Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 8
8 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Hvaða skemmtistaður í miðbænum brann aðfaranótt miðvikudags 2 Hvaða hljómsveit missti hluta af hljóðfærum sínum í brunanum? 3 Hvaða lið keppa í úrslitum IcelandExpress-deildar kvenna í körfubolta? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 54 humarveisla í Nettó 999 kr/pk. HUMAR 1 kg SKELBROT Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur m ar kh on nu n. is Tilvalin fermingagjöf x6 Punktar gilda sexfalt 19.900 kr. Safnkortshafar borga aðeins auk 1000 punkta Fullt verð 25.900 kr. SAMSUNG ES-55 STAFRÆN MYNDAVÉL 10,2 megapixla, 2,5” skjár, með hristivörn og styður vörn gegn rauðum augum. N1 Meira í leiðinni WWW.N1.IS NOREGUR Þrír eru látnir og í það minnsta þrír alvarlega slasaðir eftir að mannlausir lestarvagnar fóru út af lestarteinunum við höfnina í Sjur- søya í Ósló klukkan 13.20 í gær. Lest- arvagnar lentu á vöruskemmu sem hrundi að hluta við áreksturinn. „Þetta var eins og á vígvelli,“ sagði sjónarvottur við Norska sjón- varpið. Hinir látnu og slösuðu voru við vinnu í eða við skemmuna sem vagnarnir höfnuðu á, segir Martine Laeng, talsmaður lögreglu í Ósló. Lestin var stopp með sextán tóma lestarvagna á lestarstöð í Alnabru, um fimm kílómetra frá höfninni. Af óskýrðum ástæðum losnuðu vagn- ar frá lestinni og runnu af stað eftir lestarteinunum niður bratta brekku í áttina að stórskipahöfninni í Sjursøya. Í það minnsta einn lestarvagn- anna fór í gegnum vöruskemm- una, og aðrir höfnuðu á bílum og vinnutækjum við höfnina. Nokkrir vagnanna enduðu í höfninni. „Fyrst heyrði ég í lest sem virt- ist vera að koma miklu hraðar en þær gera venjulega,“ segir sjónar- votturinn Vegard Halveg í samtali við Dagbladet. „Við rukum út til að sjá hvað væri að gerast og sáum lest- ina nálgast. Ég held hún hafi verið á 100 kílómetra hraða. Við sáum einn vagnanna velta á bryggjunni, takast á loft og hverfa í sjóinn.“ Talsmaður lögreglu sagði að ástæður þess að lestarvagnarnir losnuðu og runnu af stað yrðu rann- sakaðar ofan í kjölinn. Ekki er vitað til þess að Íslend- ingar hafi lent í slysinu, segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. brjann@frettabladid.is Þrír létu lífið í lestar- slysi í Sjursøya í Ósló Mannlausir lestarvagnar fóru út af sporinu við stórskipahöfnina í Ósló í gær. Vagnar lentu á miklum hraða á vöruskemmu. Að minnsta kosti þrír eru látnir. LESTARSLYS Lestarvagn fór í gegnum vöruskemmu við höfnina og hafnaði í sjónum. Þeir sem létust og slösuðust voru að vinna í eða við húsið sem hrundi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hjón í Kópavogi, sem eru eigendur hundsins Skugga, og Vátryggingafélag Íslands hafa verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af skaðabótakröfu bréfbera sem Skuggi beit. Bréfberinn kvaðst hafa hlotið opið sár á mjöðm, þegar hundurinn beit hann, og orðið fyrir áfallastreitu. Skuggi var ábyrgðartryggður hjá VÍS. Bréfberinn taldi vörslu hundsins hafa verið ábótavant. Eigendur Skugga voru á öndverðum meiði. Í mars 2006 kom bréfberinn á lögreglustöð- ina í Kópavogi og tilkynnti að svartur og stór hundur hefði bitið sig í vinstri mjöðm daginn áður þar sem hann hefði verið að störfum. Fyrir dómi lagði bréfberinn fram matsgerð sem unnin var af bæklunarlækni Þar kom fram að bitsárið hefði gróið eðlilega og hafi ekki skilið eftir sig varanlegt mein. Hins vegar kom fram í matinu að: „… eftir slysið hefur slasaði fengið einkenni um áfalla- streitu þar sem hann endurupplifir slysa- atburðinn, dreymir um hann, er mjög hrædd- ur og hvekktur við að sjá hunda, sérstaklega ef þeir koma aftan að honum eða eru stórir.“ Dómurinn féllst ekki á matsgerðina enda væri hún einungis byggð á frásögn stefnanda. Bæklunarlæknirinn hefði verið fenginn án dómkvaðningar til starfans. Það hefði verið gert án samráðs við stefndu sem gafst ekki kostur á að fylgjast með matsferlinu og eftir atvikum að hafa áhrif á það. Dómurinn taldi ekki sýnt fram á að bréfber- inn hefði orðið fyrir tjóni sem eigendur Skugga beri ábyrgð á og sýknaði þá og VÍS. - jss Hjón og vátryggingafélag sýknuð af skaðabótakröfu vegna hundsbits: Hundurinn Skuggi beit bréfbera PÓSTURINN Maðurinn var að bera út póst þegar hund- urinn beit hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.