Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 16
16 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Þú getur treyst því að okkar fólk veit um hvað það er að tala40 ára reynsla auðveldar þér að finna rétta varahlutinn Hjá HEKLU hefur þú val milli þess að fá upprunalega varahluti bílaframleiðenda eða ódýrari hluti annars staðar frá. Jón Magnússon og félagar hafa meira en 40 ára reynslu af því að finna réttu vara- og aukahlutina fyrir þig á svipstundu. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Einstök vöruþekking 200.000 vörunúmer UMHVERFISMÁL Nýr vatnspóstur hannaður af Sigurði Guðmunds- syni, listamanni og rithöfundi, var tekinn formlega í notkun við göngu- og hjólastíginn í Fossvogsdal fyrir skömmu. Vatnspósturinn er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og stendur vestan við enda Árlands. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að fyrirtækið hafi á undanförnum árum komið fyrir útivatnspóstum við Ægisíðu, Skóla- vörðuholt, Nauthólsvík, Sæbraut, í Árbæ og við Korpu. Einnig eru tveir vatnspóstar á Akranesi. Þá séu hundruð vatnspósta í skólum og stofnunum borgarinnar. - gar Þjónusta aukin við útivistarfólk við göngu- og hjólreiðastíg í Fossvogsdal: Kalt vatn að drekka úr nýju listaverki VATNSPÓSTUR Í FOSSVOGSDAL Lúðra- sveit lék og leikskólabörn fylgdust með þegar formaður umhverfisráðs, Gísli Marteinn Baldursson, vígði nýja vatnspóstinn. FÆREYJAR Allar konur á Lögþingi og í landstjórn Færeyja hafa samein- ast um ályktun gegn þingsályktun- artillögu um að skipta Færeyjum upp í fimm kjördæmi, en eyjarnar eru nú eitt kjördæmi. Konurnar, sem eru úr fjórum stærstu stjórnmálaflokkunum, benda á að á lögþinginu séu ein- ungis fimmtán prósent þingmanna konur, eða fimm af 33. Þrjár eru að auki í landsstjórn. Nær ómögulegt hafi verið fyrir konur, úr öðrum kjördæmum en því þéttbýlasta, að komast á þing áður en þeim var fækkað úr sjö í eitt árið 2008. Í fjórum gömlu kjör- dæmanna hafi til að mynda engin kona nokkurn tíma verið kjörin á þing. Það að fjölga kjördæmunum að nýju vinni gegn hugmyndum um jöfnuð meðal fulltrúa kvenna og karla á þingi. Færeyski Sósíalurinn segir frá þessu og getur þess einnig að á sama tíma og Færeyingar ræða um að fjölga kjördæmum að nýju ætli Íslendingar að gera allt sitt land að einu kjördæmi. Einnig er þess getið að fleiri konur en karlar standi að íslensku tillögunni. - kóþ Allar færeyskar konur á þingi og í landstjórn vilja hafa eitt kjördæmi áfram: Fleiri kjördæmi færri konur MOTTUR ALLS STAÐAR Þessi áhorfandi mætti á kappreiðarnar í Celtenham í Englandi með lítinn hatt og mottu, sem fylgdi reyndar slörinu. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Ögmundur Jónasson og Þuríður Backman, þingmenn Vinstri grænna, vilja að bannað verði að auglýsa vörur sem hætt er við að fólk rugli saman við áfengar vörur. Í frumvarpi, sem þau hafa lagt fyrir Alþingi, kemur fram að þótt lengi hafi verið bannað að auglýsa áfengi og einstakar áfengistegundir hafi seljendur áfengis í auknum mæli auglýst óáfenga drykki með sömu nöfnum og áfenga og í líkum umbúðum. Nefnd á vegum Ríkislögreglu- stjóra hafi lagt til að Íslending- ar fylgdu fordæmi Norðmanna og bönnuðu slíkar auglýsingar á sama hátt og ódulbúnar áfengis- auglýsingar. - pg Tveir þingmenn VG: Vilja herða áfengisauglýs- ingabanniðÖRYGGISMÁL Gengið hefur verið frá samningsdrögum á vegum Siglingaöryggisstofnunar Evr- ópu (EMSA) um miðlun upplýs- inga um siglingar milli landa við N-Atlantshaf. Aðilar að samn- ingnum auk Íslendinga eru Norðmenn, Danir, Færeyingar, Bretar og að öllum líkindum Kanadamenn. Upplýsingarnar nýtast við leit að skipum sem ekki uppfylla alþjóðlegar kröfur til dæmis um tilkynningaskyldu, búnað og siglingaöryggi. Þetta er fjórða svæðisbundna upplýsingakerfið sem komið er á fót innan Evrópu. Upplýsingaviðmót EMSA um siglingar hefur fengið nafnið STIRES og Siglingastofnun hefur gengið frá samningi við EMSA um afnot af kerfinu. - shá Upplýsingamiðlun: Siglingaöryggi styrkt frekar STJÓRNMÁL Íbúasamtök Norðlinga- holts og Samfylkingarfélagið í Árbæ fagna bæði ákvörðun borg- aryfirvalda um að leigja MEST- húsið svonefnda í Norðlingaholti undir íþrótta- og tómstundastarf í hverfinu. Borgarráð tók ákvörðun þar um fyrir skömmu. Í tilkynningu íbúasamtakanna segir að með samningnum verði bætt úr aðstöðuleysi barna og ungmenna í Norðlingaholti en engin íþróttaaðstaða hafi verið í hverfinu. - bþs Borgin leigir MEST-húsið: Gleði í Norð- lingaholtinu FÆREYJAR Allar helstu konur færeyskra stjórnmála leggjast gegn fjölgun kjör- dæma. FRÉTTABLAÐIÐ/HÓLMFRÍÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.