Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 66
50 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
KÖRFUBOLTI Úrslitakeppni Iceland
Express-deildar karla hefst í kvöld
með tveimur leikjum þar sem
deildarmeistarar KR taka á móti
ÍR í DHL-höllinni og Keflavík fær
Tindastól í heimsókn í Toyota-höll-
ina. Á morgun fara síðan hin tvö
einvígin af stað þar sem Grinda-
vík tekur á móti Snæfelli og Stjarn-
an fær Njarðvíkinga í heimsókn í
Garðabæ.
Fréttablaðið fékk Bárð Eyþórs-
son, þjálfara Fjölnis til að spá í ein-
vígi átta liða úrslitanna. Bárður er
eins og margir aðrir spenntir fyrir
úrslitakeppninni sem hefur allt til
þess að bera að verða fyrsta flokks
þetta vorið.
„Ég held að þessi úrslitakeppni
í ár verði sú jafnasta og flottasta
sem hefur verið hingað til. Mér
fannst í mörgum leikjum, sem
maður spilaði sjálfur í eða horfði
á, að það væri kominn titringur í
menn. Þegar maður talaði við leik-
menn og þjálfara þá var kominn
mjög snemma úrslita keppnisbragur
á þetta,“ segir Bárður.
KR-ÍR 2-0
„ÍR-ingar eru með hörku mann-
skap en maður veit aldrei hvern-
ig þeir mæta í leikina. Það er búið
að vera þeirra helsta vandamál í
vetur. Þeir eru klárlega með lið
sem getur strítt KR-ingunum veru-
lega,“ segir Bárður.
„Ef KR-ingar koma tilbúnir í
leikina þá eiga þeir að slá þá út 2-
0,“ segir Bárður um einvígi KR og
ÍR.
Keflavík-Tindastóll 2-0
„Ég held að Keflvíkingarnir séu
alltof sterkir fyrir Tindastól. Hörð-
ur Axel er búinn að spila mjög vel
í vetur og Keflvíkingar eru farn-
ir að spila af meiri hörku eins og
sást í seinni hálfleik á móti KR,“
segir Bárður.
„Þeir eru farnir að sýna öðru
hvoru viðhorfið sem var hjá þeim
í gamla daga. Ég held bara að
Keflavíkingar séu of sterkir, þeir
vinna þá tiltölulega auðveldlega á
heimavelli en það gæti orðið erf-
iðara fyrir norðan,“ segir Bárður
um einvígi Keflavíkur og Tinda-
stóls. Hann hefur trú á sínum
gömlu lærisveinum í Snæfelli á
móti Grindavík.
Grindavík-Snæfell 0-2
„Ég held að þetta fari 2-0 fyrir
Snæfell. Þeir eru með sterkari hóp
og þeir eru með Hlyn Bæringsson.
Það er komið aðeins meira jafn-
vægi í leik Grindvíkinga eftir
að Darrel Flake kom en ég held
að liðsheildin sé sterkari hjá
Snæfelli,“ segir Bárður.
Snæfellingar hafa ekki verið
neitt svakalega sterkir varnarlega
í vetur en ég held að hefðin fyrir
því að spila vörn í Hólminum sé
fyrir hendi og þeir lagi hana fyrir
úrslitakeppnina. Báðir leikirnir
vinnist samt með innan við fimm
stigum,“ segir Bárður um einvígi
Grindavíkur og Snæfells.
Stjarnan-Njarðvík 1-2
Bárður átti erfiðast með að spá
fyrir um einvígi Stjörnunnar og
Njarðvíkur. „Þetta verður rosa-
legt einvígi og þessi rimma fer 2-1
en ég á erfitt með að segja hverjir
fara áfram,“ segir Bárður.
„Ef ég á að hallast á annað hvort
liðið þá er það frekar á það að
Njarðvík vinni þetta 2-1, þar sem
úrslitakeppnin er tíminn hans
Nicks Bradford. Hann er flottur
gaur við þessar aðstæður, nýtur
sín vel og virðist ná mönnum upp
á tærnar,“ segir Bárður, sem telur
að Njarðvíkingar taki nú við sér.
„Njarðvíkingar tapa þessu ef
þeir halda áfram að spila eins og
þeir hafa verið að gera upp á síð-
kastið en ég hef ekki trú á því að
þeir geri það. Siggi kemur þeim í
gírinn og svo eru þeir með Brad-
ford og heilmikla reynslu. Ég hef
trú á því að Njarðvíkingarnir fari
í gang og fari þeir í gang þá geta
þeir farið alla leið. Þeir þurfa samt
að fara í gang,“ segir Bárður.
Hér til hliðar má síðan sjá spá
þjálfara Hamars (Ágústs Björg-
vinssonar) og Breiðabliks (Sæv-
alds Bjarnasonar) í samanburði
við spá Bárðar. ooj@frettabladid.is
Sú jafnasta og flottasta
Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, spáði í einvígin í átta liða úrslitum Iceland
Express-deildar karla í körfubolta. Veislan hefst í kvöld með tveimur leikjum.
HANS TÍMI KOMINN Bárður Eyþórsson
segir að úrslitakeppnin sé tíminn hans
Nicks Bradford og það gæti hjálpað
Njarðvíkingum að komast aftur í gang.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÓGLEYMANLEGUR ODDALEIKUR Hápunktur frábærar úrslitakeppni í fyrra var oddaleikur KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratit-
ilinn. Það stefnir í ekki síðri úrslitakeppni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPÁ ÞJÁLFARANNA
Hér fyrir neðan má sjá hvernig Bárð-
ur Eyþórsson, þjálfari Fjölnis (9. sæti),
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars
(10. sæti,) og Sævaldur Bjarnason,
þjálfari Breiðabliks (11. sæti) spá því
hvernig átta liða úrslitin fara. Þeirra
lið voru næst því að komast í úrslita-
keppnina í ár.
Einvígi átta liða úrslitanna 2010
KR-ÍR KR áfram
Bárður Eyþórsson 2-0
Ágúst Björgvinsson 2-0
Sævaldur Bjarnason 2-0
Keflavík-Tindastóll Keflavík áfram
Bárður Eyþórsson 2-0
Ágúst Björgvinsson 2-0
Sævaldur Bjarnason 2-0
Grindavík-Snæfell Snæfell áfram
Bárður Eyþórsson 0-2
Ágúst Björgvinsson 2-1
Sævaldur Bjarnason 1-2
Stjarnan-Njarðvík Stjarnan áfram
Bárður Eyþórsson 1-2
Ágúst Björgvinsson 2-1
Sævaldur Bjarnason 2-1
N1 Deildin
KARLAR
Fimmtudagur
Höllin
Kaplakriki
Ásvellir
Mýrin
Akureyri - Fram
FH - Grótta
Haukar - Valur
Stjarnan - HK
19:00
19:30
19:30
19:30
2009 - 2010
Aqua 25 innimálning
á böð 4 lítrar
3.995
Deka Pro 4. Loft og
veggjamálning. 10 lítrar
4.990 kr.Deka Pro 10
Innimálning. 10 lítrar
5.895 kr. Trappa, 4 þrep
4.995
Allir sem taka þátt fá páskaegg frá Nóa Síríus.
Myndavél og páskaegg í verðlaun fyrir skemmtilegustu
skreytinguna. Skilafrestur til og með 29. mars.
Sjá nánar á www.a4.is
Komdu og kíktu á lifandi
páskaunga hjá okkur
á Smáratorginu.
Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is
Gleráreyrum 2, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is
Páskaföndurkeppni í A4
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…