Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 50
34 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Ath kl. 21 í Múlanum Næstu tónleikar tónleikaraðar Jazz- klúbbsins Múlans fara fram í kvöld. Fram kemur Kvartett söngkonunnar Maríu Magnúsdóttur. Meðreiðarsveinar hennar eru gítarleikarinn Rafn Emils- son, á bassa leikur Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og trommuleikarinn Scott McLemore. Tónleikar Múlans í Jazz- kjallaranum á Café Cultura, Hverfis- götu 18. > Ekki missa af … gestaleikjum á Akureyri um páskana, Norðlendingar. Hellisbúinn mætir í Sjallann 3. apríl og verður aðeins ein sýning af þessum vinsæla einleik. Þá er LA með gestaleik í boði fyrir alla fjölskylduna, Horn á höfði, sem frumsýnt var í Grindavík í haust og fékk frábæra dóma. Sýningar hefjast í Rýminu 31. mars. Sjá nánar á vef Leikfélagsins, WWW.leikfelag.is. Í dag verður opnuð, í Studio Stafni Ingólfsstræti 6, sölu- sýning á tuttugu listaverkum eftir Guðmund Thorsteinsson „Mugg“. Verkin eru úr einkasafni sem samanstendur af olíu- málverkum, vatnslitamyndum, litkrítarmyndum og blek- og blýantsteikningum. Langt er síðan jafn mörg verk eftir Mugg hafa verið til sýnis í einu og leita þarf allt aftur til yfirlitssýningar Listasafns Íslands árið 1990 til að finna fleiri verk eftir Mugg á einni sýningu. Muggur vann sér strax á unga aldri ást og aðdáun hér á landi og reyndi fyrir sér á mörgum sviðum en myndlist varð hans líf, og þótt verkin væru sundruð og dreifðust á marga staði þá bera þau flest höfundareinkennin, persónulega teikningu, fjölbreytt svið viðfangsefna. Gefur þessi sýning kjörið tækifæri til þess að sjá verk hans, sem mörg hver hafa ekki sést áður opinberlega. Áhugasömum um verkasafn hans gefst einstakt tækifæri til að komast yfir verk eftir þennan dáða myndlistarmann sem féll frá í blóma lífsins. Sýningin er opnuð kl. 20.00 fimmtudagskvöldið 25. mars og stendur til 10. apríl. Opið verður alla virka daga frá kl. 14.00- 17.00, nema mánudaga. Tuttugu verk eftir Mugg til sölu Á laugardagskvöldið er frumsýning í Borgarleik- húsinu á nýju íslensku leikverki sem kallast Eilíf óhamingja. Höfundarnir eru þeir Andri Snær Magnason og Þorleifur Arn- arsson. Verkið er sjálfstætt framhald verksins Eilíf hamingja, sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýn- enda sem og áhorfenda. Í kynningartextum leikflokksins Lifandi leikhúss, sem Þorleifur Arnarsson stendur fyrir, segir svo um erindi hópsins sem að sýning- unni stendur: „Um hvað á að skrifa leikverk á Íslandi í dag? Hvernig á að skrifa dramatík þegar hún blas- ir alls staðar við? Hver vill fara í leikhús til að upplifa aftur harm- leik hversdagsins þegar embætt- ismenn lofa skýrslum sem munu láta karlmenn gráta?“ Verkið er kallað samtímaleikrit enda sett saman á síðustu mánuðum og þar er reynt, reyndar í Góðum Íslend- ingum sem einnig var á fjölum Litla sviðsins fyrr í vetur, að tak- ast á við núið, það sem er að ger- ast, og ekki gerast, í samfélagi okkar í dag. Hér og nú. Andri Snær og Þorleifur segja um sýninguna: „Það er skylda leik- hússins að kryfja og rannsaka.“ Þeir hafa rætt við þúsund Íslend- inga segja þeir og hlustuðu á fimm þeirra og settu þá á svið: Við erum stödd í óræðu herbergi. Fimm manneskjur eru komnar saman. Ólíkar manneskjur en samt allar tengdar á einhvern hátt. Dr. Matt- hildur fær þetta fólk til meðferð- ar. Hún setur skýrar leikreglur. Það er bannað að segja Ísland, það er bannað að segja hrun. Það er bannað að segja útrás, IceSave og stjórnarskrá. Matthildur krefst fullkomins heiðarleika, fullkom- ins gegnsæis. Allt verður að koma fram – það má ekki leyna neinu. Heimurinn fylgist með og vill læra af okkur. Matthildur kemur af stað uppgjöri og það kemst enginn út – fyrr en allt liggur á borðinu! Leikstjóri og annar höfundur, Þorleifur Örn Arnarsson, var að ljúka námi frá einum helsta leik- listarskóla Þýskalands, Ernst Busch í Berlín. Á síðustu tveimur árum hefur hann leikstýrt sýning- um á stórum leiksviðum í Þýska- landi við góðan orðstír, nú síðast með uppsetningu á Clockwork Orange, og hefur hún hlotið mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Andra Snæ Magnason þarf vart að kynna enda löngu landsþekktur fyrir verk sín og hugmyndaauðgi. Andri Snær hlaut hin virtu Kairos- verðlaun í Þýskalandi nýlega fyrir framlag sitt til samfélagsumræðu með verkum sínum. Verk hans hafa verið gefin út eða sýnd í 22 löndum og þau hafa hlotið marg- víslegar innlendar og alþjóðlegar viðurkenningar. Aðrir aðstandendur sýningar- innar eru þau Símon Örn Birgis- son dramatúrg, leikmynd annast Drífa Freyju-Ármannsdóttir, bún- inga gerir Judith Amalía Jóhanns- dóttir, Kjartan Þórisson lýsir en leikendur eru Atli Rafn Sigurðs- son, Guðjón Þorsteinn Pálma- son, Orri Huginn Ágústsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir. Verkið er sett upp í samstarfi við Leikfélag Reykja- víkur og Borgarleikhúsið. pbb@frettabladid.is Meðferðarúrræðin duga LEIKLIST Átök í merðferðarprógramminu? Við bíðum og sjáum hvað setur: Orri og Sara að slást. MYND LIFANDI LEIKHÚS/GUÐMUNDUR RÚNAR KRISTJÁNSSON Von er á góðum gesti hingað til lands um næstu helgi. Dick Ring- ler, prófessor og Íslandsvinur, er höfundur bókarinnar Bard of Iceland sem kom út hjá Máli og menningu í liðinni viku. Þar rekur Ringler ævi Jónasar Hallgríms- sonar og útlínur af sögu Íslands fram að tíma hans en þorri bók- arinnar, sem er 474 síður, eru rómaðar þýðingar Dicks á ensku á ljóðum og prósa eftir þetta höf- uðskáld Íslendinga. Bard of Ice- land er viðamesta og markverð- asta bók sem út hefur komið um íslenskt þjóðskáld á erlendu máli og um leið afar áhugavert fræðirit um ljóðaþýðingar. Höfundurinn Dick Ringler, prófessor emeritus í enskum mið- aldabókmenntum og norrænum fræðum við Wisconsin háskóla, fjallar um Jónas af víðsýni og ein- stöku innsæi og birtir jafnframt þýðingar sínar á lykilverkum hans með ítarlegum skýringum. Ringler hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um íslenskar og enskar bókmenntir og verið vin- sæll kennari og fyrirlesari bæði í heimalandinu og hér á landi um áratugaskeið. Bard of Iceland kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 2002 en er nú loksins fáanleg hérlendis. Í bókinni rekur Ringler sögu Jónasar, kynnir landshætti hér og í Danmörku og tengir skáldið við strauma og stefnur síns tíma, m.a. við skáldskap samtímamanna hans í Evrópu. Einnig er í bók- inni ítarleg umfjöllun um bragar- hætti sem Jónas notar, íslenska og erlenda. Endurútgáfa þessi er styrkt af sjálfseignarstofnuninni Hannes- arholti (http://www.hannesarholt. is/) og ætlunin er að halda upp á hana í húsinu sem Hannes Haf- stein byggði á Grundarstíg 10. Það hús er nú verið að endurgera. - pbb Ævisaga Jónasar á ensku BÓKMENNTIR Loks opnast heimur Jónasar enskum lesendum. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Góða nótt, yndið mitt - Kilja Dorothy Koomson Fíasól og litla ljónaránið Kristín Helga Gunnarsdóttir Veröld sem var - kilja Stefan Zweig Bankster - kilja Guðmundur Óskarsson Póstkortamorðin - kilja Liza Marklund/J. Patterson Meiri hamingja Tal Ben-Shahar Risasyrpa - Í grænum sjó kilja - Walt Disney METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 17.03.10 - 23.03.10 Sálmabók Skálholtsútgáfan Loftkastalinn sem hrundi - kilja - Stieg Larsson Þegar kóngur kom - kilja Helgi Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.