sem í dag eru líkast til stærsta mann- gerða svæði á landgrunninu og því sem upp úr sjó stendur. Kvótamálið hefur síðan verið stærsta misklíðarefni íslenskra þjóðmála, svo flókið úrlausnar að öllum stjórnmálahreyfingum er um megn að leysa það til framtíðar svo öllum líki. Hugmyndir manna um hægfara fyrningu veiðiréttinda um fimm prósent ár hvert hafa útgerðarmenn og samtök þeim hliðholl, sjómenn og sveitarfélög, talið ógna tilveru atvinnugreinarinnar. Og líkt og forðum fara fremstir í hagsmunagæslunni einstaklingar á launum, háværir menn og til í tuskið enda hagsmunirnir ærnir, svo miklir að útgerðarauðvaldinu dugði ekki minna en að kaupa heilt dagblað undir stefnumið sín: að halda fast í allt sem þeir þegar höfðu og fengu upp í hendurnar, ýmist vegna veiðisögu, eða þá með kaupum á kvóta á markaði. Nú má greina þræði frá því fyrirkomulagi til þess mikla hruns efnislegra gæða sem varð og blasir daglega við hverri fjölskyldu í landinu. Við erum enn að borga niður rekstur útgerðarmanna og stjórnarskrárvarið eignarhald þjóðarinnar á auðæfum sjávar er einskis virði í augum útgerðarmanna. Meðan þeir hafa nýtingar- réttinn á sínu valdi. Nýlegt upphlaup Samtaka atvinnulífsins vegna veiðiréttar á skötusel er til marks um það að atvinnurekendur í landinu ætla í fleirtölu að ganga erinda stórútgerða. Skötuselurinn skóp skjald- borg um eignarhald í sjávarútvegi. Tilefnið er fyrirsláttur. Það er mat stjórnarmanna í Samtökum atvinnurekenda að nú sé lag til að berja niður lýðræðislega kjörna landsstjórn og það henti að ganga erinda útgerðarinnar í orði um sinn. En þá rekst eitt á annars horn í raunveruleikanum: landsstjórnin hótar þjóðaratkvæði um fyrn- ingarleiðina, við skoðun kemur í ljós að sjávarútvegurinn í landinu er skuldsettur upp í stromp og eiginfjárstaða í mínus. Útgerðin var á fleiri miðum en fiskmiðum. Sömu menn og gráta nú með sogum fimm prósenta fyrningu og uppboð sáust lítt fyrir þegar þeir steyptu sér í skuldasöfnun, þeir hugsuðu ekki í fimm prósentum þá. Það voru stærri tölur sem freistuðu þeirra. Og hvað gerðist ef kaup hækkaði um fimm prósent? Eða verðfall yrði um fimm prósent? Er ekki eðlilegt að spurt sé? Hvenær ætla íslenskir útgerðarmenn að taka upp tal í alvöru við þjóðina sem góðfúslega hefur lánað þeim miðin sem þeir fiska á? Eða þurfa þeir þjóðaratkvæðagreiðslu til að skipta um tóntegund og söngstíl? Harmurinn um hlutinn: Fimm prósent menn PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Eldri borgarar mótmæla UMRÆÐAN Helgi K. Hjálmsson skrifar um málefni aldraðra Landssamband eldri borgara (LEB) mótmælir harðlega þeirri ósvífni stjórnvalda, sem kemur fram í niðurskurði hvað varðar hjúkrunarheimili fyrir aldraða og öryrkja og lyfja- kostnað sömu hópa. Þá mótmæl- ir sambandið því samráðsleysi, sem viðgengst á flestum sviðum hvað þessi mál varðar og virð- ist einnig einkenna margar ráðstafanir þessarar ríkisstjórnar. Krefjumst við breytinga þar á. Við teljum lágmarks kurteisi að fólk sé virt viðtals. Landssamband eldri borgara leggur jafnframt megináherslu á að fjárforræði aldr- aðra sé virt enda telst það til grundvallarmann- réttinda. Það er óviðunandi að þeir sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum hafi ekkert um sín fjármál að segja en fái þess í stað skammtaða vasapeninga. Því krefst LEB þess að núverandi greiðslufyrirkomulag á öldrunarstofnunum verði lagt niður og fjárhagslegt sjálfstæði aldraðra verði tryggt. LEB leggur jafnframt áherslu á að fjölga þjón- ustu- og búsetuúrræðum aldraðra. Þannig eiga þeir sem þess óska að geta dvalið sem lengst á heimilum sínum og fá þar sem besta þjónustu, án þess að íþyngja fjölskyldum sínum. Jafnframt er lögð áhersla á að þeir sem þess óska geti dvalið á sambýlum þar sem hugað er að andlegum, til- finningalegum, félagslegum og líkamlegum þörfum þeirra. Þá mótmælir LEB því að svo virðist sem taka eigi upp gömlu hreppaflutningana á ný, en þeir voru aflagðir 1937, en nýjasta dæmi um það var varðandi öldrunarstofnunina Sólborg á Flateyri undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðurinn er fyrst og fremst fólginn í því, að losa ríkið undan ýmsum greiðslum. Í staðinn borgar gamla fólkið og öryrkjarnir sem ekki geta bætt sér upp aukin útgjöld með því að auka tekjur sínar. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Landssambands eldri borgara. HELGI K. HJÁLMSSON Þjóðarsátt Framsóknarflokkurinn lagði fram í gær tillögu um þjóðarsátt; lista yfir verkefni sem „[l]agt er til að allir flokkar á Alþingi sammælist um að vinna að“. Tillögurnar eru allrar athygli verðar. Í meðfylgjandi greinar- gerð kemur fram að stjórnmálaflokk- unum á þingi hafi ekki tekist að vinna saman að úrlausn ýmissa vandamála. Það standi þó ekki upp á Framsóknarflokkinn. Hann hafi ítrekað sýnt í verki að hann sé reiðubúinn til sam- vinnu um endurreisnarstarfið. Sem dæmi um viðleitni sína til samstarfs við aðra flokka nefnir Framsóknar- flokkurinn að hann hafi til dæmis varið ríkisstjórn falli, kynnt útfærðar tillögur í efnahagsmálum, talað fyrir auknu samstarfi og fleira. Þjóðar- sáttin hefur með öðrum orðum strandað á því að hinir flokkarnir voru ekki reiðubúnir til að gera eins og Framsóknarflokkurinn vildi. Loksins ánægðir með Hafró Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður og varaformaður LÍÚ, bloggar um skötuselslögin á Pressunni. Eiríki þykir það skjóta skökku við að VG, sem álíti sig umhverfisvænan flokk, vilji auka veiðar á skötusel um allt að 2.000 tonn. Það sé þvert á álit Hafró. Það er gott að samtökin meta álit sérfræðinga mikils. Hingað til hafa útgerðarmenn nefnilega ekki gefið alltof mikið fyrir tillögur Hafró. LÍÚ lagði til dæmis til að skötusels- kvóti ársins yrði 3.000 tonn. Hafró lagði til 2.500 tonn, sem og varð. Talið er líklegt að sjávar- útvegsráðherra heimili veiðar á 700 tonnum til viðbótar. Heildarkvótinn yrði því um 200 tonnum meiri en LÍÚ lagði til. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.