Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 58
42 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Damon Albarn, maðurinn á bak við Gorillaz, gæti verið í vondum málum eftir að hann kveikti sér í sígarettu á tónleikum með sveit- inni. Gorillaz-tónleikarnir voru haldnir á reyklausum bar í Port- smouth. Damon verður að líkind- um sektaður fyrir uppátækið og gæti sektin numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Reykingar Damons hafa valdið miklum usla meðal baráttuhópa gegn reykingum. Einn úr þeirra hópi sagði við Daily Mirror: „Það er engin afsökun fyrir þessari hegðun og lögin eru mjög skýr. Ég býst við að yfirvöld grípi til viðeigandi aðgerða. Verst eru samt skilaboðin sem þetta send- ir til aðdáenda. Þessi hegðun er mjög óábyrg.“ Rándýr retta hjá Damon DÝR SMÓKUR Damon Albarn gæti þurft að borga hálfa milljón í sekt fyrir að reykja á skemmtistað í Portsmouth. NORDICPHOTOS/GETTY Rokkarinn Iggy Pop er hættur sviðsdýfum í bili eftir að hann meiddist illa á tónleikum í Carn- egie Hall í New York. Þar stökk Iggy af sviðinu eins og svo oft áður en í þetta sinn var enginn til að grípa hann. „Þegar ég lenti meiddi ég mig og ég áttaði mig á því að Carnegie Hall er kannski ekki rétti staðurinn fyrir sviðs- dýfur,“ sagði Iggy sem er 62 ára. „Áhorfendurnir föttuðu ekkert hvað ég var að gera.“ Hljómsveit hans, The Stooges, ætlar að taka upp nýja plötu á næstunni eftir að Raw Power-tónleikaferðinni lýkur. Iggy hættur sviðsdýfum IGGY POP Rokkarinn sérstæði er kominn í pásu frá sviðsdýfum eftir slæmt fall í Carnegie Hall. Hvítasunnuhelgina 21.–24. maí verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildar- mynda, haldin í fjórða sinn á Patreks- firði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildarmyndir er hátíðinni ætlað að vera tæki- færi fyrir kvikmyndagerð- arfólk og áhugamenn um heimildarmyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildarmynd- in á Skjaldborg 2010 valin af áhorfendum. „Þarna fjölmennir fólk, bæði kvikmyndagerðarmenn og áhugamenn. Það skapast frábær stemning þegar menn fara með þetta út úr bænum. Þetta er skemmtilega einangrað og það skapast mikil samkennd í hópnum,“ segir leik- stjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Á Skjaldborgarhátíðinni í fyrra voru frumsýndar hátt í þrjátíu heimildar- myndir og hlaut dagskráin mjög góðar viðtökur. Mikil gróska er í heimildar- myndagerð hér á landi á sama tíma og erfitt er að fá myndirnar sýndar í kvik- myndahúsum eða sjónvarpi. Skjaldborg sýnir því heimildarmyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings. Umsóknarfrestur til að senda mynd á hátíðina er til 1. maí. Til að heimildar- mynd teljist gjaldgeng á Skjaldborg má hún hvorki hafa verið sýnd í sjónvarpi né í kvikmyndahúsi. Nánari upplýsingar má finna á Skjaldborgfilmfest.com. - fb Skjaldborg haldin í fjórða sinn HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON Skjaldborgar- hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. > HÖFÐINGLEGUR MATT Leikarinn Matt Damon skildi eftir bros á andlitum starfsfólks veitingastaðarins Stan- ton Social í New York um helgina þegar hann skildi eftir þjórfé upp á rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann, eiginkonan Luciana og nokkrir vinir höfðu snætt þar. Matt Damon kemst þó ekki í hálf- kvisti við Johnny Depp sem gaf starfsfólki á veitingahúsi í Chi- cago tífalda þá upphæð í fyrra. NÝ TÆKNI 8 EINKALEYFI 1) F rá B io th er m . SKIN VIVO næturkrem SKIN VIVO Fyrsta kreminu sem snýr við öldrunarferli húðarinnar1 Árangur: Fyllir upp innan frá og dregur úr hrukkum. Þéttari og stinnari húð. Einstakur ljómi. Æskan er í genum þínum. Virkjaðu þau með Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Biotherm vörur: - Andlitskrem 15 ml ferðastærð - Biocils augnfarðahreinsir 30 ml - Body lotion 30 ml - Celluli laser gegn appelsínuhúð 40 ml - Handlóð í ræktina - Eau Pure ilmur 15 ml Verðmæti kaupaukans er kr. 11.000 Einnig aðrar gerðir kaupauka. *G ild ir m eð an b irg ði r en d as t á ky nn in gu nn i. G ild ir ek ki m eð 2 d eo d or an t. E in n ka up au ki á v ið sk ip ta vi n. BIOTHERM DAGAR Í DEBENHAMS FIMMTUDAGINN 25. MARS TIL MIÐVIKUDAGSINS 30. MARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.